Opið bréf til Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 19:31 Gunnar, ég vona að þú getir svarað nokkrum spurningum. Ég er búin að vera búsett erlendis í áratugi og fylgist þar af leiðandi stopult með á Íslandi. Ég hef hins vegar rekið augun núna upp á síðkastið, í yfirlýsingar frá þér sem ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir. Þú telur eldgos á Reykjanesskaga vera tákn reiði guðs vegna samkynhneigðar, eða ef ég skil þetta rétt reiði guðs vegna orða biskupsritara um margvíslegar myndir guðs og að birtingarmynd okkar tíma væri Jesús sem samkynhneigður eða trans. Eldgos á Reykjanesskaga eða orð biskupsritara voru hvorugt sérstakt undrunarefni, men orð þín um reiði guðs gerðu mig ekki bara undrandi heldur fann ég fyrir einhverjum viðbjóði sem ég á erfitt með að lýsa. Ég eyði ekki tárum í svona, ég glotti frekar. Viðbjóðurinn kemur af að svona yfirlýsingar eru settar fram til að gera fólk hrætt. Að hræða fólk með guði hefur verið valdatæki í þúsundir ára. Hægt er að túlka orð þín þannig „ef þið hlustið ekki á mig og hagið ykkur eins og mér finnst að þið eigið að haga ykkur, verður guð reiður“. Hvaðan færð þú umboð fyrir svona valdbeitingu? Ert þú í beinu sambandi við guð og hvernig fer það samband fram? Segir hán þér eitthvað þegar þú sefur á nóttunni, eða er himnaríki nettengt svo þú getir talað við hán á Skype? Jesús boðaði kærleika gagnvart öllum manneskjum. Hann stoppaði lýðinn sem ætlaði að grýta vændiskonuna og sagði „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Barnabörnin mín eiga tvær mæður og þeirra upphaf er m.a. frá sæðisfrumum gefnum af sæðisgjafa. Jesús sagði „leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því þeirra er guðsríkið“. Barnabörnin mín eru saklaus, falleg og yndisleg, og enginn skal voga sér að líta á þau sem afrakstur syndar. Þau eiga góðar mæður og líður vel í góðri fjölskyldu. Það hafa engin eldgos verið í Noregi síðan þau fæddust. Samkynhneigð var bönnuð með lögum fram til 1972 (allavegana í Noregi), en það var eingöngu bannað hjá karlmönnum. Konur voru ekki taldar hafa kynhvöt. Ég hef aldrei fundið neitt í biblíunni um að Jesús hafi talað um samkynhneigð, en það er eitthvað í gamla testamentinu um að karlmenn megi ekki láta sæði sitt falla ónotað til jarðar. Það er líka í gamla testamentinu talað um þennan reiða guð sem Jesús virðist hafa mildað. Þetta með reiði guðs var sem sé úrelt og gamaldags fyrir tvö þúsund árum og svo tekur þú þetta upp. Það er reyndar vert að velta fyrir sér hvernig hægt er að ætlast til þess að sæði karlmanns fari alltaf í skaut konu. Ætli þeir sem skrifuðu þetta hafi haft margar konur til að skvetta úr sér þegar þeim var mál? Heldur þú að þeir hafi getað beðið eftir einni konu sem var alltaf barnshafandi eða að fæða barn? Varla hafa þeir sængað með sinni konu rétt á meðan hún fæddi barn. Kannski þeir hafi hjálpað sér sjálfir í laumi. Ísland varð til úr eldgosum og það löngu áður en mannskepnan varð til. Yfir hverju reiddist guð í upphafi? Enn og aftur, hvaðan kemur þitt umboð til að tilkynna íslenskri þjóð um reiði guðs? Vonast eftir svari. Höfundur er dósent í menntunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Hinsegin Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Gunnar, ég vona að þú getir svarað nokkrum spurningum. Ég er búin að vera búsett erlendis í áratugi og fylgist þar af leiðandi stopult með á Íslandi. Ég hef hins vegar rekið augun núna upp á síðkastið, í yfirlýsingar frá þér sem ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir. Þú telur eldgos á Reykjanesskaga vera tákn reiði guðs vegna samkynhneigðar, eða ef ég skil þetta rétt reiði guðs vegna orða biskupsritara um margvíslegar myndir guðs og að birtingarmynd okkar tíma væri Jesús sem samkynhneigður eða trans. Eldgos á Reykjanesskaga eða orð biskupsritara voru hvorugt sérstakt undrunarefni, men orð þín um reiði guðs gerðu mig ekki bara undrandi heldur fann ég fyrir einhverjum viðbjóði sem ég á erfitt með að lýsa. Ég eyði ekki tárum í svona, ég glotti frekar. Viðbjóðurinn kemur af að svona yfirlýsingar eru settar fram til að gera fólk hrætt. Að hræða fólk með guði hefur verið valdatæki í þúsundir ára. Hægt er að túlka orð þín þannig „ef þið hlustið ekki á mig og hagið ykkur eins og mér finnst að þið eigið að haga ykkur, verður guð reiður“. Hvaðan færð þú umboð fyrir svona valdbeitingu? Ert þú í beinu sambandi við guð og hvernig fer það samband fram? Segir hán þér eitthvað þegar þú sefur á nóttunni, eða er himnaríki nettengt svo þú getir talað við hán á Skype? Jesús boðaði kærleika gagnvart öllum manneskjum. Hann stoppaði lýðinn sem ætlaði að grýta vændiskonuna og sagði „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Barnabörnin mín eiga tvær mæður og þeirra upphaf er m.a. frá sæðisfrumum gefnum af sæðisgjafa. Jesús sagði „leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því þeirra er guðsríkið“. Barnabörnin mín eru saklaus, falleg og yndisleg, og enginn skal voga sér að líta á þau sem afrakstur syndar. Þau eiga góðar mæður og líður vel í góðri fjölskyldu. Það hafa engin eldgos verið í Noregi síðan þau fæddust. Samkynhneigð var bönnuð með lögum fram til 1972 (allavegana í Noregi), en það var eingöngu bannað hjá karlmönnum. Konur voru ekki taldar hafa kynhvöt. Ég hef aldrei fundið neitt í biblíunni um að Jesús hafi talað um samkynhneigð, en það er eitthvað í gamla testamentinu um að karlmenn megi ekki láta sæði sitt falla ónotað til jarðar. Það er líka í gamla testamentinu talað um þennan reiða guð sem Jesús virðist hafa mildað. Þetta með reiði guðs var sem sé úrelt og gamaldags fyrir tvö þúsund árum og svo tekur þú þetta upp. Það er reyndar vert að velta fyrir sér hvernig hægt er að ætlast til þess að sæði karlmanns fari alltaf í skaut konu. Ætli þeir sem skrifuðu þetta hafi haft margar konur til að skvetta úr sér þegar þeim var mál? Heldur þú að þeir hafi getað beðið eftir einni konu sem var alltaf barnshafandi eða að fæða barn? Varla hafa þeir sængað með sinni konu rétt á meðan hún fæddi barn. Kannski þeir hafi hjálpað sér sjálfir í laumi. Ísland varð til úr eldgosum og það löngu áður en mannskepnan varð til. Yfir hverju reiddist guð í upphafi? Enn og aftur, hvaðan kemur þitt umboð til að tilkynna íslenskri þjóð um reiði guðs? Vonast eftir svari. Höfundur er dósent í menntunarfræðum.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun