Trump ber vitni í New York Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 10:50 Donald Trump í New York í gærkvöldi. AP/Yuki Iwamura Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun bera vitni í í New York í dag. Umræddur vitnisburður er ótengdur húsleit sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna húsleit gerðu á heimili hans í Flórída á mánudaginn og snýr að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í New York í gegnum árin. Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Sjá einnig: Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Nýr umdæmasaksóknari tók við rannsókninni í janúar og hefur hægt á henni síðan þá. Hún er þó enn yfirstandandi og vegna þess gæti Trump komist hjá því að svara spurningum rannsakenda James með því að vísa í ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Trump sagði frá vitnaleiðslunum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Er í New York í kvöld. Hittir rasískan ríkissaksóknara á morgun, vegna helstu nornaveiða í sögu Bandaríkjanna!,“ skrifaði Trump. Vert er að taka fram að James er þeldökk. „Mitt frábæra fyrirtæki og ég erum undir árásum úr öllum áttum. Bananalýðveldi!“ skrifaði Trump einnig. Í maí bárust þær fregnir frá skrifstofu James að rannsókninni á viðskiptaháttum Trumps myndi brátt ljúka og að umtalsverð sönnunargögn sem styddu mögulega lögsókn gegn Trump og/eða fyrirtækinu hefðu fundist. Þá kom fram að það eina sem rannsakendur vantaði væri vitnisburður Trumps en Donald Trump yngri og Ivanka Trump, börn forsetans fyrrverandi, hafa þegar borið vitni. Trump átti að bera vitni í síðasta mánuði en vitnaleiðslunni var frestað eftir að Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona hans, dó. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56 Vildi herforingja eins og Hitler Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. 8. ágúst 2022 15:03 Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Sjá einnig: Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Nýr umdæmasaksóknari tók við rannsókninni í janúar og hefur hægt á henni síðan þá. Hún er þó enn yfirstandandi og vegna þess gæti Trump komist hjá því að svara spurningum rannsakenda James með því að vísa í ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Trump sagði frá vitnaleiðslunum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Er í New York í kvöld. Hittir rasískan ríkissaksóknara á morgun, vegna helstu nornaveiða í sögu Bandaríkjanna!,“ skrifaði Trump. Vert er að taka fram að James er þeldökk. „Mitt frábæra fyrirtæki og ég erum undir árásum úr öllum áttum. Bananalýðveldi!“ skrifaði Trump einnig. Í maí bárust þær fregnir frá skrifstofu James að rannsókninni á viðskiptaháttum Trumps myndi brátt ljúka og að umtalsverð sönnunargögn sem styddu mögulega lögsókn gegn Trump og/eða fyrirtækinu hefðu fundist. Þá kom fram að það eina sem rannsakendur vantaði væri vitnisburður Trumps en Donald Trump yngri og Ivanka Trump, börn forsetans fyrrverandi, hafa þegar borið vitni. Trump átti að bera vitni í síðasta mánuði en vitnaleiðslunni var frestað eftir að Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona hans, dó.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56 Vildi herforingja eins og Hitler Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. 8. ágúst 2022 15:03 Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29
Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56
Vildi herforingja eins og Hitler Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. 8. ágúst 2022 15:03
Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01