Fyrirtækin sýna ábyrgð í loftslagsmálum Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 21. júlí 2022 12:00 Í viðtali á Stöð2 sem endurbirt er á Vísi segir svokallaður loftslagssérfræðingur ASÍ að fyrirtækin í landinu geri lítið til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og takist því ekki á við loftslagsvandann. Þetta er fjarri öllum sannleika. Ekki getur verið átt við fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa endurnýjað fiskiskipin í stórum stíl undanfarin ár, hagrætt mikið og dregið þar með úr allri losun. Ekki getur þetta átt við fyrirtæki í orkugeiranum sem hafa unnið mikið starf að draga úr losun og þróað aðferðir til að binda kolefni í jarðlögum sem geta skilað ótrúlegum árangri á komandi árum. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki í stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir sem gerir alla losun stöðugt dýrari og hefur hvatt þau til að vera í fremstu röð á sínu sviði. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki sem stunda loftferðir sem hafa endurnýjað flugflota sinn með stöðugt minni eldsneytisnotkun. Né á þetta við um skipafélögin sem hafa endurnýjað farkosti sína til að minnka losun og auka hagræðingu. Almenn fyrirtæki sýna ábyrgð, halda losunarbókhald og leita leiða til að draga úr kolefnisspori sínu. Þau styðja við skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Enginn vafi er að unnt er að ná meiri árangri við orkuskipti en til þess þarf að virkja og ryðja burt hindrunum sem tefja allar framkvæmdir á þessu sviði. Innihaldslaust þvaður af þessum toga er Alþýðusambandi Íslands til lítils sóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali á Stöð2 sem endurbirt er á Vísi segir svokallaður loftslagssérfræðingur ASÍ að fyrirtækin í landinu geri lítið til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og takist því ekki á við loftslagsvandann. Þetta er fjarri öllum sannleika. Ekki getur verið átt við fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa endurnýjað fiskiskipin í stórum stíl undanfarin ár, hagrætt mikið og dregið þar með úr allri losun. Ekki getur þetta átt við fyrirtæki í orkugeiranum sem hafa unnið mikið starf að draga úr losun og þróað aðferðir til að binda kolefni í jarðlögum sem geta skilað ótrúlegum árangri á komandi árum. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki í stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir sem gerir alla losun stöðugt dýrari og hefur hvatt þau til að vera í fremstu röð á sínu sviði. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki sem stunda loftferðir sem hafa endurnýjað flugflota sinn með stöðugt minni eldsneytisnotkun. Né á þetta við um skipafélögin sem hafa endurnýjað farkosti sína til að minnka losun og auka hagræðingu. Almenn fyrirtæki sýna ábyrgð, halda losunarbókhald og leita leiða til að draga úr kolefnisspori sínu. Þau styðja við skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Enginn vafi er að unnt er að ná meiri árangri við orkuskipti en til þess þarf að virkja og ryðja burt hindrunum sem tefja allar framkvæmdir á þessu sviði. Innihaldslaust þvaður af þessum toga er Alþýðusambandi Íslands til lítils sóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar