Leikmenn botnliðsins þurftu að gista á flugvellinum eftir að flug þeirra féll niður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 11:31 Nneka Ogwumike þurfti ásamt liðsfélögum sínum í Los Angeles Sparks að gista á flugvelli eftir leik á sunnudagskvöld. Meg Oliphant/Getty Images Leikmenn Los Angeles Sparks í WNBA-deildinni í körfubolta þurftu að gista á flugvellinum í Washington eftir sigur liðsins á Washington Mystics á sunnudaginn var. Ástæðan var sú að flug liðsins var fellt niður. Það verður seint sagt að kjör leikmanna í WNBA og NBA-deildinni séu þau sömu eða yfir höfuð nálægt því. Á meðan leikmenn í WNBA hafa nýtt frítíma sinn til að spila með liðum í Evrópu, þar á meðal Rússlandi líkt og Brittney Griner, þá fá menn sand af seðlum fyrir að spila í NBA. Þar er liðum líka flogið þvers og kruss með einkaflugvélum á meðan leikmenn í WNBA ferðast með hefðbundnari flugvélum. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 11 ára ferli sem ég þarfa að gista á flugvelli. Miðað við hvernig ferðahögum okkar er háttað kemur það þó ekki á óvart, þetta var í raun aðeins tímaspursmál,“ sagði Nneka Ogwumike, leikmaður Sparks, í myndbandi sem hún birti á Twitter-síðu sinni. First time for everything @WNBA pic.twitter.com/w3PSHxCcJk— Nneka Ogwumike (@nnekaogwumike) August 8, 2022 Helmingur liðsins fór og gisti á hóteli en þar sem ekki var nóg af lausum herbergjum þar þá þurfti hinn helmingur liðsins að gista á flugvellinum. „Klukkan er korter í tvö og við verðum hér til níu í fyrramálið,“ bætti Ogwumike við. Til að sporna við mismunun ákváðu forráðamenn WNBA-deildarinnar að banna liðum að fljúga með leiguflugi þó svo að þau hefðu efni á því. Ástæðan var sú að ekki hefðu öll lið efni á slíkum lúxus og það væri ósanngjarnt fyrir hin lið deildarinnar. Sú ákvörðun hefur mætt mikilli mótstöðu og árið 2018 ákvað Las Vegas Aces að gefa leik eftir að hafa þurft að ferðast í meira en sólahring. Í úrslitakeppninni á síðasta ári kvörtuðu þjálfarar Connecticut Sun og Chicago Sky yfir því að deildin kæmi hreinlega í veg fyrir að leikmenn gætu ferðast á sem þægilegastan máta. Á endanum var því ákveðið að bóka leiguflug fyrir liðin er þau mættust í þriðja leik úrslitaeinvígisins. Sparks players slept overnight in the airport Sunday after their flight was canceled.WNBA players fly commercial, which has sparked outcry as travel woes plagued the league in recent seasons.https://t.co/Xdl2VhrrlR— The Athletic (@TheAthletic) August 8, 2022 Cathy Engelbert, framkvæmdastjóri WNBA, sagði í síðasta mánuði að deildin muni bóka leiguflug fyrir liðin sem komast alla leið í úrslit. Sparks gæti því þurft að gista aftur á flugvelli þar sem liðið rekur lestina í Vesturdeildinni og er ekki á leið í úrslitakeppnina. NBA Körfubolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Það verður seint sagt að kjör leikmanna í WNBA og NBA-deildinni séu þau sömu eða yfir höfuð nálægt því. Á meðan leikmenn í WNBA hafa nýtt frítíma sinn til að spila með liðum í Evrópu, þar á meðal Rússlandi líkt og Brittney Griner, þá fá menn sand af seðlum fyrir að spila í NBA. Þar er liðum líka flogið þvers og kruss með einkaflugvélum á meðan leikmenn í WNBA ferðast með hefðbundnari flugvélum. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 11 ára ferli sem ég þarfa að gista á flugvelli. Miðað við hvernig ferðahögum okkar er háttað kemur það þó ekki á óvart, þetta var í raun aðeins tímaspursmál,“ sagði Nneka Ogwumike, leikmaður Sparks, í myndbandi sem hún birti á Twitter-síðu sinni. First time for everything @WNBA pic.twitter.com/w3PSHxCcJk— Nneka Ogwumike (@nnekaogwumike) August 8, 2022 Helmingur liðsins fór og gisti á hóteli en þar sem ekki var nóg af lausum herbergjum þar þá þurfti hinn helmingur liðsins að gista á flugvellinum. „Klukkan er korter í tvö og við verðum hér til níu í fyrramálið,“ bætti Ogwumike við. Til að sporna við mismunun ákváðu forráðamenn WNBA-deildarinnar að banna liðum að fljúga með leiguflugi þó svo að þau hefðu efni á því. Ástæðan var sú að ekki hefðu öll lið efni á slíkum lúxus og það væri ósanngjarnt fyrir hin lið deildarinnar. Sú ákvörðun hefur mætt mikilli mótstöðu og árið 2018 ákvað Las Vegas Aces að gefa leik eftir að hafa þurft að ferðast í meira en sólahring. Í úrslitakeppninni á síðasta ári kvörtuðu þjálfarar Connecticut Sun og Chicago Sky yfir því að deildin kæmi hreinlega í veg fyrir að leikmenn gætu ferðast á sem þægilegastan máta. Á endanum var því ákveðið að bóka leiguflug fyrir liðin er þau mættust í þriðja leik úrslitaeinvígisins. Sparks players slept overnight in the airport Sunday after their flight was canceled.WNBA players fly commercial, which has sparked outcry as travel woes plagued the league in recent seasons.https://t.co/Xdl2VhrrlR— The Athletic (@TheAthletic) August 8, 2022 Cathy Engelbert, framkvæmdastjóri WNBA, sagði í síðasta mánuði að deildin muni bóka leiguflug fyrir liðin sem komast alla leið í úrslit. Sparks gæti því þurft að gista aftur á flugvelli þar sem liðið rekur lestina í Vesturdeildinni og er ekki á leið í úrslitakeppnina.
NBA Körfubolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum