Hvað ætlar þjóðin að gera á EM? Anna Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2022 17:55 Hvað gera stelpurnar okkar á EM? Það er spurning sem þjóðin veltir fyrir sér núna. Stelpurnar hafa staðið sig vel síðustu mánuði. Liðið er skipað skemmtilegri blöndu af ungum leikmönnum og reyndari leikmönnum sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót. Spennustigið hjá íslensku þjóðinni er að hækka og við reynum eftir bestu getu að halda niðri væntingum á sama tíma og við vitum að liðið hefur fullt erindi í 8 liða úrslit. Það er hinsvegar eitt öruggt, stelpurnar munu leggja allt sitt í þetta mót. En þá er spurning hvað þjóðin ætlar að leggja á sig á EM? Knattspyrna kvenna í Evrópu hefur vaxið hratt síðustu ár. Aðstaða liða og leikmanna er betri, launin hærri og fleiri stórlið í Evrópu fjárfesta í knattspyrnukonum. Þetta sjáum við með auknum áhuga, áhorfendum fjölgar og stærstu vellir Evrópu fyllast. Það er samt ljóst að metnaðurinn og virðingin getur enn aukist í samanburði við knattspyrnu karla. Þessu til stuðnings er auðveldast að nefna stærð leikvalla á Evrópumótinu í Englandi. Eftir að stór skref voru stigin í umgjörð á síðasta Evrópumóti í Hollandi og á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi finnst mörgum það afturför að spila á völlum sem notaðir eru sem æfingavellir karlaliða á Englandi. Völlum sem rúma ekki helming þess fjölda sem mæta á leiki stærstu þjóðanna. Leikmenn íslenska landsliðsins hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og í framhaldinu sagt að nú sé tækifæri til að sýna að þetta var röng ákvörðun og hvetja fólk til að fylla vellina. Þess vegna spyr ég; Hvað ætlar íslenska þjóðin að gera? Fótboltaþjóðin sem er efst á lista þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Ætlum við að standa undir nafni og sýna að við gerum ekki mun á kynjum þegar kemur að stuðningi okkar við landsliðið? Knattspyrna er ekki bara vinsælasta íþrótt í heimi heldur ein allra áhrifamesta íþróttahreyfingin. Hér er því tækifæri til að veita heiminum mótspyrnu gegn því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum seinustu mánuði. Við eigum að fylla vellina úti sem og Ingólfstorg. Búa til stemmningu á vinnustöðum landsins og á meðal barnanna okkar. Íþróttafélögin eiga að hvetja iðkendur til að kynna sér og fylgjast með mótinu og veitingastaðir og barir sem hafa tök á ættu að sýna og hvetja til áhorfs á leiki Evrópumótsins. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, 10. júlí, og það hlýtur að vera markmið okkar sem þjóð að bæði Manchesterborg og Ísland verði alsett íslenskum fánalitum á þessum langþráða leikdegi. Áfram Ísland! Höfundur er Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnu kvenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein EM 2022 í Englandi Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Hvað gera stelpurnar okkar á EM? Það er spurning sem þjóðin veltir fyrir sér núna. Stelpurnar hafa staðið sig vel síðustu mánuði. Liðið er skipað skemmtilegri blöndu af ungum leikmönnum og reyndari leikmönnum sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót. Spennustigið hjá íslensku þjóðinni er að hækka og við reynum eftir bestu getu að halda niðri væntingum á sama tíma og við vitum að liðið hefur fullt erindi í 8 liða úrslit. Það er hinsvegar eitt öruggt, stelpurnar munu leggja allt sitt í þetta mót. En þá er spurning hvað þjóðin ætlar að leggja á sig á EM? Knattspyrna kvenna í Evrópu hefur vaxið hratt síðustu ár. Aðstaða liða og leikmanna er betri, launin hærri og fleiri stórlið í Evrópu fjárfesta í knattspyrnukonum. Þetta sjáum við með auknum áhuga, áhorfendum fjölgar og stærstu vellir Evrópu fyllast. Það er samt ljóst að metnaðurinn og virðingin getur enn aukist í samanburði við knattspyrnu karla. Þessu til stuðnings er auðveldast að nefna stærð leikvalla á Evrópumótinu í Englandi. Eftir að stór skref voru stigin í umgjörð á síðasta Evrópumóti í Hollandi og á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi finnst mörgum það afturför að spila á völlum sem notaðir eru sem æfingavellir karlaliða á Englandi. Völlum sem rúma ekki helming þess fjölda sem mæta á leiki stærstu þjóðanna. Leikmenn íslenska landsliðsins hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og í framhaldinu sagt að nú sé tækifæri til að sýna að þetta var röng ákvörðun og hvetja fólk til að fylla vellina. Þess vegna spyr ég; Hvað ætlar íslenska þjóðin að gera? Fótboltaþjóðin sem er efst á lista þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Ætlum við að standa undir nafni og sýna að við gerum ekki mun á kynjum þegar kemur að stuðningi okkar við landsliðið? Knattspyrna er ekki bara vinsælasta íþrótt í heimi heldur ein allra áhrifamesta íþróttahreyfingin. Hér er því tækifæri til að veita heiminum mótspyrnu gegn því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum seinustu mánuði. Við eigum að fylla vellina úti sem og Ingólfstorg. Búa til stemmningu á vinnustöðum landsins og á meðal barnanna okkar. Íþróttafélögin eiga að hvetja iðkendur til að kynna sér og fylgjast með mótinu og veitingastaðir og barir sem hafa tök á ættu að sýna og hvetja til áhorfs á leiki Evrópumótsins. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, 10. júlí, og það hlýtur að vera markmið okkar sem þjóð að bæði Manchesterborg og Ísland verði alsett íslenskum fánalitum á þessum langþráða leikdegi. Áfram Ísland! Höfundur er Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnu kvenna
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun