„Við lentum í miklum vandræðum með hæðina hjá þeim og lengdina á handleggjunum hjá leikmönnum spænska liðsins, sérstaklega framan af leik.
Við töpuðum of mörgum boltum í fyrri hálfleik en við bættum það hins vegar í seinni hálfleik," sagði Craig um muninn á liðunum í kvöld í grófum dráttum í samtali við RÚV.
„Auk þess að fækka töpuðum boltum þegar liða tók á leikinn náum við líka að búa til betri skot í seinni hálfleik. Við náðum góðum takti í seinni hálfleik og getum tekið það með okkur í leikinn gegn Úkraínu. Sóknarleikurinn gekk betur og betur með hverri mínútunni og við getum tekið margt jákvætt úr leiknum í næsta verkefni," sagði þjálfarinn enn fremur.