Taktu tvær – vörumst netglæpi Katrín Júlíusdóttir skrifar 10. ágúst 2022 11:31 Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka? Við erum að benda fólki á að í þeim hraða sem einkennir nútíma samfélag og viðskiptahætti er gríðarlega mikilvægt að fólk taki sér smávægilegan tíma til að athuga hvort allt sé með felldu áður en greitt er fyrir vöru eða þjónustu í gengum tölvu eða síma. Að staldra við í stuttan tíma í stað þess að klára málið strax getur sparað einstaklingum og fyrirtækjum háar fjárhæðir. Við hvetjum almennt ekki til tortryggni í viðskiptum enda byggjast viðskipti fyrst og fremst á trausti. En í þessum málum er mikilvægt að viðhafa heilbrigða tortryggni. Netglæpir geta verið allt frá því að vera hlægilega augljósir yfir í að vera vel útfærðir. Illa orðuð SMS sem biðja um smáar fjárhæðir vegna sendinga, undarleg gylliboð um fjárfestingakosti sem þekktir aðilar mæla með, yfirmaður sem biður um greiðslu reiknings undir pressu til óþekkts aðila og ótrúleg tilboð á eftirsóknarverðum vörum. Leiðirnar sem glæpamennirnir nota eru óteljandi og það eru einnig ráðin til að koma auga á svindl. Með nýju átaki samtakanna gegn netglæpum sem ber heitið Taktu tvær viljum við kynna með eins einföldum hætti og hægt er helstu leiðir fyrir fólk til að vara sig á netglæpum. Við bendum á að tvær mínútur til eða frá í dagsins amstri skipta ekki öllu. Mun mikilvægara er að gefa ekki upp viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að misnota eða greiða fyrir vöru sem aldrei kemur. Fyrsta og mikilvægasta vörnin gegn þessum glæpum er hjá okkur sjálfum. Það er ekki auðvelt að breyta hegðun sinni, en það eitt að taka sér örfáar mínútur og athuga hver er að senda skilaboð, hverjum er verið að greiða, hvort netslóðin eða netfangið líti sérkennilega út og þar fram eftir götunum getur skipt sköpum. Að þessu sögðu er vert að benda á að öryggisstjórar og aðrir tæknimenn hjá bönkum, greiðslumiðlunum, opinberum stofnunum, lögreglunni og einkaaðilum vinna mikið og gott starf í baráttunni við netglæpi. Viðbragstími þeirra er oftast góður og mikil þekking til staðar til að lágmarka skaðann sem netglæpamenn geta valdið. Mikilvægt er að einkaaðilar og hið opinbera haldi áfram opnu samtali og skiptist á upplýsingum með að markmiði að bæta varnir gegn þessum vágesti. Ekki síst krefst þessi flókna og síbreytilega tegund glæpa þess að hugsað sé út fyrir kassann þegar hugað er að bestu framkvæmd viðbragða. Það þurfa allir að hafa augun hjá sér og taka þann tíma sem þarf til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Við bendum fólki á að skoða heimasíðu verkefnisins á taktutvær.is, kynna sér aðferðir netglæpamanna og hvað er hægt að gera til að lágmarka áhættuna á að lenda í þeim. Verum vakandi og vörumst netglæpi. Hvetjum alla til að kynna sér efnið á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Netglæpir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka? Við erum að benda fólki á að í þeim hraða sem einkennir nútíma samfélag og viðskiptahætti er gríðarlega mikilvægt að fólk taki sér smávægilegan tíma til að athuga hvort allt sé með felldu áður en greitt er fyrir vöru eða þjónustu í gengum tölvu eða síma. Að staldra við í stuttan tíma í stað þess að klára málið strax getur sparað einstaklingum og fyrirtækjum háar fjárhæðir. Við hvetjum almennt ekki til tortryggni í viðskiptum enda byggjast viðskipti fyrst og fremst á trausti. En í þessum málum er mikilvægt að viðhafa heilbrigða tortryggni. Netglæpir geta verið allt frá því að vera hlægilega augljósir yfir í að vera vel útfærðir. Illa orðuð SMS sem biðja um smáar fjárhæðir vegna sendinga, undarleg gylliboð um fjárfestingakosti sem þekktir aðilar mæla með, yfirmaður sem biður um greiðslu reiknings undir pressu til óþekkts aðila og ótrúleg tilboð á eftirsóknarverðum vörum. Leiðirnar sem glæpamennirnir nota eru óteljandi og það eru einnig ráðin til að koma auga á svindl. Með nýju átaki samtakanna gegn netglæpum sem ber heitið Taktu tvær viljum við kynna með eins einföldum hætti og hægt er helstu leiðir fyrir fólk til að vara sig á netglæpum. Við bendum á að tvær mínútur til eða frá í dagsins amstri skipta ekki öllu. Mun mikilvægara er að gefa ekki upp viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að misnota eða greiða fyrir vöru sem aldrei kemur. Fyrsta og mikilvægasta vörnin gegn þessum glæpum er hjá okkur sjálfum. Það er ekki auðvelt að breyta hegðun sinni, en það eitt að taka sér örfáar mínútur og athuga hver er að senda skilaboð, hverjum er verið að greiða, hvort netslóðin eða netfangið líti sérkennilega út og þar fram eftir götunum getur skipt sköpum. Að þessu sögðu er vert að benda á að öryggisstjórar og aðrir tæknimenn hjá bönkum, greiðslumiðlunum, opinberum stofnunum, lögreglunni og einkaaðilum vinna mikið og gott starf í baráttunni við netglæpi. Viðbragstími þeirra er oftast góður og mikil þekking til staðar til að lágmarka skaðann sem netglæpamenn geta valdið. Mikilvægt er að einkaaðilar og hið opinbera haldi áfram opnu samtali og skiptist á upplýsingum með að markmiði að bæta varnir gegn þessum vágesti. Ekki síst krefst þessi flókna og síbreytilega tegund glæpa þess að hugsað sé út fyrir kassann þegar hugað er að bestu framkvæmd viðbragða. Það þurfa allir að hafa augun hjá sér og taka þann tíma sem þarf til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Við bendum fólki á að skoða heimasíðu verkefnisins á taktutvær.is, kynna sér aðferðir netglæpamanna og hvað er hægt að gera til að lágmarka áhættuna á að lenda í þeim. Verum vakandi og vörumst netglæpi. Hvetjum alla til að kynna sér efnið á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun