Stuðningsfólk Mainz brjálað vegna fyrirhugaðs æfingaleiks við Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 17:01 Kieran Trippier var fyrsti leikmaðurinn sem Newcastle United keypti eftir yfirtöku PIF. Owen Humphreys/PA Stuðningsfólk þýska knattspyrnufélagsins Mainz 05 er vægast sagt ósátt vegna fyrirhugaðs æfingaleiks við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United. Þann 18. júlí næstkomandi eiga Mainz og Newcastle að mætast í Þýskalandi en enska félagið er á leið yfir Ermasundið og þaðan til Þýskalands í æfingaferð. Þann 15. júlí spilar liðið við 1860 München og þremur dögum síðar átti Newcastle að heimsækja Mainz. Stuðningsfólk Mainz hefur engan áhuga á að sjá lið sitt spila við félag sem er tæknilega séð í eigu Sádi-Arabíu. Á síðustu leiktíð keypti fjárfestingarsjóðurinn PIF 80 prósent hlut í Newcaste en sjóðurinn er í raun leppur krónprins S-Arabíu til að fjárfesta í því sem honum dettur í hug hverju sinni. Mannréttindi eru ekki í hávegum höfð þar í landi og vill stuðningsfólk Mainz ekki að félag sitt sé bendlað við slíka ógnarstjórn. „Newcastle United er ekki aðeins fótboltafélag heldur gjallarhorn til að koma á framfæri hagsmunum ógnarstjórnar sem traðkar ítrekað á mannréttindum þegna sinna. Þeir hagsmunir gætu ekki verið fjær því sem Mainz stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu sem stuðningsfólk Mainz gaf frá sér. „Á tímum þar sem einræðisríki, risavaxnar samsteypur og milljarðamæringar kaupa fótboltafélög til að tryggja hagsmuni sína þá er ekki lengur hægt að aðskilja fótbolta og pólitík. Með því að spila vináttuleik gegn Newcastle er Mainz að bjóða ríkisstjórn Sádi-Arabíu upp í dans og ómeðvitað að samþykkja þá pólitík sem þar fer fram,“ segir einngi í yfirlýsingunni sem endar svo á skýrum skilaboðum: „Aflýsið leiknum gegn Newcastle United.“ Newcastle United are facing a backlash over a pre-season friendly against Mainz 05, with supporters of the German side calling for the game to be cancelled.#NUFC More from @ChrisDHWaugh https://t.co/UNao9wzAnh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2022 Newcastle reiknar með að leikurinn fari fram þrátt fyrir mótmælin. Liðið mun síðan fara til Portúgals og leika þar tvo leiki áður en það fær Atalanta og Athletic Bilbao í heimsókn á St. James´s Park í norðurhluta Englands. Lærisveinar Eddie Howe fá svo nýliða Nottingham Forest í heimsókn er enska úrvalsdeildin fer af stað helgina 5. til 7. ágúst. Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Þann 18. júlí næstkomandi eiga Mainz og Newcastle að mætast í Þýskalandi en enska félagið er á leið yfir Ermasundið og þaðan til Þýskalands í æfingaferð. Þann 15. júlí spilar liðið við 1860 München og þremur dögum síðar átti Newcastle að heimsækja Mainz. Stuðningsfólk Mainz hefur engan áhuga á að sjá lið sitt spila við félag sem er tæknilega séð í eigu Sádi-Arabíu. Á síðustu leiktíð keypti fjárfestingarsjóðurinn PIF 80 prósent hlut í Newcaste en sjóðurinn er í raun leppur krónprins S-Arabíu til að fjárfesta í því sem honum dettur í hug hverju sinni. Mannréttindi eru ekki í hávegum höfð þar í landi og vill stuðningsfólk Mainz ekki að félag sitt sé bendlað við slíka ógnarstjórn. „Newcastle United er ekki aðeins fótboltafélag heldur gjallarhorn til að koma á framfæri hagsmunum ógnarstjórnar sem traðkar ítrekað á mannréttindum þegna sinna. Þeir hagsmunir gætu ekki verið fjær því sem Mainz stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu sem stuðningsfólk Mainz gaf frá sér. „Á tímum þar sem einræðisríki, risavaxnar samsteypur og milljarðamæringar kaupa fótboltafélög til að tryggja hagsmuni sína þá er ekki lengur hægt að aðskilja fótbolta og pólitík. Með því að spila vináttuleik gegn Newcastle er Mainz að bjóða ríkisstjórn Sádi-Arabíu upp í dans og ómeðvitað að samþykkja þá pólitík sem þar fer fram,“ segir einngi í yfirlýsingunni sem endar svo á skýrum skilaboðum: „Aflýsið leiknum gegn Newcastle United.“ Newcastle United are facing a backlash over a pre-season friendly against Mainz 05, with supporters of the German side calling for the game to be cancelled.#NUFC More from @ChrisDHWaugh https://t.co/UNao9wzAnh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2022 Newcastle reiknar með að leikurinn fari fram þrátt fyrir mótmælin. Liðið mun síðan fara til Portúgals og leika þar tvo leiki áður en það fær Atalanta og Athletic Bilbao í heimsókn á St. James´s Park í norðurhluta Englands. Lærisveinar Eddie Howe fá svo nýliða Nottingham Forest í heimsókn er enska úrvalsdeildin fer af stað helgina 5. til 7. ágúst.
Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira