Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 20:46 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. Flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar tilkynning vegna sprengjuhótunar barst íslenskum flugmálayfirvöldum. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í gær, þar sem við tók mikil aðgerð. Samkvæmt heimildum hafði farþegi í vélinni skrifað „BOMB“ eða „SPRENGJA“ á spegilinn á salerni vélarinnar. „Það sem gerist í tilviki sem þessu þá virkjum við neyðaráætlun vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er áætlun sem í raun og veru er trúnaðarmál og ég get ekki farið efnislega í það hvað hún í smáatriðum snýst um, en það fer allt á hæsta viðbúnaðarstig. Þegar um sprengjuhótun er að ræða í loftfari er það lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stýrir aðgerðum í samstarfi við fjölda aðila,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þegar við erum að tala um sprengjuhótun þá annast sprengjuleitina sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.“ Við tók ítarleg leit að sprengju, bæði um borð í vélinni og á farþegum og í farangri þeirra. „Vélin er auðvitað mjög vel skoðuð. Síðan er það farangur farþeganna og farþegarnir sjálfir. Þeir sæta skoðun eða rannsókn þegar búið er að tryggja að engin sprengja er í farangri eða á viðkomandi farþega. Eða á flugvélinni,“ segir Úlfar. „Ég held að ég geti fullyrt það að allt viðbragð og samstarf viðbragðsaðila í gær, aðgerðir stóðu fram á nótt, hafi gengið afbragðsvel. Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að í vélinni var engin sprengja.“ Flugvélinni, sem kom með farþegana frá Frankfurt, var snúið aftur til Þýskaland og önnur flugvél kom seint í gærkvöldi til að ferja farþegana yfir til Bandaríkjanna. Farþegarnir höfðu þá fengið áfallahjálp hjá áfallateymi Rauða krossins en 266 farþegar voru um borð í vélinni. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar tilkynning vegna sprengjuhótunar barst íslenskum flugmálayfirvöldum. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í gær, þar sem við tók mikil aðgerð. Samkvæmt heimildum hafði farþegi í vélinni skrifað „BOMB“ eða „SPRENGJA“ á spegilinn á salerni vélarinnar. „Það sem gerist í tilviki sem þessu þá virkjum við neyðaráætlun vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er áætlun sem í raun og veru er trúnaðarmál og ég get ekki farið efnislega í það hvað hún í smáatriðum snýst um, en það fer allt á hæsta viðbúnaðarstig. Þegar um sprengjuhótun er að ræða í loftfari er það lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stýrir aðgerðum í samstarfi við fjölda aðila,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þegar við erum að tala um sprengjuhótun þá annast sprengjuleitina sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.“ Við tók ítarleg leit að sprengju, bæði um borð í vélinni og á farþegum og í farangri þeirra. „Vélin er auðvitað mjög vel skoðuð. Síðan er það farangur farþeganna og farþegarnir sjálfir. Þeir sæta skoðun eða rannsókn þegar búið er að tryggja að engin sprengja er í farangri eða á viðkomandi farþega. Eða á flugvélinni,“ segir Úlfar. „Ég held að ég geti fullyrt það að allt viðbragð og samstarf viðbragðsaðila í gær, aðgerðir stóðu fram á nótt, hafi gengið afbragðsvel. Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að í vélinni var engin sprengja.“ Flugvélinni, sem kom með farþegana frá Frankfurt, var snúið aftur til Þýskaland og önnur flugvél kom seint í gærkvöldi til að ferja farþegana yfir til Bandaríkjanna. Farþegarnir höfðu þá fengið áfallahjálp hjá áfallateymi Rauða krossins en 266 farþegar voru um borð í vélinni.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07