Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn kveður Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2022 23:59 Hópurinn Bleiki fíllinn ætlar að hætta störfum í núverandi mynd. Bleiki fíllinn Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn sem hefur verið áberandi í Vestmannaeyjum í kringum Verslunarmannahelgina ætlar að hætta störfum, að minnsta kosti í núverandi mynd. Í færslu á Facebook-síðu hópsins segir að á þeim tíu árum sem hópurinn starfaði hafi landslagið í kringum kynferðisofbeldi gjörbreyst. „Orðræðan var allt önnur og viðhorf til kynferðisofbeldis voru oftast nær einföld; þagga niður þetta óþægilega mein samfélags okkar. Slagorð okkar voru því skýr: Það er bleikur fíll í stofunni, vandamál sem allir vita af en enginn vill ræða. Því þarf að breyta,“ segir í færslunni. Síðan hópurinn hóf störf hafa verið tvær MeToo-byltingar og segir hópurinn mikið hafa áunnist. Þó sé enn langt í land. „Við í hópnum erum þó orðin lúin og teljum að nú séu kaflaskil í starfi okkar. Hver sem framtíðin verður viljum við nota tækifærið nú og þakka fyrir ómetanlegan stuðning gegnum árin,“ segir í færslunni. Hópurinn endar færslu sína á skilaboðum til Eyjamanna og þeirra sem heimsækja eyjuna um Verslunarmannahelgina til að fagna Þjóðhátíð. „Þegar þið berið merki hópsins eruð þið að stuðla að vitundarvakningu og umræðu. Ekki hætta því. Þannig eruð þið hluti af lausninni en ekki vandanum. Þið viljið ekki bleika fíla í ykkar liði, þið viljið að fólk ræði um mikilvægi samþykkis, þið styðjið þolendur, þið viljið ekki stinga hausnum í sandinn, þið viljið stuðla að breytingum. Takk og aftur takk.“ Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram í fyrsta skiptið síðan árið 2019 um næstu helgi. Hátíðinni hefur verið frestað síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs Covid-19. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu hópsins segir að á þeim tíu árum sem hópurinn starfaði hafi landslagið í kringum kynferðisofbeldi gjörbreyst. „Orðræðan var allt önnur og viðhorf til kynferðisofbeldis voru oftast nær einföld; þagga niður þetta óþægilega mein samfélags okkar. Slagorð okkar voru því skýr: Það er bleikur fíll í stofunni, vandamál sem allir vita af en enginn vill ræða. Því þarf að breyta,“ segir í færslunni. Síðan hópurinn hóf störf hafa verið tvær MeToo-byltingar og segir hópurinn mikið hafa áunnist. Þó sé enn langt í land. „Við í hópnum erum þó orðin lúin og teljum að nú séu kaflaskil í starfi okkar. Hver sem framtíðin verður viljum við nota tækifærið nú og þakka fyrir ómetanlegan stuðning gegnum árin,“ segir í færslunni. Hópurinn endar færslu sína á skilaboðum til Eyjamanna og þeirra sem heimsækja eyjuna um Verslunarmannahelgina til að fagna Þjóðhátíð. „Þegar þið berið merki hópsins eruð þið að stuðla að vitundarvakningu og umræðu. Ekki hætta því. Þannig eruð þið hluti af lausninni en ekki vandanum. Þið viljið ekki bleika fíla í ykkar liði, þið viljið að fólk ræði um mikilvægi samþykkis, þið styðjið þolendur, þið viljið ekki stinga hausnum í sandinn, þið viljið stuðla að breytingum. Takk og aftur takk.“ Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram í fyrsta skiptið síðan árið 2019 um næstu helgi. Hátíðinni hefur verið frestað síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs Covid-19.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira