Þorleifur Úlfarsson skoraði fyrra mark Houston Dynamo þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn FC Dallas í MLS-deildinni í fótbolta karla í nótt.
Þorleifur kom inná sem varamaður í upphafi seinni varamaður í upphafi seinni hálfleiks og var búinn að skora stundarfjórðungi síðar.
Þessi 21 árs gamli framherji hefur skorað þrjú mörk í þeim 19 deildarleikjum sem hann hefur spilað fyrir Houston Dynamo á yfirstandandi leiktíð.
All to play for with 20 to go
— Houston Dynamo FC (@HoustonDynamo) July 10, 2022
VAMOS! pic.twitter.com/pqmjsRX43Q
Arnór Ingvi Traustason spilaði síðustu 20 mínúturnar fyrir New England Revolution sem laut í lægra haldi 4-2 á móti New York City.
Róbert Orri Þorkelsson var allan tímann á varamannabekknum hjá Montreal þegar liðið tapaði fyrir Sporting KC.
Óttar Magnús Karlsson skoraði svo tvö marka Oakland Roots í 3-3 jafntefli liðsins í leik sínum við Sacramento Republic í norður-amerísku B-deildinni. Óttar Magnús er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með 13 mörk.
Mörk Óttars má sjá hér að neðan:
Ottar levels the score!
— Oakland Roots (@oaklandrootssc) July 10, 2022
2-2 | #SACvOAK pic.twitter.com/SoX3kKfZEJ
That's 13 on the season, and Roots are up!
— Oakland Roots (@oaklandrootssc) July 10, 2022
2-3 | #SACvOAK pic.twitter.com/e9jfVNRnah