Að græða á ríkinu en tapa börnum sínum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 31. júlí 2022 13:00 Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa. Barnið kemur. Parið ræðir saman. Er ekki sniðugt að ég skrái mig sem einstæða móður segir konan. Þá fáum við hærri barnabætur og annars konar fríðindi frá hinu opinbera. Gerum það segir piltur og skráir sig hjá foreldrum eða vinum. Heppin, þeim tókst að leika á kerfið. Annað barn bætist við. Leika áfram sama leikinn nema nú hækka upphæðirnar. Lífið er yndislegt og hið opinbera grunar þau ekki. Vinir þeirra og fjölskylda segir ekki frá. Hið opinbera pungar út, enda einstæð móðir með tvö börn samkvæmt kerfinu. Það kastast í kekki hjá unga parinu. Gengur illa að vinna úr ágreiningsmálum. Þau ákveða að fara í sitthvora áttina. Þá fyrst blasir vandinn við honum. Hann á ekki tilkall til barna sinni. Hann á ekki rétt á lögheimilisskráningu barna sinna (þeim fylgir meðlag og barnabætur). Hann hefur aldrei verið skráður í sambúð með barnsmóður sinni og börnum. Kerfið lítur svo á að honum komi þau eiginlega ekki við. Hann hefur aldrei haft aðgang að neinum upplýsingum um börn sín. Skipti ekki máli þegar allt lék í lyndi. Allt annað upp á teningnum. Nú eru góð ráð dýr. Konan ákveður að hegna kærastanum. Notar börnin til þess. Hún veit að hann á ekki rétt. Hún hefur vopnið í sínum höndum. Veit sem svo að lögheimili barnanna er hjá sér. Ekkert breytist hjá henni, nema nú fær hún meðlag í raun og vera. Til að losa sig við kærastann úr lífi sínu og barnanna getur konan beitt tálmun. Hægt og bítandi fækkar samverustundum föður við börn sín. Að lokum er hann útilokaður og finnst jafnvel ekki í lífi barnanna meira. Jú sem peningamaskína. Honum ber nefnilega skylda til að greiða meðlag þrátt fyrir að mega ekki hitta börn sín og ala þau upp. Hann má ekki leiðbeina þeim í lífinu. Hann má ekki vera stoð þeirra og stytta. Móðir ákveður það! Lögheimili barna er ekki hægt að færa nema foreldrið sem hefur það geri það. Skiptir þá engu hvort barnið býr hjá hinu foreldrinu. Ekkert stjórnvald hefur getu eða vilja til að grípa inn í lögheimilsskráningu barna. Mörg börn búa hjá feðrum sínum sem borga meðlag til móður. Sem sagt þeir hafa tvöfalda framfærsluskyldu. Vilja ekki rugga bátnum. Gætu misst barnið. Höfða þarf dómsmál til að hnekkja á lögheimili móður og þau mál eru ekki sett í forgang í dómskerfinu. Kerfið sem ég lýsi hér er meingallað. Ég segi við ykkur feður. Látið aldrei telja ykkur inn á slíkt ráðabrugg. Þið græðið á ríkinu en gætuð tapað barni eða börnum ykkar. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa. Barnið kemur. Parið ræðir saman. Er ekki sniðugt að ég skrái mig sem einstæða móður segir konan. Þá fáum við hærri barnabætur og annars konar fríðindi frá hinu opinbera. Gerum það segir piltur og skráir sig hjá foreldrum eða vinum. Heppin, þeim tókst að leika á kerfið. Annað barn bætist við. Leika áfram sama leikinn nema nú hækka upphæðirnar. Lífið er yndislegt og hið opinbera grunar þau ekki. Vinir þeirra og fjölskylda segir ekki frá. Hið opinbera pungar út, enda einstæð móðir með tvö börn samkvæmt kerfinu. Það kastast í kekki hjá unga parinu. Gengur illa að vinna úr ágreiningsmálum. Þau ákveða að fara í sitthvora áttina. Þá fyrst blasir vandinn við honum. Hann á ekki tilkall til barna sinni. Hann á ekki rétt á lögheimilisskráningu barna sinna (þeim fylgir meðlag og barnabætur). Hann hefur aldrei verið skráður í sambúð með barnsmóður sinni og börnum. Kerfið lítur svo á að honum komi þau eiginlega ekki við. Hann hefur aldrei haft aðgang að neinum upplýsingum um börn sín. Skipti ekki máli þegar allt lék í lyndi. Allt annað upp á teningnum. Nú eru góð ráð dýr. Konan ákveður að hegna kærastanum. Notar börnin til þess. Hún veit að hann á ekki rétt. Hún hefur vopnið í sínum höndum. Veit sem svo að lögheimili barnanna er hjá sér. Ekkert breytist hjá henni, nema nú fær hún meðlag í raun og vera. Til að losa sig við kærastann úr lífi sínu og barnanna getur konan beitt tálmun. Hægt og bítandi fækkar samverustundum föður við börn sín. Að lokum er hann útilokaður og finnst jafnvel ekki í lífi barnanna meira. Jú sem peningamaskína. Honum ber nefnilega skylda til að greiða meðlag þrátt fyrir að mega ekki hitta börn sín og ala þau upp. Hann má ekki leiðbeina þeim í lífinu. Hann má ekki vera stoð þeirra og stytta. Móðir ákveður það! Lögheimili barna er ekki hægt að færa nema foreldrið sem hefur það geri það. Skiptir þá engu hvort barnið býr hjá hinu foreldrinu. Ekkert stjórnvald hefur getu eða vilja til að grípa inn í lögheimilsskráningu barna. Mörg börn búa hjá feðrum sínum sem borga meðlag til móður. Sem sagt þeir hafa tvöfalda framfærsluskyldu. Vilja ekki rugga bátnum. Gætu misst barnið. Höfða þarf dómsmál til að hnekkja á lögheimili móður og þau mál eru ekki sett í forgang í dómskerfinu. Kerfið sem ég lýsi hér er meingallað. Ég segi við ykkur feður. Látið aldrei telja ykkur inn á slíkt ráðabrugg. Þið græðið á ríkinu en gætuð tapað barni eða börnum ykkar. Höfundur er grunnskólakennari.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun