Lestur barna er á ábyrgð foreldra Guðrún Kjartansdóttir skrifar 11. ágúst 2022 15:00 Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra. Foreldrum er skylt að láta börnin sín lesa heima. Það eru fyrst og fremst foreldrar sem geta stuðlað að aukinni lestrargetu barna sinna. Ég mæli með að foreldrar fari með börnin sín á hverfisbókasafnið og finni bækur sem vekja áhuga hjá börnunum. Skjánotkun barna er á ábyrgð foreldra og það er ekkert nýtt á nálinni að börn eyða oft á tíðum of miklum tíma fyrir framan skjáinn. Ég tel að það hafi áhrif á lestrarhæfni nemenda við lok grunnskólagöngu. Strákar eyða almennt miklum tíma í tölvuleiki og stelpur í samfélagsmiðla á unglingsárum. Tíma sem hægt er að verja við að lesa bækur. Hér áður fyrr voru börn ekki með aðgengi að snjallsímum og tölvum og eyddu frítíma sínum í lestur. Því miður er það ekki raunin í íslensku samfélagi í dag. Eins og áður hefur komið fram þá er ábyrgðin ekki öll hjá kennurum barnanna, heldur bera foreldrar ábyrgð á lestrinum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef börnin sjá foreldra sína lesa bækur þá getur það stuðlað að auknum lestri þeirra. En raunin er sú að foreldrar horfa mikið á skjáinn á símanum sínum og þá finnst börnunum það sjálfsagt mál að nýta tímann sinn í....niðursokkin í skjáinn. Bækur eru ekki geymdar í bókahillum í eins miklu magni og var hér áður fyrr. Núna eru bækur notaðar sem skrautmunir á heimilum. Ég mæli með að bækur séu í geymdar þannig að þær séu aðgengilegar fyrir börnin. Foreldrar – verið góðar fyrirmyndir og stuðlið að auknum lestri barna ykkar. Það að vera læs við lok grunnskóla er aðalfarvegur frekara náms. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra. Foreldrum er skylt að láta börnin sín lesa heima. Það eru fyrst og fremst foreldrar sem geta stuðlað að aukinni lestrargetu barna sinna. Ég mæli með að foreldrar fari með börnin sín á hverfisbókasafnið og finni bækur sem vekja áhuga hjá börnunum. Skjánotkun barna er á ábyrgð foreldra og það er ekkert nýtt á nálinni að börn eyða oft á tíðum of miklum tíma fyrir framan skjáinn. Ég tel að það hafi áhrif á lestrarhæfni nemenda við lok grunnskólagöngu. Strákar eyða almennt miklum tíma í tölvuleiki og stelpur í samfélagsmiðla á unglingsárum. Tíma sem hægt er að verja við að lesa bækur. Hér áður fyrr voru börn ekki með aðgengi að snjallsímum og tölvum og eyddu frítíma sínum í lestur. Því miður er það ekki raunin í íslensku samfélagi í dag. Eins og áður hefur komið fram þá er ábyrgðin ekki öll hjá kennurum barnanna, heldur bera foreldrar ábyrgð á lestrinum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef börnin sjá foreldra sína lesa bækur þá getur það stuðlað að auknum lestri þeirra. En raunin er sú að foreldrar horfa mikið á skjáinn á símanum sínum og þá finnst börnunum það sjálfsagt mál að nýta tímann sinn í....niðursokkin í skjáinn. Bækur eru ekki geymdar í bókahillum í eins miklu magni og var hér áður fyrr. Núna eru bækur notaðar sem skrautmunir á heimilum. Ég mæli með að bækur séu í geymdar þannig að þær séu aðgengilegar fyrir börnin. Foreldrar – verið góðar fyrirmyndir og stuðlið að auknum lestri barna ykkar. Það að vera læs við lok grunnskóla er aðalfarvegur frekara náms. Höfundur er grunnskólakennari.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun