Í kjölfar slyssins árið 2020 kom í ljós að myndir hefðu verið teknar af slysstaðnum ásamt líkamsleifum þeirra sem létust. Myndirnar voru sagðar hafa farið fljótt í dreifingu,
Kviðdómur í málinu er sagður hafa komist að niðurstöðu í gær og niðurstaðan sú að viðbragðsaðilar hafi brotið á friðhelgi Bryant og valdið tilfinningalegu álagi með myndatökum af slysstað og deilingu milli viðbragðsaðila. Ákvörðunin var einróma. Guardian greinir frá þessu.
Á meðan réttarhöldum í málinu stóð er Bryant sögð hafa lýst því yfir að hún fái enn kvíðaköst vegna þeirrar hugsunar að myndirnar séu enn í dreifingu.
Faðir og eiginmaður annarra sem létust í slysinu fær 15 milljónir dollara í bætur vegna málsins.