Gaber er 29 ára gamall miðvörður sem kemur frá Slóveníu en hann kemur frá KA til NK Domžale í Slóveníu.
Honum er ætlað að fylla skarð Oleksiy Bykov sem yfirgaf herbúðir KA á dögunum.
Gaber kemur úr unglingastarfi NK Domžale og hefur leikið allan sinn feril með liðinu fyrir utan eitt ár með Fatih Karagümrük í Tyrklandi.
Með Domžale varð Gaber slóvenskur bikarmeistari árið 2017 og lék auk þess 25 Evrópuleiki með liðinu. Á sínum tíma lék Gaber 27 leiki fyrir yngri landslið Slóveníu sem og tvo leiki fyrir B-landslið þjóðarinnar.
KA hafði betur gegn Keflavík í 14. umferð Bestu deildar karla í gær en liðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig.