Lögreglan er fyrir alla Fjölnir Sæmundsson skrifar 5. júlí 2022 13:01 Ég tók við sem formaður stéttarfélags lögreglumanna fyrir um ári síðan og fljótlega fór ég að velta fyrir mér með hvaða hætti félagið gæti lagt sitt að mörkum til baráttu hinsegins fólks í samfélaginu. Innan lögreglunnar eins og annarstaðar starfar auðvitað fólk með mismunandi kynhneigðir og ég fór að hugsa um hvort að þessir félagar mínir ættu ekki rétt á, vildu og þyrftu á auknum stuðningi félags síns að halda. Ég taldi og tel mikilvægt fyrir samfélagið að gera betur sýnilegt hversu fjölbreyttur hópur fólks starfar innan lögreglunnar. Ég spurðist því fyrir um hvort Landssamband lögreglumanna gæti með einhverjum hætti lagt sitt að mörkum til Hinsegindaga. Þegar ég bar þessa hugmynd upp varð ég strax var við ákveðna tortryggni hjá aðilum sem starfa að málefnum hinsegin fólks. Mér var vel tekið af öllum þeim sem ég ræddi við en var tjáð að þátttaka félags sem á einhvern hátt tengdist lögreglunni yrði líklega ekki vel séð inna hinsegin samfélagsins. Þetta urðum mér auðvitað viss vonbrigði því líkt og áður segir sá ég þetta sem tækifæri til þess að veita hinsegin lögreglumönnum aukin stuðning og gera þá betur sýnilega innan lögreglunnar. Ég tel að þessi aukni sýnileiki gæti hjálpað mikið til í samfélagsumræðunni og við að útrýma fordómum. Margir virðast líta á lögregluna sem mjög einsleitan hóp sem er auðvitað ekki rétt heldur starfar þar fjölbreytur hópur fólks með mismunda kyn, kynhneigð, þarfir og langanir. Það eru mér auðvitað líka vonbrigði að hópur hinsegin fólks í samfélaginu skuli líta á lögregluna sem einhverskonar andstæðing sinn. Auðvitað er ég ekki svo blindur eða gleyminn að ég viti ekki að mjög víða í samfélaginu hafa á síðustu árum og áratugum verið fordómar gagnvart hinsegin fólki, bæði hjá ýmsum ríkisstofnunum og hjá einstaklingum í samfélaginu og því má telja fullvíst að líka hafi verið fordómar meðal sumra lögreglumanna í gegnum tíðina. En ég hafði á einhvern hátt í einfaldleika mínum talið mér trú um að þeir tímar væru liðnir og samskipti lögreglu við hinsegin fólk undanfarin ár hefðu ekki gengið verr eða betur en við aðra borgara landsins. Þó ég sé ekki í stöðu til þess að lofa því þá er ég alveg sannfærður um að stjórnendur lögreglunnar í dag eru tilbúnir að biðjast afsökunar á framferði lögreglunnar þegar hún hefur brotið á fólki vegna kynhneigðar þess. Til þess að græða slík sár mætti til dæmis safna slíkum sögum saman til að læra af þeim og fá þá sem telja að brotið hafi verið á til að segja sína sögu. Fyrir slíku fyrirkomulagi eru nokkur fordæmi hér innanlands og erlendis. Það er ungu fólki nauðsynlegt að eiga fyrirmyndir á sem flestum sviðum samfélagsins og því tel ég mjög mikilvægt fyrir ungt hinsegin fólk að vita að innan lögreglunnar starfar fjöldi hinsegin fólks og að þau geta fundið sínar fyrirmyndir þar. Mér finnst áríðandi að koma því á framfæri að lögreglan er fyrir alla. Öll eiga að fá sömu þjónustu hjá lögreglunni óháð kyni eða kynhneigð og öll eiga að geta starfað innan lögreglunnar óháð kyni eða kynhneigð. Lögreglumenn er sú starfstétt sem á að tryggja að farið sé að lögum og að lýðræði og mannréttindi séu virt í hvívetna í samfélaginu öllu. Það er einlæg von mín og trú að hinsegin samfélagið og lögreglan taki höndum saman í baráttunni fyrir jafnara samfélagi þar sem hinsegin fólk nýtur nákvæmlega sömu viðhorfa og þjónustu allir aðrir, bæði innan lögreglunnar og út í samfélaginu. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Hinsegin Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Ég tók við sem formaður stéttarfélags lögreglumanna fyrir um ári síðan og fljótlega fór ég að velta fyrir mér með hvaða hætti félagið gæti lagt sitt að mörkum til baráttu hinsegins fólks í samfélaginu. Innan lögreglunnar eins og annarstaðar starfar auðvitað fólk með mismunandi kynhneigðir og ég fór að hugsa um hvort að þessir félagar mínir ættu ekki rétt á, vildu og þyrftu á auknum stuðningi félags síns að halda. Ég taldi og tel mikilvægt fyrir samfélagið að gera betur sýnilegt hversu fjölbreyttur hópur fólks starfar innan lögreglunnar. Ég spurðist því fyrir um hvort Landssamband lögreglumanna gæti með einhverjum hætti lagt sitt að mörkum til Hinsegindaga. Þegar ég bar þessa hugmynd upp varð ég strax var við ákveðna tortryggni hjá aðilum sem starfa að málefnum hinsegin fólks. Mér var vel tekið af öllum þeim sem ég ræddi við en var tjáð að þátttaka félags sem á einhvern hátt tengdist lögreglunni yrði líklega ekki vel séð inna hinsegin samfélagsins. Þetta urðum mér auðvitað viss vonbrigði því líkt og áður segir sá ég þetta sem tækifæri til þess að veita hinsegin lögreglumönnum aukin stuðning og gera þá betur sýnilega innan lögreglunnar. Ég tel að þessi aukni sýnileiki gæti hjálpað mikið til í samfélagsumræðunni og við að útrýma fordómum. Margir virðast líta á lögregluna sem mjög einsleitan hóp sem er auðvitað ekki rétt heldur starfar þar fjölbreytur hópur fólks með mismunda kyn, kynhneigð, þarfir og langanir. Það eru mér auðvitað líka vonbrigði að hópur hinsegin fólks í samfélaginu skuli líta á lögregluna sem einhverskonar andstæðing sinn. Auðvitað er ég ekki svo blindur eða gleyminn að ég viti ekki að mjög víða í samfélaginu hafa á síðustu árum og áratugum verið fordómar gagnvart hinsegin fólki, bæði hjá ýmsum ríkisstofnunum og hjá einstaklingum í samfélaginu og því má telja fullvíst að líka hafi verið fordómar meðal sumra lögreglumanna í gegnum tíðina. En ég hafði á einhvern hátt í einfaldleika mínum talið mér trú um að þeir tímar væru liðnir og samskipti lögreglu við hinsegin fólk undanfarin ár hefðu ekki gengið verr eða betur en við aðra borgara landsins. Þó ég sé ekki í stöðu til þess að lofa því þá er ég alveg sannfærður um að stjórnendur lögreglunnar í dag eru tilbúnir að biðjast afsökunar á framferði lögreglunnar þegar hún hefur brotið á fólki vegna kynhneigðar þess. Til þess að græða slík sár mætti til dæmis safna slíkum sögum saman til að læra af þeim og fá þá sem telja að brotið hafi verið á til að segja sína sögu. Fyrir slíku fyrirkomulagi eru nokkur fordæmi hér innanlands og erlendis. Það er ungu fólki nauðsynlegt að eiga fyrirmyndir á sem flestum sviðum samfélagsins og því tel ég mjög mikilvægt fyrir ungt hinsegin fólk að vita að innan lögreglunnar starfar fjöldi hinsegin fólks og að þau geta fundið sínar fyrirmyndir þar. Mér finnst áríðandi að koma því á framfæri að lögreglan er fyrir alla. Öll eiga að fá sömu þjónustu hjá lögreglunni óháð kyni eða kynhneigð og öll eiga að geta starfað innan lögreglunnar óháð kyni eða kynhneigð. Lögreglumenn er sú starfstétt sem á að tryggja að farið sé að lögum og að lýðræði og mannréttindi séu virt í hvívetna í samfélaginu öllu. Það er einlæg von mín og trú að hinsegin samfélagið og lögreglan taki höndum saman í baráttunni fyrir jafnara samfélagi þar sem hinsegin fólk nýtur nákvæmlega sömu viðhorfa og þjónustu allir aðrir, bæði innan lögreglunnar og út í samfélaginu. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun