Stuðningsfólk Mainz brjálað vegna fyrirhugaðs æfingaleiks við Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 17:01 Kieran Trippier var fyrsti leikmaðurinn sem Newcastle United keypti eftir yfirtöku PIF. Owen Humphreys/PA Stuðningsfólk þýska knattspyrnufélagsins Mainz 05 er vægast sagt ósátt vegna fyrirhugaðs æfingaleiks við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United. Þann 18. júlí næstkomandi eiga Mainz og Newcastle að mætast í Þýskalandi en enska félagið er á leið yfir Ermasundið og þaðan til Þýskalands í æfingaferð. Þann 15. júlí spilar liðið við 1860 München og þremur dögum síðar átti Newcastle að heimsækja Mainz. Stuðningsfólk Mainz hefur engan áhuga á að sjá lið sitt spila við félag sem er tæknilega séð í eigu Sádi-Arabíu. Á síðustu leiktíð keypti fjárfestingarsjóðurinn PIF 80 prósent hlut í Newcaste en sjóðurinn er í raun leppur krónprins S-Arabíu til að fjárfesta í því sem honum dettur í hug hverju sinni. Mannréttindi eru ekki í hávegum höfð þar í landi og vill stuðningsfólk Mainz ekki að félag sitt sé bendlað við slíka ógnarstjórn. „Newcastle United er ekki aðeins fótboltafélag heldur gjallarhorn til að koma á framfæri hagsmunum ógnarstjórnar sem traðkar ítrekað á mannréttindum þegna sinna. Þeir hagsmunir gætu ekki verið fjær því sem Mainz stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu sem stuðningsfólk Mainz gaf frá sér. „Á tímum þar sem einræðisríki, risavaxnar samsteypur og milljarðamæringar kaupa fótboltafélög til að tryggja hagsmuni sína þá er ekki lengur hægt að aðskilja fótbolta og pólitík. Með því að spila vináttuleik gegn Newcastle er Mainz að bjóða ríkisstjórn Sádi-Arabíu upp í dans og ómeðvitað að samþykkja þá pólitík sem þar fer fram,“ segir einngi í yfirlýsingunni sem endar svo á skýrum skilaboðum: „Aflýsið leiknum gegn Newcastle United.“ Newcastle United are facing a backlash over a pre-season friendly against Mainz 05, with supporters of the German side calling for the game to be cancelled.#NUFC More from @ChrisDHWaugh https://t.co/UNao9wzAnh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2022 Newcastle reiknar með að leikurinn fari fram þrátt fyrir mótmælin. Liðið mun síðan fara til Portúgals og leika þar tvo leiki áður en það fær Atalanta og Athletic Bilbao í heimsókn á St. James´s Park í norðurhluta Englands. Lærisveinar Eddie Howe fá svo nýliða Nottingham Forest í heimsókn er enska úrvalsdeildin fer af stað helgina 5. til 7. ágúst. Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Þann 18. júlí næstkomandi eiga Mainz og Newcastle að mætast í Þýskalandi en enska félagið er á leið yfir Ermasundið og þaðan til Þýskalands í æfingaferð. Þann 15. júlí spilar liðið við 1860 München og þremur dögum síðar átti Newcastle að heimsækja Mainz. Stuðningsfólk Mainz hefur engan áhuga á að sjá lið sitt spila við félag sem er tæknilega séð í eigu Sádi-Arabíu. Á síðustu leiktíð keypti fjárfestingarsjóðurinn PIF 80 prósent hlut í Newcaste en sjóðurinn er í raun leppur krónprins S-Arabíu til að fjárfesta í því sem honum dettur í hug hverju sinni. Mannréttindi eru ekki í hávegum höfð þar í landi og vill stuðningsfólk Mainz ekki að félag sitt sé bendlað við slíka ógnarstjórn. „Newcastle United er ekki aðeins fótboltafélag heldur gjallarhorn til að koma á framfæri hagsmunum ógnarstjórnar sem traðkar ítrekað á mannréttindum þegna sinna. Þeir hagsmunir gætu ekki verið fjær því sem Mainz stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu sem stuðningsfólk Mainz gaf frá sér. „Á tímum þar sem einræðisríki, risavaxnar samsteypur og milljarðamæringar kaupa fótboltafélög til að tryggja hagsmuni sína þá er ekki lengur hægt að aðskilja fótbolta og pólitík. Með því að spila vináttuleik gegn Newcastle er Mainz að bjóða ríkisstjórn Sádi-Arabíu upp í dans og ómeðvitað að samþykkja þá pólitík sem þar fer fram,“ segir einngi í yfirlýsingunni sem endar svo á skýrum skilaboðum: „Aflýsið leiknum gegn Newcastle United.“ Newcastle United are facing a backlash over a pre-season friendly against Mainz 05, with supporters of the German side calling for the game to be cancelled.#NUFC More from @ChrisDHWaugh https://t.co/UNao9wzAnh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2022 Newcastle reiknar með að leikurinn fari fram þrátt fyrir mótmælin. Liðið mun síðan fara til Portúgals og leika þar tvo leiki áður en það fær Atalanta og Athletic Bilbao í heimsókn á St. James´s Park í norðurhluta Englands. Lærisveinar Eddie Howe fá svo nýliða Nottingham Forest í heimsókn er enska úrvalsdeildin fer af stað helgina 5. til 7. ágúst.
Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira