Heiðar hættir sem forstjóri Sýnar Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2022 09:34 Heiðar var ráðinn forstjóri Sýnar í apríl árið 2019. Vísir/Vilhelm Heiðar Guðjónsson hefur sagt upp sem forstjóri Sýnar og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok þessa mánaðar. Heiðar gekk um helgina frá sölu á öllum 12,72 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar. Sýn hf. á og rekur meðal annars fjarskiptafélagið Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og tengda miðla. Innherji greinir frá því að Heiðar hafi selt á genginu 64 krónur á hlut og fengið tæplega 2,2 milljarða króna fyrir bréf sín. Í flöggun til Kauphallar kemur fram að Gavia Invest ehf. hafi í morgun gengið frá kaupum á rúmlega 40 milljónum hluta í Sýn hf. sem samsvarar um 14,95 prósentum bréfa í félaginu. Með kaupunum er félagið nú orðið stærsti hluthafi Sýnar. Jón Skaftason í forsvari fyrir hóp sem keypti hlutinn Jón Skaftason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Strengs, er í forsvari fyrir Gavia Invest og fer hann með hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum Pordoi ehf. Einnig fara Jonathan R. Rubini og Mark Kroloff hjá First Alaskan Capital Partners LLC með hlut í Gavia Invest í gegnum E&S 101 ehf. ásamt Andra Gunnarssyni. Að lokum eru Reynir Grétarsson og Hákon Stefánsson með hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum Info Capital ehf. Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallar. Heiðar var ráðinn forstjóri fyrirtækisins árið 2019 og tók við af Stefáni Sigurðssyni. Heiðar gegndi áður formennsku í stjórn félagsins. Vísir er í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Sýn hf. á og rekur meðal annars fjarskiptafélagið Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og tengda miðla. Innherji greinir frá því að Heiðar hafi selt á genginu 64 krónur á hlut og fengið tæplega 2,2 milljarða króna fyrir bréf sín. Í flöggun til Kauphallar kemur fram að Gavia Invest ehf. hafi í morgun gengið frá kaupum á rúmlega 40 milljónum hluta í Sýn hf. sem samsvarar um 14,95 prósentum bréfa í félaginu. Með kaupunum er félagið nú orðið stærsti hluthafi Sýnar. Jón Skaftason í forsvari fyrir hóp sem keypti hlutinn Jón Skaftason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Strengs, er í forsvari fyrir Gavia Invest og fer hann með hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum Pordoi ehf. Einnig fara Jonathan R. Rubini og Mark Kroloff hjá First Alaskan Capital Partners LLC með hlut í Gavia Invest í gegnum E&S 101 ehf. ásamt Andra Gunnarssyni. Að lokum eru Reynir Grétarsson og Hákon Stefánsson með hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum Info Capital ehf. Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallar. Heiðar var ráðinn forstjóri fyrirtækisins árið 2019 og tók við af Stefáni Sigurðssyni. Heiðar gegndi áður formennsku í stjórn félagsins. Vísir er í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira