Gleðin, samstaðan og jafnréttið Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Friðrik Jónsson skrifa 6. ágúst 2022 08:00 Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti. Skýrslan sýnir að hommar eru að meðaltali með lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir karlar en aftur á móti eru lesbíur að meðaltali með hærri atvinnutekjur en gagnkynhneigðar konur. Enn fremur búa samkynhneigðir við lakara starfsöryggi en gagnkynhneigðir og transfólk með minna starfsöryggi en annað hinsegin fólk. Þrátt fyrir að bjartsýni ríki almennt hjá hinsegin fólki til framtíðarinnar hér á landi er ljóst að stjórnvöld þurfa að endurskoða stefnumótun sína í málefnum hinsegin fólks og þá sérstaklega transfólks. Frekari niðurstöður verða birtar í skýrslunni „Staða hinsegin fólks á Íslandi“ sem gefin verður út á haustmánuðum í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og ætlunin er að marka stefnu um aðgerðir og viðbrögð í samstarfi við Samtökin ´78 í framhaldinu. Hommar með lægri tekjur en lesbíur með hærri Í fyrsta fasa hagrannsóknarinnar er fjallað um mun á atvinnutekjum samskattaðra eftir kynhneigð en þeirri aðferð var nýlega beitt í Danmörku við samskonar rannsókn. Samkvæmt þessu var þó nokkur munur á meðaltali atvinnutekna samkynhneigðra og gagnkynhneigðra á Íslandi á árinu 2019. Þannig voru hommar t.a.m. með um þriðjungi lægri atvinnutekjur að meðaltali en gagnkynhneigðir karlmenn á því ári. Hommar eru jafnframt mun líklegri til að vinna í þjónustustörfum en gagnkynhneigðir karlmenn eða í þeim störfum sem oft hafa verið kölluð „kvennastörf“ en þau störf hafa verið kerfisbundin vanmetin á vinnumarkaði á Vesturlöndum um árabil. Kynhneigðarbundinn munur í atvinnutekjum homma og gagnkynhneigðra karlmanna vekur sérstaka athygli í ljósi þess að menntastig meðal homma er mun hærra en meðal gagnkynhneigðra karla. Atvinnutekjur lesbía voru hins vegar um 13% meiri að meðaltali á árinu 2019 en atvinnutekjur gagnkynhneigðra kvenna. Í skýrslunni sem kemur út á haustdögum verður leitast við að skýra þennan mun í atvinnutekjum frekar og einnig fjalla um stöðu þeirra sem falla utan samskattaða hópsins. Mun skýrslan þá einnig fjalla um stöðu transfólks á vinnumarkaði. Það hefur ekki verið gert á Vesturlöndum svo neinu nemur og er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna. Stærsta könnun sem framkvæmd hefur verið á hinsegin vinnumarkaði Auk greiningar á atvinnutekjum var gerð könnun meðal hinsegin einstaklinga og svöruðu 850 einstaklingar spurningum um hinsegin vinnumarkað. Niðurstöðurnar benda m.a. til að transfólk búi við minna atvinnuröyggi en annað hinsegin fólk en um 70% transfólks í könnuninni sögðust hafa upplifað atvinnuleysi á sinni ævi samanborið við um 40% þeirra sem hafa sís-kynvitund. Við getum þó glaðst yfir því að hinsegin fólk á Íslandi er mun bjartsýnna fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi en hinsegin fólks á heimsvísu en um 90% aðspurðra segjast vera bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi til framtíðar en aðeins um 20% sögðust bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á heimsvísu. Ljóst er að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm hvað varðar stefnumótun í málefnum hinsegin fólks en aðeins um helmingur aðspurðra sagðist vera ánægð/t/ur með stefnu stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks og aðeins um 20% transfólks! Dagur gleði, samstöðu og jafnréttis Ráðist er að ýmsum hópum hinsegin fólks um heim allan. Árásirnar koma jafnt frá fólki í valdastöðum sem og almenningi og stjórnmálin bregðast oft seint og illa við. Ísland er því miður engin undantekning eins og atburðir júlímánaðar bera vitni um. Það er óásættanlegt. Okkur sem gegna ábyrgðarhlutverki í samfélaginu, hvort sem á vettvangi vinnumarkaðar eða stjórnvalda ber skylda til að hrinda slíkum árásum af fullum krafti. Aukið samstarf við Samtökin ´78 og hinsegin samfélagið, þar sem greiningar og rannsóknir eru í forgrunni eru fyrsta lóð verkalýðshreyfingarinnar á þær vogarskálar. Með það í huga hvetjum við félaga okkar, vinnandi fólk og almenning allan til að taka þátt í gleðigöngunni í dag og sýna þannig stuðning sinn við mannréttindabaráttu hinsegin fólks og fagna fjölbreyttu samfélagi. Til hamingju með daginn. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Friðrik Jónsson Drífa Snædal Kjaramál Stéttarfélög Hinsegin Vinnumarkaður Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti. Skýrslan sýnir að hommar eru að meðaltali með lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir karlar en aftur á móti eru lesbíur að meðaltali með hærri atvinnutekjur en gagnkynhneigðar konur. Enn fremur búa samkynhneigðir við lakara starfsöryggi en gagnkynhneigðir og transfólk með minna starfsöryggi en annað hinsegin fólk. Þrátt fyrir að bjartsýni ríki almennt hjá hinsegin fólki til framtíðarinnar hér á landi er ljóst að stjórnvöld þurfa að endurskoða stefnumótun sína í málefnum hinsegin fólks og þá sérstaklega transfólks. Frekari niðurstöður verða birtar í skýrslunni „Staða hinsegin fólks á Íslandi“ sem gefin verður út á haustmánuðum í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og ætlunin er að marka stefnu um aðgerðir og viðbrögð í samstarfi við Samtökin ´78 í framhaldinu. Hommar með lægri tekjur en lesbíur með hærri Í fyrsta fasa hagrannsóknarinnar er fjallað um mun á atvinnutekjum samskattaðra eftir kynhneigð en þeirri aðferð var nýlega beitt í Danmörku við samskonar rannsókn. Samkvæmt þessu var þó nokkur munur á meðaltali atvinnutekna samkynhneigðra og gagnkynhneigðra á Íslandi á árinu 2019. Þannig voru hommar t.a.m. með um þriðjungi lægri atvinnutekjur að meðaltali en gagnkynhneigðir karlmenn á því ári. Hommar eru jafnframt mun líklegri til að vinna í þjónustustörfum en gagnkynhneigðir karlmenn eða í þeim störfum sem oft hafa verið kölluð „kvennastörf“ en þau störf hafa verið kerfisbundin vanmetin á vinnumarkaði á Vesturlöndum um árabil. Kynhneigðarbundinn munur í atvinnutekjum homma og gagnkynhneigðra karlmanna vekur sérstaka athygli í ljósi þess að menntastig meðal homma er mun hærra en meðal gagnkynhneigðra karla. Atvinnutekjur lesbía voru hins vegar um 13% meiri að meðaltali á árinu 2019 en atvinnutekjur gagnkynhneigðra kvenna. Í skýrslunni sem kemur út á haustdögum verður leitast við að skýra þennan mun í atvinnutekjum frekar og einnig fjalla um stöðu þeirra sem falla utan samskattaða hópsins. Mun skýrslan þá einnig fjalla um stöðu transfólks á vinnumarkaði. Það hefur ekki verið gert á Vesturlöndum svo neinu nemur og er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna. Stærsta könnun sem framkvæmd hefur verið á hinsegin vinnumarkaði Auk greiningar á atvinnutekjum var gerð könnun meðal hinsegin einstaklinga og svöruðu 850 einstaklingar spurningum um hinsegin vinnumarkað. Niðurstöðurnar benda m.a. til að transfólk búi við minna atvinnuröyggi en annað hinsegin fólk en um 70% transfólks í könnuninni sögðust hafa upplifað atvinnuleysi á sinni ævi samanborið við um 40% þeirra sem hafa sís-kynvitund. Við getum þó glaðst yfir því að hinsegin fólk á Íslandi er mun bjartsýnna fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi en hinsegin fólks á heimsvísu en um 90% aðspurðra segjast vera bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi til framtíðar en aðeins um 20% sögðust bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á heimsvísu. Ljóst er að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm hvað varðar stefnumótun í málefnum hinsegin fólks en aðeins um helmingur aðspurðra sagðist vera ánægð/t/ur með stefnu stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks og aðeins um 20% transfólks! Dagur gleði, samstöðu og jafnréttis Ráðist er að ýmsum hópum hinsegin fólks um heim allan. Árásirnar koma jafnt frá fólki í valdastöðum sem og almenningi og stjórnmálin bregðast oft seint og illa við. Ísland er því miður engin undantekning eins og atburðir júlímánaðar bera vitni um. Það er óásættanlegt. Okkur sem gegna ábyrgðarhlutverki í samfélaginu, hvort sem á vettvangi vinnumarkaðar eða stjórnvalda ber skylda til að hrinda slíkum árásum af fullum krafti. Aukið samstarf við Samtökin ´78 og hinsegin samfélagið, þar sem greiningar og rannsóknir eru í forgrunni eru fyrsta lóð verkalýðshreyfingarinnar á þær vogarskálar. Með það í huga hvetjum við félaga okkar, vinnandi fólk og almenning allan til að taka þátt í gleðigöngunni í dag og sýna þannig stuðning sinn við mannréttindabaráttu hinsegin fólks og fagna fjölbreyttu samfélagi. Til hamingju með daginn. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar