Við hefjum leik á ISPS Handa World Invitational mótinu á DP World Tour klukkan 13:30 á Stöð 2 Sport 4 áður en FedEx St. Jude Championship tekur við glfkeflinu á Stöð 2 Golf klukkan 17:00.
Þá eru fjórir leikir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, á dagskrá í dag. Klukkan 16:20 mætast AC Milan og Udinese annars vegar og Sampdoria og Atalanta hins vegar. Leikur AC Milan og Udinese verður sýndur á Stöð 2 Sport 2, en leikur Sampdoria og Atalanta á Stöð 2 Sport 3.
Seinni tveir leikir dagsins í ítalska boltanum hefjast svo klukkan 18:35 þegar Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce taka á móti Inter á Stöð 2 sport 2 og Torino heimsækir Monza á Stöð 2 Sport 3.