Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2022 07:24 Þjónustustöðin á Ólafsfirði er ein þeirra stöðva sem breytist í sjálfsafgreiðslustöð ÓB. Sveitarstjórn Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörðunina. Olís Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. Í tilkynningu frá Olís segir að umbreyting þjónustustöðva í sjálfsafgreiðslustöðvar sé hluti af umbreytingarvegferð fyrirtækisins þar sem þjónustustöðvum fækkar og í staðinn munu þær sem eru eftirstandandi stækka. Slíkar umbreytingar hafi þegar átt sér stað í Hamraborg í Kópavogi og Klöpp í Reykjavík og þá muni stöðvar við Álfheima og Álfabakka víkja fyrir Borgarlínu á næstu árum. Fyrirtækið segir blendnar tilfinningar í tengslum við fækkun þjónustustöðva en að nauðsynlegt sé að skjóta traustari stoðum undir rekstur stöðvanna til að starfsemin endist. Því hyggist fyrirtækið útvíkka eftirstandandi stöðvar í „þægindamiðstöðvar.“ Ekki ljóst hvað kemur í staðinn Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Olís muni eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar. Jafnframt verði leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfsstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Olís hyggst einnig loka þjónustustöð sinni á Skagaströnd en það er ekki ljóst hvað kemur þar í staðinn.Olís Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað á öllum þremur staðsetningum um miðjan september. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr rekstraraðili hefji starfsemi í húsnæði Olís í Fellabæ í kjölfar breytingarinnar en á hinum stöðvunum tveimur er enn unnið að því að finna rekstraraðila sem geti nýtt húsnæðið. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lýsti bæjarráðið yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Olís að loka þjónustustöð félagsins í Ólafsfirði. Í fundargerð frá fundi bæjarráðs þann 4. júlí síðastliðinn höfðar bæjarráð til „samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði, t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.“ Einnig kemur fram í fundargerðinni að bæjarráðið óski eftir fundi við forsvarsmenn Olís. Fjallabyggð Skagaströnd Múlaþing Bensín og olía Verslun Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Í tilkynningu frá Olís segir að umbreyting þjónustustöðva í sjálfsafgreiðslustöðvar sé hluti af umbreytingarvegferð fyrirtækisins þar sem þjónustustöðvum fækkar og í staðinn munu þær sem eru eftirstandandi stækka. Slíkar umbreytingar hafi þegar átt sér stað í Hamraborg í Kópavogi og Klöpp í Reykjavík og þá muni stöðvar við Álfheima og Álfabakka víkja fyrir Borgarlínu á næstu árum. Fyrirtækið segir blendnar tilfinningar í tengslum við fækkun þjónustustöðva en að nauðsynlegt sé að skjóta traustari stoðum undir rekstur stöðvanna til að starfsemin endist. Því hyggist fyrirtækið útvíkka eftirstandandi stöðvar í „þægindamiðstöðvar.“ Ekki ljóst hvað kemur í staðinn Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Olís muni eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar. Jafnframt verði leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfsstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Olís hyggst einnig loka þjónustustöð sinni á Skagaströnd en það er ekki ljóst hvað kemur þar í staðinn.Olís Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað á öllum þremur staðsetningum um miðjan september. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr rekstraraðili hefji starfsemi í húsnæði Olís í Fellabæ í kjölfar breytingarinnar en á hinum stöðvunum tveimur er enn unnið að því að finna rekstraraðila sem geti nýtt húsnæðið. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lýsti bæjarráðið yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Olís að loka þjónustustöð félagsins í Ólafsfirði. Í fundargerð frá fundi bæjarráðs þann 4. júlí síðastliðinn höfðar bæjarráð til „samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði, t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.“ Einnig kemur fram í fundargerðinni að bæjarráðið óski eftir fundi við forsvarsmenn Olís.
Fjallabyggð Skagaströnd Múlaþing Bensín og olía Verslun Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira