Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-1 ÍBV | Þróttur upp í þriðja sæti eftir stórsigur á ÍBV Atli Arason skrifar 16. ágúst 2022 19:50 Þróttur er á flugi í Bestu-deild kvenna. Vísir/Diego Þróttur Reykjavík átti ekki í miklum erfiðleikum með ÍBV í 13. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Þróttur lék á alls oddi og vann fjögurra marka stórsigur, 5-1, þar sem Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fór á kostum. Eyjakonur byrjuðu leikinn þó örlítið betur og áttu tvö ágætis marktækifæri sem fóru forgörðum. Þrátt fyrir fína byrjun gestanna þá var það Þróttur sem komst í forskot á 11. mínútu með fyrstu alvöru marktilraun sinni. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fékk þá knöttinn ekki svo langt frá miðlínunni og átti frábæra stungusendingu sem sprengdi upp vörn ÍBV og Andrea Rut Bjarnadóttír slapp ein í gegn og kláraði færið sitt snyrtilega í fjærhornið framhjá Auði Scheving í marki ÍBV. Heimakonur voru þó ekki lengi með forystuna því á 18. mínútu jöfnuðu gestirnir metin og var þar að verki Sandra Voitane eftir góða sendingu Madison Wolfbauer. Þetta mark Eyjakvenna var í raun það síðasta markverða sem ÍBV gerði því Þróttarar tóku öll völd á leiknum og sýndu yfirburði sína það sem eftir lifði leiks. Á 35. mínútu skoruðu heimakonur frábært mark þar sem boltinn gékk nánast alla leikmanna á milli en Danielle Marcano kom knettinum að lokum í netið eftir stórglæsilega stungusendingu Kötlu Tryggvadóttur. Tíu mínútum síðar var Marcano búin að skora annað mark sitt í leiknum og það eftir óaðfinnanlegan undirbúning Ólafar Sigríðar af hægri væng þar sem enginn leikmaður ÍBV náði boltanum af henni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það var svo Ólöf sjálf sem sá um að skora fjórða mark Þróttar. Katla Tryggva fer þá illa með varnarmenn ÍBV áður en hún gaf fyrirsendingu sem Ólöf skallaði í netið á 68. mínútu. Tveimur mínútum síðar var staðan orðinn 5-1 og aftur var það Ólöf sem spilaði stórt hlutverk. Ólöf var þá með knöttinn fyrir utan vítateig ÍBV og átti skot sem fer af stönginni á marki ÍBV með smá viðkomu í Auði. Freyja Karín var fyrst að átta sig og nær að tækla knöttinn yfir marklínuna og gullgtryggja fjögurra marka sigur Þróttar. Afhverju vann Þróttur? Heimakonur fundu pláss og bjuggu til pláss allstaðar á vellinum, þær náðu að opna ÍBV þegar þær þurftu þess. Skipulag og upplegg Þróttar í dag var til fyrirmyndar. Hverjar stóðu upp úr? Það mætti nefna nokkra Þróttara hér en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var svo góð í þessum leik að hún á skilið að eiga sviðið ein undir þessum lið. Ólöf skoraði eitt mark og bjó til önnur þrjú. Hvað gerist næst? Þróttur fer norður til Akureyrar í næsta þriðjudag þar sem þær leika við Þór/KA. ÍBV fær pásu í næstu umferð þar sem leik þeirra við Breiðablik var frestað. Næsti leikur ÍBV er því einnig fyrir norðan gegn Þór/KA, laugardaginn 10. september. „Hefði getað gert 11 skiptingar í hálfleik“ Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, varð fyrir vonbrigðum.Bára Dröfn Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var langt því frá að vera sáttur við frammistöðu síns liðs í kvöld þegar leitast var eftir viðbrögðum hans eftir leik. „Ég er mjög vonsvikinn, við vorum ekki sjálfum okkar líkar í dag. Fyrri hálfleikurinn var svo slakur að ég hefði getað gert 11 skiptingar í hálfleik. Við verðum að fara í naflaskoðun því við verðum að sýna meiri karakter en þetta þegar á móti blæs,“ sagði Glenn í viðtali við Vísi. „Við vissum að þær eru með öfluga sóknarmenn og við vissum að þær hlaupa mikið aftur fyrir vörnina. Markmiðið okkar var að stöðva það með réttum viðbrögðum og pressu en við gerðum ekkert af því sem var lagt upp með.“ „þegar þú gefur leikmönnum eins og Þróttur er með tíma og pláss á miðjunni til að hlaupa á vörnina þá verður þetta alltaf erfitt.“ Framundan er löng pása hjá ÍBV en liðið leikur næst leikur liðsins er eftir 25 daga gegn Þór/KA. Glenn ætlar sér að nýta pásuna vel. „Hingað til hefur okkur gengið vel en dagurinn í dag var algjör undantekning. Við verðum um að þurka þessi vonbrigði af andliti okkar, halda áfram og undirbúa okkur vel fyrir næsta leik.“ „Áttum sigurinn fullkomlega skilið“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Hulda Margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, gat ekki leynt ánægju sinni eftir leikslok. „Ég er mjög ánægður. Við spiluðum rosalega vel í dag með boltann, án boltans áttum við nokkur vafasöm augnablik og sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þær jöfnuðu leikinn. Í síðari hálfleik þá löguðum við það sem vantaði upp á og þá leið okkur mjög vel inn á vellinum,“ sagði Chamberlain í samtali við Vísi áður en hann bætti við. „Við urðum að spila vel þar sem að ÍBV er með mjög vel skipulagt lið. Þær nýta öll mistök sem þú gefur þeim og refsa í skyndisókninni en við sprengdum þær upp í lausu plássin sem þær gáfu okkur á miðsvæðinu og áttum sigurinn fullkomlega skilið.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir spilaði frábærlega í leiknum en Chamerlain hrósaði henni í hásert. „það er frábært að vera búinn að endurheimta hana. Við söknuðum hennar á fyrri hluta leiktímabilsins þrátt fyrir að við vorum að sækja stig. Hún býður okkur upp á mun fleiri valkosti fram á við. Hún er hungruð og hún vill gera allt. Hún er að verða betri með hverjum deginum en hún er samt helling inni. Þegar hún nær marki og þremur stoðsendingum á degi þar sem hún á meira inni þá er bara von á góðu,“ svaraði Chamberlain aðspurður út í frammistöðu Ólafar í kvöld. Með sigrinum er Þróttur aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik í öðru sæti sem veitir þátttökurétt í Meistardeild Evrópu en Chamberlain ætlar ekki að fara frammúr sér því það er nóg eftir. „Við viljum bara gera betur en við gerðum á síðasta tímabili. Ef það skilar okkur í Evrópusæti þá er það frábært en við eigum marga erfiða leiki framundan og erum að eiga við mörg meiðsli hér og þar. Við munum bara halda áfram að safna stigum og sjá svo til hvar við stöndum. Akkurat núna er markmiðið þó bara að gera betur en á síðasta tímabili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík ÍBV
Þróttur Reykjavík átti ekki í miklum erfiðleikum með ÍBV í 13. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Þróttur lék á alls oddi og vann fjögurra marka stórsigur, 5-1, þar sem Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fór á kostum. Eyjakonur byrjuðu leikinn þó örlítið betur og áttu tvö ágætis marktækifæri sem fóru forgörðum. Þrátt fyrir fína byrjun gestanna þá var það Þróttur sem komst í forskot á 11. mínútu með fyrstu alvöru marktilraun sinni. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fékk þá knöttinn ekki svo langt frá miðlínunni og átti frábæra stungusendingu sem sprengdi upp vörn ÍBV og Andrea Rut Bjarnadóttír slapp ein í gegn og kláraði færið sitt snyrtilega í fjærhornið framhjá Auði Scheving í marki ÍBV. Heimakonur voru þó ekki lengi með forystuna því á 18. mínútu jöfnuðu gestirnir metin og var þar að verki Sandra Voitane eftir góða sendingu Madison Wolfbauer. Þetta mark Eyjakvenna var í raun það síðasta markverða sem ÍBV gerði því Þróttarar tóku öll völd á leiknum og sýndu yfirburði sína það sem eftir lifði leiks. Á 35. mínútu skoruðu heimakonur frábært mark þar sem boltinn gékk nánast alla leikmanna á milli en Danielle Marcano kom knettinum að lokum í netið eftir stórglæsilega stungusendingu Kötlu Tryggvadóttur. Tíu mínútum síðar var Marcano búin að skora annað mark sitt í leiknum og það eftir óaðfinnanlegan undirbúning Ólafar Sigríðar af hægri væng þar sem enginn leikmaður ÍBV náði boltanum af henni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það var svo Ólöf sjálf sem sá um að skora fjórða mark Þróttar. Katla Tryggva fer þá illa með varnarmenn ÍBV áður en hún gaf fyrirsendingu sem Ólöf skallaði í netið á 68. mínútu. Tveimur mínútum síðar var staðan orðinn 5-1 og aftur var það Ólöf sem spilaði stórt hlutverk. Ólöf var þá með knöttinn fyrir utan vítateig ÍBV og átti skot sem fer af stönginni á marki ÍBV með smá viðkomu í Auði. Freyja Karín var fyrst að átta sig og nær að tækla knöttinn yfir marklínuna og gullgtryggja fjögurra marka sigur Þróttar. Afhverju vann Þróttur? Heimakonur fundu pláss og bjuggu til pláss allstaðar á vellinum, þær náðu að opna ÍBV þegar þær þurftu þess. Skipulag og upplegg Þróttar í dag var til fyrirmyndar. Hverjar stóðu upp úr? Það mætti nefna nokkra Þróttara hér en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var svo góð í þessum leik að hún á skilið að eiga sviðið ein undir þessum lið. Ólöf skoraði eitt mark og bjó til önnur þrjú. Hvað gerist næst? Þróttur fer norður til Akureyrar í næsta þriðjudag þar sem þær leika við Þór/KA. ÍBV fær pásu í næstu umferð þar sem leik þeirra við Breiðablik var frestað. Næsti leikur ÍBV er því einnig fyrir norðan gegn Þór/KA, laugardaginn 10. september. „Hefði getað gert 11 skiptingar í hálfleik“ Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, varð fyrir vonbrigðum.Bára Dröfn Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var langt því frá að vera sáttur við frammistöðu síns liðs í kvöld þegar leitast var eftir viðbrögðum hans eftir leik. „Ég er mjög vonsvikinn, við vorum ekki sjálfum okkar líkar í dag. Fyrri hálfleikurinn var svo slakur að ég hefði getað gert 11 skiptingar í hálfleik. Við verðum að fara í naflaskoðun því við verðum að sýna meiri karakter en þetta þegar á móti blæs,“ sagði Glenn í viðtali við Vísi. „Við vissum að þær eru með öfluga sóknarmenn og við vissum að þær hlaupa mikið aftur fyrir vörnina. Markmiðið okkar var að stöðva það með réttum viðbrögðum og pressu en við gerðum ekkert af því sem var lagt upp með.“ „þegar þú gefur leikmönnum eins og Þróttur er með tíma og pláss á miðjunni til að hlaupa á vörnina þá verður þetta alltaf erfitt.“ Framundan er löng pása hjá ÍBV en liðið leikur næst leikur liðsins er eftir 25 daga gegn Þór/KA. Glenn ætlar sér að nýta pásuna vel. „Hingað til hefur okkur gengið vel en dagurinn í dag var algjör undantekning. Við verðum um að þurka þessi vonbrigði af andliti okkar, halda áfram og undirbúa okkur vel fyrir næsta leik.“ „Áttum sigurinn fullkomlega skilið“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Hulda Margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, gat ekki leynt ánægju sinni eftir leikslok. „Ég er mjög ánægður. Við spiluðum rosalega vel í dag með boltann, án boltans áttum við nokkur vafasöm augnablik og sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þær jöfnuðu leikinn. Í síðari hálfleik þá löguðum við það sem vantaði upp á og þá leið okkur mjög vel inn á vellinum,“ sagði Chamberlain í samtali við Vísi áður en hann bætti við. „Við urðum að spila vel þar sem að ÍBV er með mjög vel skipulagt lið. Þær nýta öll mistök sem þú gefur þeim og refsa í skyndisókninni en við sprengdum þær upp í lausu plássin sem þær gáfu okkur á miðsvæðinu og áttum sigurinn fullkomlega skilið.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir spilaði frábærlega í leiknum en Chamerlain hrósaði henni í hásert. „það er frábært að vera búinn að endurheimta hana. Við söknuðum hennar á fyrri hluta leiktímabilsins þrátt fyrir að við vorum að sækja stig. Hún býður okkur upp á mun fleiri valkosti fram á við. Hún er hungruð og hún vill gera allt. Hún er að verða betri með hverjum deginum en hún er samt helling inni. Þegar hún nær marki og þremur stoðsendingum á degi þar sem hún á meira inni þá er bara von á góðu,“ svaraði Chamberlain aðspurður út í frammistöðu Ólafar í kvöld. Með sigrinum er Þróttur aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik í öðru sæti sem veitir þátttökurétt í Meistardeild Evrópu en Chamberlain ætlar ekki að fara frammúr sér því það er nóg eftir. „Við viljum bara gera betur en við gerðum á síðasta tímabili. Ef það skilar okkur í Evrópusæti þá er það frábært en við eigum marga erfiða leiki framundan og erum að eiga við mörg meiðsli hér og þar. Við munum bara halda áfram að safna stigum og sjá svo til hvar við stöndum. Akkurat núna er markmiðið þó bara að gera betur en á síðasta tímabili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti