Þrír íslenskir landsliðsmenn geta tryggt sig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 13:30 Æskuvinirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eru liðsfélagar hjá FC Kaupmannahöfn. Lars Ronbog/Getty Images Noregsmeistarar Bodø/Glimt og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahöfn geta tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld með góðum úrslitum. Bæði lið eru yfir í einvígum sínum en eiga fyrir höndum einkar erfiða leiki á útivelli í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og aðrir leikmenn FC Kaupmannahafnar eru staddir í Tyrklandi þar sem liðið mætir Trabzonspor í síðari leik liðanna eftir frábæran sigur á Parken í síðustu viku. Þar var Hákon Arnar í byrjunarliðinu og lék alls 67 mínútur á meðan Ísak Bergmann kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Kaupmannahafnarliðið lék á alls oddi í leiknum og skoraði snemma í báðum hálfleikjum ásamt því að spila agaðan varnarleik. Gestirnir frá Tyrklandi áttu í raun fá svör við leik heimanna og virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð framan af. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna en því miður fyrir FCK þá skoruðu gestirnir algjört „heppnismark“ þegar harmlaust skot hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu þannig að markvörður FCK, Mathew Ryan, kom engum vörnum við. Jens Stryger Larsen, annar tveggja Dana í liði Trabzonspor, fékk sérstaklega að kenna á því frá stuðningsfólki heimaliðsins þar sem hann hóf feril sinn með Bröndby. Eftir leik ræddi hann við fjölmiðla og sagði að lið hans hefði ekki spilað nægilega vel en síðari leikurinn, fyrir framan eigin stuðningsmenn, yrði allt annar. Það er deginum ljósara að FCK á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en félagið hefur ekki komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan tímabilið 2016-17. Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eru einnig með eins marks forystu fyrir síðari leik sinn gegn Dinamo Zagreb frá Króatíu. Eftir frábæran árangur í Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð þá dreymir Bodø/Glimt um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Amahl Pellegrino skoraði eina mark einvígisins til þessa en Bodø/Glimt var með yfirhöndina í fyrri leik liðanna. Hvort naum forysta muni kosta Alfons og félaga kemur í ljós í kvöld. Heimamenn í Zagreb hafa verið í miklu stuði undanfarið og unnið fjóra síðustu heimaleiki sína, þá hefur liðið ekki tapað á heimavelli síðan í desember. Noregsmeistararnir lifa þó í draumi og stefna á að verða fyrsta norska liðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan Rosenborg gerði það 2007-08. Nú er bara að bíða og sjá. Báðir leikir hefjast klukkan 19.00 í kvöld og verður leikur Trabzonspor og FC Kaupmannahafnar sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og aðrir leikmenn FC Kaupmannahafnar eru staddir í Tyrklandi þar sem liðið mætir Trabzonspor í síðari leik liðanna eftir frábæran sigur á Parken í síðustu viku. Þar var Hákon Arnar í byrjunarliðinu og lék alls 67 mínútur á meðan Ísak Bergmann kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Kaupmannahafnarliðið lék á alls oddi í leiknum og skoraði snemma í báðum hálfleikjum ásamt því að spila agaðan varnarleik. Gestirnir frá Tyrklandi áttu í raun fá svör við leik heimanna og virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð framan af. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna en því miður fyrir FCK þá skoruðu gestirnir algjört „heppnismark“ þegar harmlaust skot hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu þannig að markvörður FCK, Mathew Ryan, kom engum vörnum við. Jens Stryger Larsen, annar tveggja Dana í liði Trabzonspor, fékk sérstaklega að kenna á því frá stuðningsfólki heimaliðsins þar sem hann hóf feril sinn með Bröndby. Eftir leik ræddi hann við fjölmiðla og sagði að lið hans hefði ekki spilað nægilega vel en síðari leikurinn, fyrir framan eigin stuðningsmenn, yrði allt annar. Það er deginum ljósara að FCK á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en félagið hefur ekki komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan tímabilið 2016-17. Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eru einnig með eins marks forystu fyrir síðari leik sinn gegn Dinamo Zagreb frá Króatíu. Eftir frábæran árangur í Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð þá dreymir Bodø/Glimt um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Amahl Pellegrino skoraði eina mark einvígisins til þessa en Bodø/Glimt var með yfirhöndina í fyrri leik liðanna. Hvort naum forysta muni kosta Alfons og félaga kemur í ljós í kvöld. Heimamenn í Zagreb hafa verið í miklu stuði undanfarið og unnið fjóra síðustu heimaleiki sína, þá hefur liðið ekki tapað á heimavelli síðan í desember. Noregsmeistararnir lifa þó í draumi og stefna á að verða fyrsta norska liðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan Rosenborg gerði það 2007-08. Nú er bara að bíða og sjá. Báðir leikir hefjast klukkan 19.00 í kvöld og verður leikur Trabzonspor og FC Kaupmannahafnar sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira