Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. ágúst 2022 07:00 Getty Images Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. Spænska dagblaðið El País hefur komist yfir minnisblað framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem sent hefur verið til utanríkiráðherra aðildarríkjanna, þar sem lýst er áhyggjum af því að ríki Evrópu séu að missa ítök sín í Suður-Ameríku. Það geti ógnað pólitísku og efnahagslegu jafnvægi og dregið úr möguleikum ríkjanna á hagstæðum viðskiptum á alls kyns hrávörum, til að mynda jarðefnaeldsneyti. ESB hefur vanrækt samband sitt við S-Ameríku Í skýrslunni er lýst miklum áhyggjum af auknum áhrifum Kína og Rússlands í álfunni, jafnt pólitískum sem efnahagslegum. Því hefur verið sett upp áætlun til að bæta ímynd sambandsins verulega á næsta ári, með fundum og umtalsverðri innspýtingu fjár í margskonar fjárfestingar. Alls er ráðgert að verja 8 milljörðum evra til verksins. Evrópusambandið viðurkennir að hafa vanrækt skyldur sínar og samband við Rómönsku Ameríku í hartnær áratug, til að mynda hefur enginn leiðtogafundur álfanna verið haldinn síðan 2015. Augu manna í Evrópu hafi í meira mæli beinst að málefnum Líbýu, Sýrlands og nú síðast Úkraínu. Nú er búið að setja leiðtogafund á dagskrá síðla næsta árs til að reyna að bæta úr vanrækslu síðustu ára. Kína hefur 26-faldað fjárfestingar sínar Á meðan hafi Kína dælt peningum inn í ríki Suður-Ameríku og 26-faldað fjárfestingar sínar síðan um aldamótin. Kína er í dag ýmist stærsti eða næststærsti viðskiptafélagi ríkja Suður-Ameríku, ásamt Bandaríkjunum. Þann sess hefur Evrópusambandið haft um áratuga skeið. En nú er Snorrabúð stekkur og til að bæta gráu ofan á svart, hafa leiðtogaskipti í nokkrum ríkjum álfunnar, haldið aukinni vöku fyrir ráðamönnum í Brussel. Það hefur glögglega komið í ljós í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, en stjórnvöld margra ríkja Suður-Ameríku hafa verið treg til að ljá afstöðu Evrópuríkja til stríðsins stuðning sinn, og þykja jafnvel í meira lagi vilhöll undir málstað Rússlands. Á sameiginlegri þingmannaráðstefnu evrópskra og suður-amerískra þingmanna í Buenos Aires í vor tókst til að mynda ekki að fá samþykkta ályktun þar sem innrás Rússa var fordæmd. Zelenski biðlar til leiðtoga í S-Ameríku Zelenski Úkraínuforseti virðist gera sér grein fyrir þessari vandasömu stöðu, hann hefur verið í beinu sambandi við leiðtoga nokkurra Suður-Ameríkuríkja og sl. miðvikudag ávarpaði hann stjórnmálaleiðtoga og almenna borgara í álfunni í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann reyndi að biðla til þeirra. Hann þykir hafa fengið heldur kaldar móttökur, sérstaklega í Brasilíu og Argentínu. Í skjalinu er hamrað á mikilvægi þess að bæta samskiptin við ríki Suður-Ameríku þó ekki væri nema vegna þess að Venesúela, Argentína og Brasilía ráða yfir gríðarlega miklum olíu- og gasbirgðum sem gætu komið sér í góðar þarfir, ef aðalbirgir Evrópu, Rússland, ákveður á næstunni að skrúfa fyrir þessa tvo krana. Evrópusambandið Kína Rússland Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Spænska dagblaðið El País hefur komist yfir minnisblað framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem sent hefur verið til utanríkiráðherra aðildarríkjanna, þar sem lýst er áhyggjum af því að ríki Evrópu séu að missa ítök sín í Suður-Ameríku. Það geti ógnað pólitísku og efnahagslegu jafnvægi og dregið úr möguleikum ríkjanna á hagstæðum viðskiptum á alls kyns hrávörum, til að mynda jarðefnaeldsneyti. ESB hefur vanrækt samband sitt við S-Ameríku Í skýrslunni er lýst miklum áhyggjum af auknum áhrifum Kína og Rússlands í álfunni, jafnt pólitískum sem efnahagslegum. Því hefur verið sett upp áætlun til að bæta ímynd sambandsins verulega á næsta ári, með fundum og umtalsverðri innspýtingu fjár í margskonar fjárfestingar. Alls er ráðgert að verja 8 milljörðum evra til verksins. Evrópusambandið viðurkennir að hafa vanrækt skyldur sínar og samband við Rómönsku Ameríku í hartnær áratug, til að mynda hefur enginn leiðtogafundur álfanna verið haldinn síðan 2015. Augu manna í Evrópu hafi í meira mæli beinst að málefnum Líbýu, Sýrlands og nú síðast Úkraínu. Nú er búið að setja leiðtogafund á dagskrá síðla næsta árs til að reyna að bæta úr vanrækslu síðustu ára. Kína hefur 26-faldað fjárfestingar sínar Á meðan hafi Kína dælt peningum inn í ríki Suður-Ameríku og 26-faldað fjárfestingar sínar síðan um aldamótin. Kína er í dag ýmist stærsti eða næststærsti viðskiptafélagi ríkja Suður-Ameríku, ásamt Bandaríkjunum. Þann sess hefur Evrópusambandið haft um áratuga skeið. En nú er Snorrabúð stekkur og til að bæta gráu ofan á svart, hafa leiðtogaskipti í nokkrum ríkjum álfunnar, haldið aukinni vöku fyrir ráðamönnum í Brussel. Það hefur glögglega komið í ljós í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, en stjórnvöld margra ríkja Suður-Ameríku hafa verið treg til að ljá afstöðu Evrópuríkja til stríðsins stuðning sinn, og þykja jafnvel í meira lagi vilhöll undir málstað Rússlands. Á sameiginlegri þingmannaráðstefnu evrópskra og suður-amerískra þingmanna í Buenos Aires í vor tókst til að mynda ekki að fá samþykkta ályktun þar sem innrás Rússa var fordæmd. Zelenski biðlar til leiðtoga í S-Ameríku Zelenski Úkraínuforseti virðist gera sér grein fyrir þessari vandasömu stöðu, hann hefur verið í beinu sambandi við leiðtoga nokkurra Suður-Ameríkuríkja og sl. miðvikudag ávarpaði hann stjórnmálaleiðtoga og almenna borgara í álfunni í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann reyndi að biðla til þeirra. Hann þykir hafa fengið heldur kaldar móttökur, sérstaklega í Brasilíu og Argentínu. Í skjalinu er hamrað á mikilvægi þess að bæta samskiptin við ríki Suður-Ameríku þó ekki væri nema vegna þess að Venesúela, Argentína og Brasilía ráða yfir gríðarlega miklum olíu- og gasbirgðum sem gætu komið sér í góðar þarfir, ef aðalbirgir Evrópu, Rússland, ákveður á næstunni að skrúfa fyrir þessa tvo krana.
Evrópusambandið Kína Rússland Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira