Hver er vandinn? Haraldur Freyr Gíslason skrifar 16. ágúst 2022 10:01 Leikskólamál voru kosningamál síðastliðið vor og flestir flokkar ætluðu sér að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs. Fáir höfðu raunverulegar hugmyndir um það hvernig fara mætti að því og enn færri lögðu fram tillögur sem myndu ráðast að rót vandans, sem er að fjölga leikskólakennurum. Ef sá vandi er ekki leystur munu allar tilraunir til að stækka leikskólakerfið, til dæmis með því að taka inn yngri börn, draga úr gæðum leikskólastarfs og hafa alvarleg áhrif á starfsumhverfi leikskólakennara. Þá er þeirri spurningu yfirleitt ósvarað hvernig farsæld mjög ungra barna sé best tryggð í þeirri brúarsmíði milli fæðingarorlofs og leikskóla sem samfélagið og stjórnmálamenn eru ákaflega áhugasamir um. Í hversu margar klukkustundir á dag er gott fyrir eins árs gömul börn að dvelja í leikskóla? Er það endilega betri fjárfesting fyrir samfélagið að auka dvalartíma ungra barna í leikskólum en að lengja fæðingarorlof upp í tvö ár? Hvernig væri til dæmis að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu leikskólastarfi þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast? Um slíkar hugmyndir er sáralítið rætt og hlýtur það að vekja furðu í ljósi þess hve mikill áhugi er á leikskólamálum, sérstaklega rétt fyrir kosningar. Það skyldi þó ekki vera að umræða brúarsmiðanna um þessi mál snúist í of miklum mæli um annað en hagsmuni barna? Börn eru viðkvæmur hópur í samfélaginu og slíkir hópar geta gjarnan orðið undir þegar tekist er á um hagsmuni. Það er til dæmis mjög afhjúpandi hve samfélag, sem hugfangið hefur verið af styttingu vinnuviku fullorðinna síðustu misseri, gefur lítinn gaum að styttingu skólavikunnar. Það er einmitt vegna hinnar viðkvæmu stöðu barna í skólakerfinu að við bindum réttindi og skyldur barna í lög. Meðal annars lög um skóla og skólastarf. Í tilfelli leikskólans eru það lög númer 90/2008. Af lestri laganna er ljóst að hlutverk leikskóla er að tryggja börnum gæða menntun, uppeldi og umönnun sem tekur mið af aldri barnanna og þroska. Er það gert í gegnum leikinn, sem er námsleið leikskólans. Þrátt fyrir hugmyndir ýmissa um annað er „þjónustuhlutverk“ leikskóla ekki annað en nákvæmlega þetta. Leikskólinn er fyrsta skólastigið samkvæmt lögum þó svo að ekki sé um skólaskyldu að ræða. Hann er samt ekki lögum samkvæmt skylduverkefni sveitarfélaga þótt auðvitað hvarfli ekki að neinum að setjast að í sveitarfélagi sem ekki rekur leikskóla. Börn, eða foreldrar fyrir hönd barna sinna, hafa þó engan skilgreindan rétt í lögum á leikskólakennslu. Ef slíkur réttur ætti að vera til staðar þyrfti leikskólinn samkvæmt lögum að vera skylduverkefni sveitarfélaganna. Í dag fellur allur kostnaður við rekstur leikskóla á sveitarfélögin. Það er ekki sanngjarnt. Kerfið er að mörgu leyti vanfjármagnað. Ef leikskólinn á að verða að skylduverkefni þarf ríkið að styðja við sveitarfélögin hvað fjármögnum varðar. Tryggja þyrfti að fjármagnið skili sér í þá þætti sem mestu skiptir. Það vantar 1500 leikskólakennara Íslendingar eru stoltir af leikskólunum sínum. Löggjöfin um leikskólastarf er merkileg og rammar inn mannréttindi barna með hætti sem er öfundsverður.Víða um heim er horft til Íslands sem fyrirmyndar í þessum efnum bæði er varðar stefnumörkun og löggjöf. Eins og á mörgum sviðum öðrum hefur framkvæmd stefnunnar ekki endilega verið okkur til sama sóma og stefnumörkunin sjálf. Þannig eiga tveir þriðju hlutar starfsfólks, sem sinnir menntun og uppeldi leikskólabarna, að vera leikskólakennarar (um þetta má lesa í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara nr. 95/2019). Árið 1998 störfuðu 926 leikskólakennarar á Íslandi og voru þeir þá 29% af starfsmönnum leikskóla. Síðan þá hefur verið gert stórátak í að fjölga leikskólakennurum sem leiddi af sér að árið 2019 störfuðu 1.585 leikskólakennarar hérlendis. Í tvo áratugi hefur því ekki aðeins tekist að tryggja nýliðun í leikskólakennarastéttinni heldur hefur stéttin vaxið hraðar en flestar aðrar stéttir. Það segir þó ekki alla söguna því árið 2019 höfðu íslenskir leikskólar fjarlægst hina lagalegu kröfu um lágmarkshlutfall leikskólakennara í stað þess að nálgast hana. Hlutfallið var þá 28% í leikskólum sem reknir eru af sveitarfélögum og aðeins 19% í einkareknum leikskólum. Það er okkur ekki til sóma. Vöxtur leikskólastigsins hefur verið langt umfram efni og gæði. Því hefur verið leyft að vaxa á slíkum hraða að fjölgun leikskólakennara hefur ekki getað fylgt eftir þrátt fyrir að vera töluverð. Afleiðingin er sú að börn njóta ekki nema að litlu leyti menntunar undir handleiðslu leikskólakennara líkt og lögin kveða á um. Leikskólakennarar eru brúarstólpar í starfi skólanna. Þú brúar ekkert bil án stólpa. Of hraður vöxtur leikskólastigsins er meginorsök þess að ekki hefur tekist að fjölga leikskólakennurum hlutfallslega síðustu áratugi. Það er ekki að óbreyttu hægt að halda í slíkan vöxt. Sveitarfélögin þurfa að fara að taka þessi varnaðarorð alvarlega og ræða um þessi mál af meiri dýpt og skilningi. Sérstaklega þarf að hugleiða þátt þeirrar hneigðar að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og –kennara. Það eru engar töfra- eða skyndilausnir til. Jákvæð teikn á lofti Það eru mjög jákvæð teikn á lofti varðandi fjölgun leikskólakennara. Samkvæmt tölum frá HÍ hefur verið umtalsverð fjölgun í leikskólakennaranáminu undanfarin ár og mjög stór hópur útskrifaðist nú í vor. Slíkur árangur næst ekki í tómarúmi heldur er afrakstur markvissrar vinnu og margra samhangandi þátta. Sem dæmi hafa samningsaðilar unnið markvisst að því að bæta laun og starfsaðstæður. Styrkir til náms hafa verið efldir sem og tækifæri til að stunda nám meðfram starfi og fleira. Það eru síðan stór verkefni framundan í vinnu við betri vinnutíma í leikskólum sem og jöfnun launa á milli markaða. Öll þessi skref miðast að því að fjölga leikskólakennurum sem er forsenda fyrir því að geta boðið börnum upp á gæðamenntun í leikskólum. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Haraldur F. Gíslason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólamál voru kosningamál síðastliðið vor og flestir flokkar ætluðu sér að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs. Fáir höfðu raunverulegar hugmyndir um það hvernig fara mætti að því og enn færri lögðu fram tillögur sem myndu ráðast að rót vandans, sem er að fjölga leikskólakennurum. Ef sá vandi er ekki leystur munu allar tilraunir til að stækka leikskólakerfið, til dæmis með því að taka inn yngri börn, draga úr gæðum leikskólastarfs og hafa alvarleg áhrif á starfsumhverfi leikskólakennara. Þá er þeirri spurningu yfirleitt ósvarað hvernig farsæld mjög ungra barna sé best tryggð í þeirri brúarsmíði milli fæðingarorlofs og leikskóla sem samfélagið og stjórnmálamenn eru ákaflega áhugasamir um. Í hversu margar klukkustundir á dag er gott fyrir eins árs gömul börn að dvelja í leikskóla? Er það endilega betri fjárfesting fyrir samfélagið að auka dvalartíma ungra barna í leikskólum en að lengja fæðingarorlof upp í tvö ár? Hvernig væri til dæmis að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu leikskólastarfi þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast? Um slíkar hugmyndir er sáralítið rætt og hlýtur það að vekja furðu í ljósi þess hve mikill áhugi er á leikskólamálum, sérstaklega rétt fyrir kosningar. Það skyldi þó ekki vera að umræða brúarsmiðanna um þessi mál snúist í of miklum mæli um annað en hagsmuni barna? Börn eru viðkvæmur hópur í samfélaginu og slíkir hópar geta gjarnan orðið undir þegar tekist er á um hagsmuni. Það er til dæmis mjög afhjúpandi hve samfélag, sem hugfangið hefur verið af styttingu vinnuviku fullorðinna síðustu misseri, gefur lítinn gaum að styttingu skólavikunnar. Það er einmitt vegna hinnar viðkvæmu stöðu barna í skólakerfinu að við bindum réttindi og skyldur barna í lög. Meðal annars lög um skóla og skólastarf. Í tilfelli leikskólans eru það lög númer 90/2008. Af lestri laganna er ljóst að hlutverk leikskóla er að tryggja börnum gæða menntun, uppeldi og umönnun sem tekur mið af aldri barnanna og þroska. Er það gert í gegnum leikinn, sem er námsleið leikskólans. Þrátt fyrir hugmyndir ýmissa um annað er „þjónustuhlutverk“ leikskóla ekki annað en nákvæmlega þetta. Leikskólinn er fyrsta skólastigið samkvæmt lögum þó svo að ekki sé um skólaskyldu að ræða. Hann er samt ekki lögum samkvæmt skylduverkefni sveitarfélaga þótt auðvitað hvarfli ekki að neinum að setjast að í sveitarfélagi sem ekki rekur leikskóla. Börn, eða foreldrar fyrir hönd barna sinna, hafa þó engan skilgreindan rétt í lögum á leikskólakennslu. Ef slíkur réttur ætti að vera til staðar þyrfti leikskólinn samkvæmt lögum að vera skylduverkefni sveitarfélaganna. Í dag fellur allur kostnaður við rekstur leikskóla á sveitarfélögin. Það er ekki sanngjarnt. Kerfið er að mörgu leyti vanfjármagnað. Ef leikskólinn á að verða að skylduverkefni þarf ríkið að styðja við sveitarfélögin hvað fjármögnum varðar. Tryggja þyrfti að fjármagnið skili sér í þá þætti sem mestu skiptir. Það vantar 1500 leikskólakennara Íslendingar eru stoltir af leikskólunum sínum. Löggjöfin um leikskólastarf er merkileg og rammar inn mannréttindi barna með hætti sem er öfundsverður.Víða um heim er horft til Íslands sem fyrirmyndar í þessum efnum bæði er varðar stefnumörkun og löggjöf. Eins og á mörgum sviðum öðrum hefur framkvæmd stefnunnar ekki endilega verið okkur til sama sóma og stefnumörkunin sjálf. Þannig eiga tveir þriðju hlutar starfsfólks, sem sinnir menntun og uppeldi leikskólabarna, að vera leikskólakennarar (um þetta má lesa í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara nr. 95/2019). Árið 1998 störfuðu 926 leikskólakennarar á Íslandi og voru þeir þá 29% af starfsmönnum leikskóla. Síðan þá hefur verið gert stórátak í að fjölga leikskólakennurum sem leiddi af sér að árið 2019 störfuðu 1.585 leikskólakennarar hérlendis. Í tvo áratugi hefur því ekki aðeins tekist að tryggja nýliðun í leikskólakennarastéttinni heldur hefur stéttin vaxið hraðar en flestar aðrar stéttir. Það segir þó ekki alla söguna því árið 2019 höfðu íslenskir leikskólar fjarlægst hina lagalegu kröfu um lágmarkshlutfall leikskólakennara í stað þess að nálgast hana. Hlutfallið var þá 28% í leikskólum sem reknir eru af sveitarfélögum og aðeins 19% í einkareknum leikskólum. Það er okkur ekki til sóma. Vöxtur leikskólastigsins hefur verið langt umfram efni og gæði. Því hefur verið leyft að vaxa á slíkum hraða að fjölgun leikskólakennara hefur ekki getað fylgt eftir þrátt fyrir að vera töluverð. Afleiðingin er sú að börn njóta ekki nema að litlu leyti menntunar undir handleiðslu leikskólakennara líkt og lögin kveða á um. Leikskólakennarar eru brúarstólpar í starfi skólanna. Þú brúar ekkert bil án stólpa. Of hraður vöxtur leikskólastigsins er meginorsök þess að ekki hefur tekist að fjölga leikskólakennurum hlutfallslega síðustu áratugi. Það er ekki að óbreyttu hægt að halda í slíkan vöxt. Sveitarfélögin þurfa að fara að taka þessi varnaðarorð alvarlega og ræða um þessi mál af meiri dýpt og skilningi. Sérstaklega þarf að hugleiða þátt þeirrar hneigðar að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og –kennara. Það eru engar töfra- eða skyndilausnir til. Jákvæð teikn á lofti Það eru mjög jákvæð teikn á lofti varðandi fjölgun leikskólakennara. Samkvæmt tölum frá HÍ hefur verið umtalsverð fjölgun í leikskólakennaranáminu undanfarin ár og mjög stór hópur útskrifaðist nú í vor. Slíkur árangur næst ekki í tómarúmi heldur er afrakstur markvissrar vinnu og margra samhangandi þátta. Sem dæmi hafa samningsaðilar unnið markvisst að því að bæta laun og starfsaðstæður. Styrkir til náms hafa verið efldir sem og tækifæri til að stunda nám meðfram starfi og fleira. Það eru síðan stór verkefni framundan í vinnu við betri vinnutíma í leikskólum sem og jöfnun launa á milli markaða. Öll þessi skref miðast að því að fjölga leikskólakennurum sem er forsenda fyrir því að geta boðið börnum upp á gæðamenntun í leikskólum. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar