Telur að stórefla þurfi öryggi vegfarenda í miðborginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 20:33 Böðvar Tómasson framkvæmdastjóri Verkfræðisstofunnar Örugg. Vísir/Egill Stórefla þarf öryggi gangandi vegfarenda við stóra viðburði eins og Menningarnótt í miðbænum að mati sérfræðings í öryggismálum. Tvö tilvik þar sem ofurölvi ökumenn óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi sýni nauðsyn þess. Nánast allar götur í miðborg Reykjavíkur voru lokaðar fyrir umferð á Menningarnótt en þá fór líka fram Reykjavíkurmaraþon. Lögregla lokar götum yfirleitt með járnhliðum og ökutækjum. Við sögðum frá því í fréttum í gær að tveir ofurölvi ökumenn hefðu ekið inn á svæði þar sem mikil mannmergð var í miðbænum á Menningarnótt. Annar var stöðvaður við stóra sviðið á Lækjargötu rétt eftir flugeldasýninguna en hafði áður keyrt á tvo bíla og stórskemmt þá. Hinn ók á svipuðum tíma á mann á rafskútu við Þjóðleikhúsið sem slasaðist lítillega, en þar var líka mikill mannfjöldi. Hann náðist ekki fyrr en á Sæbraut. Böðvar Tómason sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkfræðistofunni Örugg segir mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys. Það þurfi að hafa mun sterkari öryggisvarnir á slíkum svæðum. „Þetta hefði getað verið mun alvarlegra því þegar við erum með svona mikinn fólksfjölda þá valda einstök tilvik mjög mikilli hættu. Það þarf að gera öryggisáhættugreiningu fyrir svona og tryggja það að varnir séu í samræmi við áhættu,“ segir hann. Dæmi erlendis frá sýni hversu mikilvægt sé að viðhafa slíkar varnir. „Það er því miður tiltölulega algengt núna að ökutæki séu notuð sem vopn og líka að það verði ýmisleg slys við sjáum það í Skandinavíu og Evrópu,“ segir hann. Böðvar segir hægt að grípa til margs konar ráðstafana eins og að reisa stólpa sem væri hægt að stjórna eftir því hvort þurfi að loka svæðum . „Það þarf að koma upp vörnum sem þola skilgreint álag eða þá stærð ökutækja sem við viljum verjast,“ segir Böðvar. Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Nánast allar götur í miðborg Reykjavíkur voru lokaðar fyrir umferð á Menningarnótt en þá fór líka fram Reykjavíkurmaraþon. Lögregla lokar götum yfirleitt með járnhliðum og ökutækjum. Við sögðum frá því í fréttum í gær að tveir ofurölvi ökumenn hefðu ekið inn á svæði þar sem mikil mannmergð var í miðbænum á Menningarnótt. Annar var stöðvaður við stóra sviðið á Lækjargötu rétt eftir flugeldasýninguna en hafði áður keyrt á tvo bíla og stórskemmt þá. Hinn ók á svipuðum tíma á mann á rafskútu við Þjóðleikhúsið sem slasaðist lítillega, en þar var líka mikill mannfjöldi. Hann náðist ekki fyrr en á Sæbraut. Böðvar Tómason sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkfræðistofunni Örugg segir mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys. Það þurfi að hafa mun sterkari öryggisvarnir á slíkum svæðum. „Þetta hefði getað verið mun alvarlegra því þegar við erum með svona mikinn fólksfjölda þá valda einstök tilvik mjög mikilli hættu. Það þarf að gera öryggisáhættugreiningu fyrir svona og tryggja það að varnir séu í samræmi við áhættu,“ segir hann. Dæmi erlendis frá sýni hversu mikilvægt sé að viðhafa slíkar varnir. „Það er því miður tiltölulega algengt núna að ökutæki séu notuð sem vopn og líka að það verði ýmisleg slys við sjáum það í Skandinavíu og Evrópu,“ segir hann. Böðvar segir hægt að grípa til margs konar ráðstafana eins og að reisa stólpa sem væri hægt að stjórna eftir því hvort þurfi að loka svæðum . „Það þarf að koma upp vörnum sem þola skilgreint álag eða þá stærð ökutækja sem við viljum verjast,“ segir Böðvar.
Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum