Keyptu Mané dýrum dómum en táningurinn stelur fyrirsögnunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 12:31 Jamal Musiala fagnar marki og Sadio Mané fylgir með í humátt. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Þegar Sadio Mané gekk í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München í sumar var talið að hann yrði ein af stjörnum liðsins. Þó hann sé án efa með betri leikmönnum liðsins og í Þýskalandi yfir höfuð þá hefur annar leikmaður Bayern stolið fyrirsögnunum í upphafi móts, sá heitir Jamal Musiala og er aðeins 19 ára gamall. Eftir að valta yfir Eintracht Frankfurt 6-1 í fyrstu umferð þá kom Wolfsburg í heimsókn á Allianz-völlinn í München á sunnudag. Sigurinn var öllu minni en fór það svo að Bæjarar unnu sannfærandi 2-0 sigur þar sem nær allir leikmenn liðsins spiluðu vel, Musiala stóð hins vegar upp úr. Jamal Musiala's start to the season 1 goal, 1 assist vs. Leipzig (Super Cup)2 goals vs. Frankfurt1 goal vs. WolfsburgHis magic is coming to the Champions League pic.twitter.com/h8PHKdqvSA— DAZN Canada (@DAZN_CA) August 14, 2022 „Við verum mjög sveigjanlegir og skiptum reglulega um stöður. Við höfum gríðarlega stjórn ofarlega á vellinum, við komum oft við boltann og getum hlaupið inn fyrir, það er gaman að leika frammi.“ „Það gengur rosalega vel hjá okkur um þessar mundir. Við erum að spila mjög vel, líkt og við æfum. Við erum að reyna koma sömu orku og leikstíl á völlinn,“ sagði Musiala eftir leik en hann skoraði annað marka Bayern á meðan Thomas Müller gerði hitt. JAMAL MUSIALA IS TOO STRONG pic.twitter.com/bwE7xuOOtS— ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2022 Það virðist fara tvennum sögum af hvaða leikkerfi Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, stillti upp í leiknum en annað hvort var um mjög sókndjarft 4-4-2 að ræða eða þá hefðbundnara 4-2-3-1 leikkerfi. Það er ef til vill alger óþarfi að pæla í leikkerfum þar sem þau eru flæðandi og breytileg á meðan leik stendur. Ef skoðað er hvar á vellinum leikmenn Bayern voru er þeir fengu boltann kemur í ljós að liðið var að spila einhverskonar útgáfu af 4-2-4 eða jafnvel 2-4-4. Musiala leikur í treyju númer 42.WhoScored Hinn 19 ára gamli Musiala er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayern og sýnir það mikilvægi hans að Leroy Sané hóf leikinn gegn Wolfsburg á bekknum. Musiala er einnig í miklu uppáhaldi hjá Hansa Flick, landsliðsþjálfara Þýskalands, en hann þjálfaði Bayern með góðum árangri þar á undan. Það má því búast við að Musiala fái næg tækifæri til að stela fyrirsögnunum áfram í vetur, bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeild Evrópu og að öllum líkindum á HM sem fram fer í nóvember og desember í Katar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Eftir að valta yfir Eintracht Frankfurt 6-1 í fyrstu umferð þá kom Wolfsburg í heimsókn á Allianz-völlinn í München á sunnudag. Sigurinn var öllu minni en fór það svo að Bæjarar unnu sannfærandi 2-0 sigur þar sem nær allir leikmenn liðsins spiluðu vel, Musiala stóð hins vegar upp úr. Jamal Musiala's start to the season 1 goal, 1 assist vs. Leipzig (Super Cup)2 goals vs. Frankfurt1 goal vs. WolfsburgHis magic is coming to the Champions League pic.twitter.com/h8PHKdqvSA— DAZN Canada (@DAZN_CA) August 14, 2022 „Við verum mjög sveigjanlegir og skiptum reglulega um stöður. Við höfum gríðarlega stjórn ofarlega á vellinum, við komum oft við boltann og getum hlaupið inn fyrir, það er gaman að leika frammi.“ „Það gengur rosalega vel hjá okkur um þessar mundir. Við erum að spila mjög vel, líkt og við æfum. Við erum að reyna koma sömu orku og leikstíl á völlinn,“ sagði Musiala eftir leik en hann skoraði annað marka Bayern á meðan Thomas Müller gerði hitt. JAMAL MUSIALA IS TOO STRONG pic.twitter.com/bwE7xuOOtS— ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2022 Það virðist fara tvennum sögum af hvaða leikkerfi Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, stillti upp í leiknum en annað hvort var um mjög sókndjarft 4-4-2 að ræða eða þá hefðbundnara 4-2-3-1 leikkerfi. Það er ef til vill alger óþarfi að pæla í leikkerfum þar sem þau eru flæðandi og breytileg á meðan leik stendur. Ef skoðað er hvar á vellinum leikmenn Bayern voru er þeir fengu boltann kemur í ljós að liðið var að spila einhverskonar útgáfu af 4-2-4 eða jafnvel 2-4-4. Musiala leikur í treyju númer 42.WhoScored Hinn 19 ára gamli Musiala er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayern og sýnir það mikilvægi hans að Leroy Sané hóf leikinn gegn Wolfsburg á bekknum. Musiala er einnig í miklu uppáhaldi hjá Hansa Flick, landsliðsþjálfara Þýskalands, en hann þjálfaði Bayern með góðum árangri þar á undan. Það má því búast við að Musiala fái næg tækifæri til að stela fyrirsögnunum áfram í vetur, bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeild Evrópu og að öllum líkindum á HM sem fram fer í nóvember og desember í Katar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira