„Guðfaðir glímunnar“ sem kenndi bæði Bruce Lee og Chuck Norris er allur Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 23:38 Gene LeBell ásamt Sylvester Stallone við gerð myndarinnar Lock Up frá 1989 Skjáskot Áhættuleikarinn og júdómeistarinn Gene LeBell, sem var gjarnan kallaður „Guðfaðir glímunnar“ og kenndi bæði Chuck Norris og Bruce Lee, er látinn 89 ára að aldri. Ásamt því að keppa í júdói og bandarískri glímu lék LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund myndum. Kellie Cunningham, fjárhaldsmaður og viðskiptastjóri LeBell, greindi The Hollywood Reporter frá því að LeBell hefði látist í svefni á þriðjudagsmorgun. Gene LeBell fæddist 1932 í Los Angeles. Hann fór ungur til Japan að læra júdó en áhugann á bardagaíþróttum þurfti hann ekki að sækja langt af því móðir hans, Aileen Eaton, vann sem mótshaldari hnefaleikabardaga. Hún var jafnframt fyrsta konan sem hlaut inngöngu inn í Alþjóðlega frægðarhöll hnefaleika. Eftir að LeBell sneri aftur til Bandaríkjanna vann hann tvo Bandaríkjatitla í júdói árin 1954 og 1955 áður en hann sneri sér að atvinnuglímu þar sem hann naut mikilla vinsælda. LeBell tók einnig þátt í fyrsta sjónvarpaða MMA-bardaganum árið 1963 þegar hann barðist við og sigraði Milo Savage í Salt Lake City. „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu“ Samhliða því að keppa og reka NWA Hoolywood Wrestling, Los Angeles-umdæmi bandaríska glímusambandsins, frá 1968 til 1982 vann LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund kvikmyndum, frá sjötta áratugnum fram á annan áratug þessarar aldar. Hann sagði sjálfur „hver einasta stjarna í Hollywood lúskraði á mér.“ En þar á meðal má nefna stjörnur á borð við John Wayne, Elvis Presley, Gene Hackman og Burt Reynolds. Þá sagði hann einnig „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu.“ View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) En LeBell kenndi líka fjölda fólks glímubrögð sín og uppgjafartök og þjálfaði hann meðal annars MMA-bardagakonuna Rondu Rousey, hinn eitilharða Chuck Norris og karatekappanum Bruce Lee. Fræg kynni LeBell af Bruce Lee þar sem hann yfirbugaði bardagakappann urðu meðal annars innblástur að Cliff Booth, persónu Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood eftir Tarantino. Þá er önnur fræg saga til af LeBell þegar hann var að vinna að gerð myndarinnar Out For Justice með Steven Seagal árið 1991. Seagal á þar að hafa sagt við LeBell að sökum aikido-þjálfunar sinnar gæti enginn gert hann meðvitundarlausan með glímutaki. LeBell lét á það reyna og tók Seagal hálstaki með þeim afleiðingum að það leið yfir Seagal og hann kúkaði á sig. Andlát MMA Júdó Hollywood Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Kellie Cunningham, fjárhaldsmaður og viðskiptastjóri LeBell, greindi The Hollywood Reporter frá því að LeBell hefði látist í svefni á þriðjudagsmorgun. Gene LeBell fæddist 1932 í Los Angeles. Hann fór ungur til Japan að læra júdó en áhugann á bardagaíþróttum þurfti hann ekki að sækja langt af því móðir hans, Aileen Eaton, vann sem mótshaldari hnefaleikabardaga. Hún var jafnframt fyrsta konan sem hlaut inngöngu inn í Alþjóðlega frægðarhöll hnefaleika. Eftir að LeBell sneri aftur til Bandaríkjanna vann hann tvo Bandaríkjatitla í júdói árin 1954 og 1955 áður en hann sneri sér að atvinnuglímu þar sem hann naut mikilla vinsælda. LeBell tók einnig þátt í fyrsta sjónvarpaða MMA-bardaganum árið 1963 þegar hann barðist við og sigraði Milo Savage í Salt Lake City. „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu“ Samhliða því að keppa og reka NWA Hoolywood Wrestling, Los Angeles-umdæmi bandaríska glímusambandsins, frá 1968 til 1982 vann LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund kvikmyndum, frá sjötta áratugnum fram á annan áratug þessarar aldar. Hann sagði sjálfur „hver einasta stjarna í Hollywood lúskraði á mér.“ En þar á meðal má nefna stjörnur á borð við John Wayne, Elvis Presley, Gene Hackman og Burt Reynolds. Þá sagði hann einnig „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu.“ View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) En LeBell kenndi líka fjölda fólks glímubrögð sín og uppgjafartök og þjálfaði hann meðal annars MMA-bardagakonuna Rondu Rousey, hinn eitilharða Chuck Norris og karatekappanum Bruce Lee. Fræg kynni LeBell af Bruce Lee þar sem hann yfirbugaði bardagakappann urðu meðal annars innblástur að Cliff Booth, persónu Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood eftir Tarantino. Þá er önnur fræg saga til af LeBell þegar hann var að vinna að gerð myndarinnar Out For Justice með Steven Seagal árið 1991. Seagal á þar að hafa sagt við LeBell að sökum aikido-þjálfunar sinnar gæti enginn gert hann meðvitundarlausan með glímutaki. LeBell lét á það reyna og tók Seagal hálstaki með þeim afleiðingum að það leið yfir Seagal og hann kúkaði á sig.
Andlát MMA Júdó Hollywood Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira