Í ævilangt bann eftir að hafa káfað á konum sem hann þjálfaði Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 11:43 Toni Minichiello braut ítrekað á íþróttakonum sem hann þjálfaði. Getty/Shaun Botterill Toni Minichiello mun aldrei aftur fá að þjálfa á vegum breska frjálsíþróttasambandsins eftir að hafa verið fundinn sekur um óviðeigandi kynferðislega hegðun gagnvart íþróttafólki sem hann þjálfaði. Minichiello var mikils metinn í bresku frjálsíþróttalífi eftir þann frábæra árangur sem Jessice Ennis-Hill, sem hann þjálfaði, náði. Bretaprinsessa sæmdi hann til að mynda verðlaunum sem þjálfari ársins árið 2012, eftir að Ennis-Hill hafði orðið ólympíumeistari í sjöþraut í London. Samkvæmt heimildum The Guardian beindust brot Minichiello ekki að Ennis-Hill heldur að nokkrum öðrum íþróttakonum og kvenkyns þjálfurum. Óháð rannsókn leiddi í ljós að brot Minichiello hefðu náð yfir 15 ára tímabil. Brot hans voru meðal annars þessi: Óviðeigandi kynferðislegar athugasemdir og látbragð gagnvart íþróttafólki, þar á meðal með látbragði sem átti að sýna kynfæri kvenna og munnmök, með því að segja við íþróttakonu „sjúgðu á mér typpið“, og með því að tala ítrekað um getnaðarlim sinn sem „ítölsku kryddpylsuna“. Virða ekki einkalíf íþróttafólks, meðal annars með því að spyrja íþróttakonu hvort að hún hefði „einhvern tímann stundað kynlíf í ræktinni“. Óviðeigandi snertingar, meðal annars með því að snerta brjóst tveggja íþróttakvenna sem hann átti að þjálfa og þykjast hjakkast á þeim. Einelti og stríðni, meðal annars með því að láta íþróttakonu sitja með keilu á hausnum til að líkja eftir svokölluðum „tossahatti“. Breska frjálsíþróttasambandið segir að þar sem að þjálfaraleyfi Minichiello hafi verið útrunnið sé ekki hægt að svipta hann því. Það sé hins vegar alveg ljóst að aldrei í framtíðinni muni það teljast við hæfi að veita honum þjálfaraleyfi að nýju. Frjálsar íþróttir Bretland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Minichiello var mikils metinn í bresku frjálsíþróttalífi eftir þann frábæra árangur sem Jessice Ennis-Hill, sem hann þjálfaði, náði. Bretaprinsessa sæmdi hann til að mynda verðlaunum sem þjálfari ársins árið 2012, eftir að Ennis-Hill hafði orðið ólympíumeistari í sjöþraut í London. Samkvæmt heimildum The Guardian beindust brot Minichiello ekki að Ennis-Hill heldur að nokkrum öðrum íþróttakonum og kvenkyns þjálfurum. Óháð rannsókn leiddi í ljós að brot Minichiello hefðu náð yfir 15 ára tímabil. Brot hans voru meðal annars þessi: Óviðeigandi kynferðislegar athugasemdir og látbragð gagnvart íþróttafólki, þar á meðal með látbragði sem átti að sýna kynfæri kvenna og munnmök, með því að segja við íþróttakonu „sjúgðu á mér typpið“, og með því að tala ítrekað um getnaðarlim sinn sem „ítölsku kryddpylsuna“. Virða ekki einkalíf íþróttafólks, meðal annars með því að spyrja íþróttakonu hvort að hún hefði „einhvern tímann stundað kynlíf í ræktinni“. Óviðeigandi snertingar, meðal annars með því að snerta brjóst tveggja íþróttakvenna sem hann átti að þjálfa og þykjast hjakkast á þeim. Einelti og stríðni, meðal annars með því að láta íþróttakonu sitja með keilu á hausnum til að líkja eftir svokölluðum „tossahatti“. Breska frjálsíþróttasambandið segir að þar sem að þjálfaraleyfi Minichiello hafi verið útrunnið sé ekki hægt að svipta hann því. Það sé hins vegar alveg ljóst að aldrei í framtíðinni muni það teljast við hæfi að veita honum þjálfaraleyfi að nýju.
Frjálsar íþróttir Bretland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira