Sport

Dagskráin í dag: Dregið í riðla í Evrópu- og Sambandsdeildinni, fótbolti, golf og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
José Mourinho og lærisveinar hans í Roma urðu fyrsta liðið til að vinna Sambandsdeild Evrópu á seinasta tímabili. Þeir verða í pottinum þegar dregið verður í riðla Evrópudeildarinnar í dag.
José Mourinho og lærisveinar hans í Roma urðu fyrsta liðið til að vinna Sambandsdeild Evrópu á seinasta tímabili. Þeir verða í pottinum þegar dregið verður í riðla Evrópudeildarinnar í dag. Silvia Lore/Getty Images

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og verður boðið upp á beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttum frá morgni til kvölds.

Við hefjum leik klukkan 10:30 á Stöð 2 eSport með upphitun fyrir fimmta dag á BLAST Premier mótinu í CS:GO, en leikið verður fram á kvöld.

Klukkan hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 þar sem dregið verður í riðla í Evrópudeildinni. Að þeim drætti loknum er svo komið að því að gera slíkt hið sama í Sambandsdeildinni.

Það er ekki bara dregið í riðla í knattspyrnuheiminum því við fáum einnig tvo leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Klukkan 16:20 hefst bein útsending frá leik Monza og Udinese á Stöð 2 Sport 2 áður en Lazio og Inter eigast við klukkan 18:35 á sömu rás.

Þá verður einnig nóg um að vera í golfinu, en klukkan 11:30 er komið að Omega European Masters á Evrópumótaröðinni, DP World Tour, á Stöð 2 Golf.

Canadian Pacific Women's Open á svo sviðið á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 13:25 áður en TOUR Championship á PGA-mótaröðinni tekur við á Stöð 2 Golf klukkan 17:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×