Fyrirtækin sýna ábyrgð í loftslagsmálum Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 21. júlí 2022 12:00 Í viðtali á Stöð2 sem endurbirt er á Vísi segir svokallaður loftslagssérfræðingur ASÍ að fyrirtækin í landinu geri lítið til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og takist því ekki á við loftslagsvandann. Þetta er fjarri öllum sannleika. Ekki getur verið átt við fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa endurnýjað fiskiskipin í stórum stíl undanfarin ár, hagrætt mikið og dregið þar með úr allri losun. Ekki getur þetta átt við fyrirtæki í orkugeiranum sem hafa unnið mikið starf að draga úr losun og þróað aðferðir til að binda kolefni í jarðlögum sem geta skilað ótrúlegum árangri á komandi árum. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki í stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir sem gerir alla losun stöðugt dýrari og hefur hvatt þau til að vera í fremstu röð á sínu sviði. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki sem stunda loftferðir sem hafa endurnýjað flugflota sinn með stöðugt minni eldsneytisnotkun. Né á þetta við um skipafélögin sem hafa endurnýjað farkosti sína til að minnka losun og auka hagræðingu. Almenn fyrirtæki sýna ábyrgð, halda losunarbókhald og leita leiða til að draga úr kolefnisspori sínu. Þau styðja við skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Enginn vafi er að unnt er að ná meiri árangri við orkuskipti en til þess þarf að virkja og ryðja burt hindrunum sem tefja allar framkvæmdir á þessu sviði. Innihaldslaust þvaður af þessum toga er Alþýðusambandi Íslands til lítils sóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í viðtali á Stöð2 sem endurbirt er á Vísi segir svokallaður loftslagssérfræðingur ASÍ að fyrirtækin í landinu geri lítið til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og takist því ekki á við loftslagsvandann. Þetta er fjarri öllum sannleika. Ekki getur verið átt við fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa endurnýjað fiskiskipin í stórum stíl undanfarin ár, hagrætt mikið og dregið þar með úr allri losun. Ekki getur þetta átt við fyrirtæki í orkugeiranum sem hafa unnið mikið starf að draga úr losun og þróað aðferðir til að binda kolefni í jarðlögum sem geta skilað ótrúlegum árangri á komandi árum. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki í stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir sem gerir alla losun stöðugt dýrari og hefur hvatt þau til að vera í fremstu röð á sínu sviði. Þetta á heldur ekki við fyrirtæki sem stunda loftferðir sem hafa endurnýjað flugflota sinn með stöðugt minni eldsneytisnotkun. Né á þetta við um skipafélögin sem hafa endurnýjað farkosti sína til að minnka losun og auka hagræðingu. Almenn fyrirtæki sýna ábyrgð, halda losunarbókhald og leita leiða til að draga úr kolefnisspori sínu. Þau styðja við skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Enginn vafi er að unnt er að ná meiri árangri við orkuskipti en til þess þarf að virkja og ryðja burt hindrunum sem tefja allar framkvæmdir á þessu sviði. Innihaldslaust þvaður af þessum toga er Alþýðusambandi Íslands til lítils sóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun