Telur sig hafa borið kennsl á Somerton-manninn Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júlí 2022 08:17 Somerton-maðurinn fannst látinn fyrir rúmum sjötíu árum síðan. Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu. Lík Somerton-mannsins fannst á strönd í borginni Adelaide árið 1948 og vildi enginn kannast við manninn. Nafni hans var leitað um allan heim en lögreglan gat aldrei staðfest hver hann væri. Derek Abbot, prófessor við Háskólann í Adelaide, vill þó meina að maðurinn hafi heitið Carl Webb og hafi verið rafmagnsverkfræðingur frá borginni Melbourne. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta þessa ályktun Abbot en hann heldur því fram að hann hafi hár úr manninum sem hafði fests í afsteypu sem gerð var af andliti Somerton-mannsins áður en hann var grafinn. Með DNA-rannsóknum á hárinu hafi hann getað borið kennsl á manninn. „Mér leið eins og ég væri að klífa Mount Everest og nú væri ég kominn á toppinn,“ sagði Abbott í samtali við CNN um augnablikið sem hann náði að komast að því hver Somerton-maðurinn væri. Líkamsleifar Somerton-mannsins voru grafnar upp í maí á síðasta ári svo lögreglan gæti borið kennsl á hann. Svo virðist sem Abbott hafi náð að vera á undan þeim. Við rannsókn málsins á sínum tíma fékk lögreglan fullt af vísbendingum um afdrif mannsins en aldrei var hægt að bera kennsl á hann. Meðal þess sem fannst var fatnaður þar sem allir merkimiðar höfðu verið fjarlægðir, blaðsíðu úr ljóðabók frá 12. öld sem stóð á „Tamad Shud“ eða „búinn“, símanúmer hjúkrunarfræðings sem talinn var vera njósnari og margt fleira. Vera Illugadóttir fjallaði ítarlega um dularfullt mál Somerton-mannsins í þætti sínum Leðurblakan á Rás 1. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lík Somerton-mannsins fannst á strönd í borginni Adelaide árið 1948 og vildi enginn kannast við manninn. Nafni hans var leitað um allan heim en lögreglan gat aldrei staðfest hver hann væri. Derek Abbot, prófessor við Háskólann í Adelaide, vill þó meina að maðurinn hafi heitið Carl Webb og hafi verið rafmagnsverkfræðingur frá borginni Melbourne. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta þessa ályktun Abbot en hann heldur því fram að hann hafi hár úr manninum sem hafði fests í afsteypu sem gerð var af andliti Somerton-mannsins áður en hann var grafinn. Með DNA-rannsóknum á hárinu hafi hann getað borið kennsl á manninn. „Mér leið eins og ég væri að klífa Mount Everest og nú væri ég kominn á toppinn,“ sagði Abbott í samtali við CNN um augnablikið sem hann náði að komast að því hver Somerton-maðurinn væri. Líkamsleifar Somerton-mannsins voru grafnar upp í maí á síðasta ári svo lögreglan gæti borið kennsl á hann. Svo virðist sem Abbott hafi náð að vera á undan þeim. Við rannsókn málsins á sínum tíma fékk lögreglan fullt af vísbendingum um afdrif mannsins en aldrei var hægt að bera kennsl á hann. Meðal þess sem fannst var fatnaður þar sem allir merkimiðar höfðu verið fjarlægðir, blaðsíðu úr ljóðabók frá 12. öld sem stóð á „Tamad Shud“ eða „búinn“, símanúmer hjúkrunarfræðings sem talinn var vera njósnari og margt fleira. Vera Illugadóttir fjallaði ítarlega um dularfullt mál Somerton-mannsins í þætti sínum Leðurblakan á Rás 1. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira