Skilaði Nauer veskinu sínu en er ósáttur við fundarlaunin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2022 11:31 Manuel Neuer er sakaður um nísku. Alex Gottschalk/DeFodi Images via Getty Images Leigubílstjóri sem keyrði 120 kílómetra til að skila Manuel Neuer, markverði Bayern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu, er ósáttur við að hafa aðeins fengið treyju að launum fyrir ómakið. Leigubílstjórinn keyrði Neuer og vin hans af æfingasvæði Bayern og að íbúðarhúsnæði í Lehel hverfinu í München. Leiðin var stutt, en þegar hann skilaði þeim félögum af sér hélt hann vinnudegi sínum áfram. Þegar bílstjórinn var að taka til í bílnum eftir vinnudaginn tók hann hins vegar eftir því að Neuer hafði gleymt veskinu sínu í bílnum. Í veskinu voru kort með nafni og heimilisfani markvarðarins, ásamt um það bil 800 evrum í seðlum, en það samsvarar rúmlega 110 þúsund krónum. Bilstjórinn segist þá hafa keyrt um 120 kílómetra til að skila veskinu og að hann hafi eytt um 400 evrum í ferðalagið. Hann kom veskinu loks í hendur réttra aðila og hélt heim á leið. Hann segist þó hafa orðið ansi vonsvikinn þegar honum barst pakki í pósti sem innihélt eina Bayern München treyju. Með treyjunni fylgdu engin skilaboð og bílstjórinn sakar Neuer um nísku. „Fundarlaunin eru grín,“ sagði maðurinn í samtali við Sky Germany. „Ég á fjögur börn. Ég hef ekkert að gera með þessa treyju.“ A taxi driver who drove 120KM to give Manuel Neuer his lost wallet back is disappointed after Neuer gave him a single jersey in return. pic.twitter.com/YpRpqMfzF4— Footy Accumulators (@FootyAccums) July 21, 2022 Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Leigubílstjórinn keyrði Neuer og vin hans af æfingasvæði Bayern og að íbúðarhúsnæði í Lehel hverfinu í München. Leiðin var stutt, en þegar hann skilaði þeim félögum af sér hélt hann vinnudegi sínum áfram. Þegar bílstjórinn var að taka til í bílnum eftir vinnudaginn tók hann hins vegar eftir því að Neuer hafði gleymt veskinu sínu í bílnum. Í veskinu voru kort með nafni og heimilisfani markvarðarins, ásamt um það bil 800 evrum í seðlum, en það samsvarar rúmlega 110 þúsund krónum. Bilstjórinn segist þá hafa keyrt um 120 kílómetra til að skila veskinu og að hann hafi eytt um 400 evrum í ferðalagið. Hann kom veskinu loks í hendur réttra aðila og hélt heim á leið. Hann segist þó hafa orðið ansi vonsvikinn þegar honum barst pakki í pósti sem innihélt eina Bayern München treyju. Með treyjunni fylgdu engin skilaboð og bílstjórinn sakar Neuer um nísku. „Fundarlaunin eru grín,“ sagði maðurinn í samtali við Sky Germany. „Ég á fjögur börn. Ég hef ekkert að gera með þessa treyju.“ A taxi driver who drove 120KM to give Manuel Neuer his lost wallet back is disappointed after Neuer gave him a single jersey in return. pic.twitter.com/YpRpqMfzF4— Footy Accumulators (@FootyAccums) July 21, 2022
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira