Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2022 14:48 Mótmælendur á skrifstofu embættis forsætisráðherra Srí Lanka. AP/Eranga Jayawardena Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. Gotabaya Rajapaksa flúði eftir að mótmælendur tóku yfir forsetahöllina og er hann sagður hafa tekið eiginkonu sína, tvo lífverði og herflugvél til Maldíveyja. Rajapaksa hefur heitið því að segja af sér embætti í dag en fjölskylda hans hefur stjórnað landinu síðustu tvo áratugi. Samkvæmt BBC ætlar forsetinn ekki að halda kyrru fyrir í Maldíveyjum heldur er hann sagður ætla að ferðast til annars ríkis og er talið mögulegt að hann sé á leið til Singapúr eða Dúbaí. Basil Rajapaksa, bróðir forsetans og fyrrverandi fjármálaráðherra, ku einnig hafa flúið land og er sagður á leið til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Srí Lanka undanfarna daga, vegna gífurlegra efnahagsvandræða þar. Efnahagsvandræði Srí Lanka hafa að miklu leyti verið rakin til lélegrar efnahagsstjórnar stjórnvalda eyríkisins. Forsvarsmenn ríkisins hafa þó haldið því fram að faraldri kórónuveirunnar og tilheyrandi fækkun ferðamanna sé um að kenna. Táragasi var skotið að mótmælendum í dag.AP/ Photo/Rafiq Maqbool Mótmælendur hafa krafist nýrrar ríkisstjórnar. Wickremesinghe hefur sagt að hann muni ekki segja af sér fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þúsundir mótmælenda ruddu sér leið inn á skrifstofur forsætisráðuneytisins í morgun. Í fyrstu skutu lögregluþjónar táragasi að mótmælendum en að endingu virtust þeir gefast upp, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við munum elda hérna, borða hérna og búa hérna. Við verðum hér þar til hann [Wickremesinghe] segir af sér,“ sagði einn mótmælenda í samtali við AP. Um helgina gerðu mótmælendur hið sama við forsetahöllina, eins og áður hefur komið fram. AP segir að síðan þá hafi þúsundir sótt forsetahöllina heim, stungið sér til sunds, lagt sig eða virt fyrir sér málverkin þar. Sjá einnig: Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Wckremesinghe segist hafa skipað sérstaka nefnd yfirmanna í lögreglunni og hernum og þeirra verk sé að tryggja frið í Srí Lanka. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, segist ekki ætla að segja af sér fyrr en búið er að mynda nýja ríkisstjórn.AP/Eranga Jayawardena Muni Rajapaksa segja af sér, eins og hann hefur sagst ætla að gera, segjast þingmenn ætla að kjósa nýjan forseta til að sitja út núverandi kjörtímabil, sem endar árið 2024. Sá forseti myndi þá skipa nýjan forsætisráðherra sem þingið þyrfti að samþykkja. Srí Lanka Tengdar fréttir Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20 Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Gotabaya Rajapaksa flúði eftir að mótmælendur tóku yfir forsetahöllina og er hann sagður hafa tekið eiginkonu sína, tvo lífverði og herflugvél til Maldíveyja. Rajapaksa hefur heitið því að segja af sér embætti í dag en fjölskylda hans hefur stjórnað landinu síðustu tvo áratugi. Samkvæmt BBC ætlar forsetinn ekki að halda kyrru fyrir í Maldíveyjum heldur er hann sagður ætla að ferðast til annars ríkis og er talið mögulegt að hann sé á leið til Singapúr eða Dúbaí. Basil Rajapaksa, bróðir forsetans og fyrrverandi fjármálaráðherra, ku einnig hafa flúið land og er sagður á leið til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Srí Lanka undanfarna daga, vegna gífurlegra efnahagsvandræða þar. Efnahagsvandræði Srí Lanka hafa að miklu leyti verið rakin til lélegrar efnahagsstjórnar stjórnvalda eyríkisins. Forsvarsmenn ríkisins hafa þó haldið því fram að faraldri kórónuveirunnar og tilheyrandi fækkun ferðamanna sé um að kenna. Táragasi var skotið að mótmælendum í dag.AP/ Photo/Rafiq Maqbool Mótmælendur hafa krafist nýrrar ríkisstjórnar. Wickremesinghe hefur sagt að hann muni ekki segja af sér fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þúsundir mótmælenda ruddu sér leið inn á skrifstofur forsætisráðuneytisins í morgun. Í fyrstu skutu lögregluþjónar táragasi að mótmælendum en að endingu virtust þeir gefast upp, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við munum elda hérna, borða hérna og búa hérna. Við verðum hér þar til hann [Wickremesinghe] segir af sér,“ sagði einn mótmælenda í samtali við AP. Um helgina gerðu mótmælendur hið sama við forsetahöllina, eins og áður hefur komið fram. AP segir að síðan þá hafi þúsundir sótt forsetahöllina heim, stungið sér til sunds, lagt sig eða virt fyrir sér málverkin þar. Sjá einnig: Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Wckremesinghe segist hafa skipað sérstaka nefnd yfirmanna í lögreglunni og hernum og þeirra verk sé að tryggja frið í Srí Lanka. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, segist ekki ætla að segja af sér fyrr en búið er að mynda nýja ríkisstjórn.AP/Eranga Jayawardena Muni Rajapaksa segja af sér, eins og hann hefur sagst ætla að gera, segjast þingmenn ætla að kjósa nýjan forseta til að sitja út núverandi kjörtímabil, sem endar árið 2024. Sá forseti myndi þá skipa nýjan forsætisráðherra sem þingið þyrfti að samþykkja.
Srí Lanka Tengdar fréttir Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20 Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42
Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20
Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49