Formaður KKÍ segir orð leikmanna hafa misskilist Valur Páll Eiríksson skrifar 25. ágúst 2022 11:30 Hannes S. Jónsson segir þá staðreynd að Spánn sé að fara á EM en ekki Ísland hafa allt að segja um undirbúning liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir orð leikmanna íslenska karlalandsliðsins um undirbúning Íslands fyrir stórtap gegn Spáni í undankeppni HM í gærkvöld hafa misskilist. Spánverjum hafi þá gefist lengri tími til undirbúnings vegna reglna frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA, sökum þess að þeir eru á leið á EM í næstu viku. Ísland tapaði leiknum ytra með 30 stiga mun, 87-57, en Spánverjar mættu vel drillaðir til leiks þar sem þeir hafa verið saman við æfingar í um mánuð og spilað þónokkra æfingaleiki á þeim tíma. Ísland kom til samanburðar saman fyrir þremur dögum. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason komu báðir inn á muninn á undirbúningi í viðtali við RÚV eftir leik. Eftir það skapaðist töluverð umræða á netheimum þar sem skortur á undirbúningi hjá íslenska liðinu var gagnrýndur. „Þeir búnir að æfa í mánuð og spila fullt af æfingaleikjum en við vorum að koma saman fyrir þremur dögum og áttum langt ferðalag. Þannig að undirbúningurinn var stuttur og lappirnar svolítið þungar,“ sagði Elvar Már við RÚV. „Það er náttúrulega erfitt að bera sig saman við lið sem er búið að æfa í mánuð á meðan við komum saman fyrir þremur dögum. Þó maður vilji ekki nota það sem afsökun, þá er erfitt að segja, við höfum ekki spilað leik frá því í síðasta landsleik. Það er erfitt að stilla sig saman strax,“ sagði Tryggvi Snær við RÚV. Fyrrum landsliðsmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson greip þann bolta á lofti í settinu hjá RÚV í kringum leik gærkvöldsins hvar hann sagði: „Þetta er alveg magnað. Það er augljóst að leikmenn eru ekkert sáttir við þetta,“ Orðin hafi misskilist „Ég held að orð þeirra hafi aðeins misskilist.“ segir Hannes. „Menn þurfa að átta sig á því að Spánn er að fara að spila á EuroBasket eftir næstu viku sem er búinn að vera undirbúningur fyrir. 22 þjóðir af 24 sem eru í þessari undankeppni sem er núna í gangi fyrir HM eru að fara á EuroBasket og undirbúningur þeirra þjóða hefur miðast við það,“ en Ísland og Svíþjóð eru einu tvær þjóðirnar sem eru að keppa á þessu stigi undankeppninnar fyrir HM sem ekki verða með á EuroBasket sem hefst í næstu viku. Hannes segir KKÍ hafa boðist æfingaleikur um miðjan júlí, sem hafi verið of snemmt fyrir þetta verkefni. „Í mars fengum við boð um einn æfingaleik um miðjan júlí, en ég held að öllum hafi fundist það allt of snemmt, að hafa það mánuði fyrir,“ segir Hannes. Refsast fyrir það að vera ekki á leið á EM Munurinn á undirbúningi Íslands og Spánar fyrir landsleik gærkvöldsins hafi því litast af því að Spánn er á leið á Evrópumótið í næstu viku. Þar af leiðandi fékk spænska liðið töluvert lengri glugga til undirbúnings en Ísland, sem er ekki á leið á mótið, í samræmi við alþjóðlegar reglur frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA. „Þrír af þessum leikmönnum sem spiluðu í gær hefðu ekkert getað verið með. Þetta er mikið prógram yfir allt árið og það sem þjálfararnir voru að reyna að gera núna er að hleypa þeim í smá frí með fjölskyldum sínum, en að sjálfsögðu voru leikmenn að æfa sjálfir. Af því að við erum ekki að fara á EuroBasket þá opnast okkar alþjóðlegi gluggi ekki fyrr en síðasta laugardag,“ en leikmennirnir sem Hannes vísar til eru Tryggvi Snær Hlinason, Styrmir Snær Þrastarson og Hilmar Pétursson. „Ef við hefðum verið að fara [á EM] og vitað það í mars, alveg eins og hinar 22 þjóðirnar sem eru að fara, þá hefði undirbúningur okkar verið með allt öðrum hætti og tekið æfingaleiki við hinar þjóðirnar sem eru að fara þangað. Þær hafa spilað sína leiki út af EM en ekki vegna þess að þær eru að fara í þessa tvo leiki í undankeppni HM,“ segir Hannes. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Ísland tapaði leiknum ytra með 30 stiga mun, 87-57, en Spánverjar mættu vel drillaðir til leiks þar sem þeir hafa verið saman við æfingar í um mánuð og spilað þónokkra æfingaleiki á þeim tíma. Ísland kom til samanburðar saman fyrir þremur dögum. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason komu báðir inn á muninn á undirbúningi í viðtali við RÚV eftir leik. Eftir það skapaðist töluverð umræða á netheimum þar sem skortur á undirbúningi hjá íslenska liðinu var gagnrýndur. „Þeir búnir að æfa í mánuð og spila fullt af æfingaleikjum en við vorum að koma saman fyrir þremur dögum og áttum langt ferðalag. Þannig að undirbúningurinn var stuttur og lappirnar svolítið þungar,“ sagði Elvar Már við RÚV. „Það er náttúrulega erfitt að bera sig saman við lið sem er búið að æfa í mánuð á meðan við komum saman fyrir þremur dögum. Þó maður vilji ekki nota það sem afsökun, þá er erfitt að segja, við höfum ekki spilað leik frá því í síðasta landsleik. Það er erfitt að stilla sig saman strax,“ sagði Tryggvi Snær við RÚV. Fyrrum landsliðsmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson greip þann bolta á lofti í settinu hjá RÚV í kringum leik gærkvöldsins hvar hann sagði: „Þetta er alveg magnað. Það er augljóst að leikmenn eru ekkert sáttir við þetta,“ Orðin hafi misskilist „Ég held að orð þeirra hafi aðeins misskilist.“ segir Hannes. „Menn þurfa að átta sig á því að Spánn er að fara að spila á EuroBasket eftir næstu viku sem er búinn að vera undirbúningur fyrir. 22 þjóðir af 24 sem eru í þessari undankeppni sem er núna í gangi fyrir HM eru að fara á EuroBasket og undirbúningur þeirra þjóða hefur miðast við það,“ en Ísland og Svíþjóð eru einu tvær þjóðirnar sem eru að keppa á þessu stigi undankeppninnar fyrir HM sem ekki verða með á EuroBasket sem hefst í næstu viku. Hannes segir KKÍ hafa boðist æfingaleikur um miðjan júlí, sem hafi verið of snemmt fyrir þetta verkefni. „Í mars fengum við boð um einn æfingaleik um miðjan júlí, en ég held að öllum hafi fundist það allt of snemmt, að hafa það mánuði fyrir,“ segir Hannes. Refsast fyrir það að vera ekki á leið á EM Munurinn á undirbúningi Íslands og Spánar fyrir landsleik gærkvöldsins hafi því litast af því að Spánn er á leið á Evrópumótið í næstu viku. Þar af leiðandi fékk spænska liðið töluvert lengri glugga til undirbúnings en Ísland, sem er ekki á leið á mótið, í samræmi við alþjóðlegar reglur frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA. „Þrír af þessum leikmönnum sem spiluðu í gær hefðu ekkert getað verið með. Þetta er mikið prógram yfir allt árið og það sem þjálfararnir voru að reyna að gera núna er að hleypa þeim í smá frí með fjölskyldum sínum, en að sjálfsögðu voru leikmenn að æfa sjálfir. Af því að við erum ekki að fara á EuroBasket þá opnast okkar alþjóðlegi gluggi ekki fyrr en síðasta laugardag,“ en leikmennirnir sem Hannes vísar til eru Tryggvi Snær Hlinason, Styrmir Snær Þrastarson og Hilmar Pétursson. „Ef við hefðum verið að fara [á EM] og vitað það í mars, alveg eins og hinar 22 þjóðirnar sem eru að fara, þá hefði undirbúningur okkar verið með allt öðrum hætti og tekið æfingaleiki við hinar þjóðirnar sem eru að fara þangað. Þær hafa spilað sína leiki út af EM en ekki vegna þess að þær eru að fara í þessa tvo leiki í undankeppni HM,“ segir Hannes.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum