Nýtum áfengisgjald í félagslega uppbyggingu handa þeim sem hljóta mestan skaða af áfengisneyslu Sanna Magdalena Mörtudóttir og Andrea Helgadóttir skrifa 26. ágúst 2022 14:33 Betra líf, mannúð og réttlæti Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi. Markmið tillögunnar var að gjörbylta lífsgæðum þeirra sem þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Margir tóku jákvætt í efni tillögunnar og á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. október 2012 var fjallað um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða á fundinum árið 2012: „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og innanríkisráðuneytið um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn“. Efni tillögunnar fékk mikinn meðbyr á meðal almennings enda hljótum við öll að geta verið sammála um samfélagslegan ávinning okkar allra ef vel er staðið að þessu málefni. Hún fékk þó ekki brautargengi innan stjórnsýslunnar þrátt fyrir mikla yfirlýsingagleði og bókunarvilja embættis- og stjórnmálamanna. Áfengisgjald ætti að nýta í öll þau verkefni sem snúa að því að leysa úr áfengisvandanum ekki aðeins hluta þeirra. Allir sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu greiða áfengisgjald í ríkissjóð. Á síðasta ári jukust þessar tekjur mikið og voru 2 milljörðum hærri en áætlað var, þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir í kringum 20,3 milljörðum í ríkiskassann. Covid setti strik í reikninginn þar sem fólk keypti meira áfengi, fór minna til útlanda og met voru sett í áfengissölu. En hver er helst að kaupa og drekka áfengi hér á landi? Áfengisneysla landsmanna er mismikil. Í könnun sem Gallup gerði fyrir hönd landlæknisembættisins árið 2021 sögðust 35% drekka áfengi í hverri viku og tæpur fjórðungur féll undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Ljóst er að áfengisgjaldinu sem rennur í ríkissjóð er haldið uppi af tiltölulega litlum hópi fólks sem er í mikilli hættu á að glíma við alvarlegar afleiðingar ofneyslu áfengis ef það er ekki nú þegar byrjað að hljóta skaða af. Skaðsemi áfengis getur verið gríðarleg og mjög víðtæk fyrir þau sem falla í ofneyslu þess, sem og fyrir aðstandendur þeirra. Nærsamfélagið hefur ýmis félagsleg bjargráð til handa þeim sem þurfa á stuðningi að halda til skamms eða lengri tíma. Við vitum þó að þörf er á auknu fjármagni til að hægt sé að beita þeim svo sómi sé af. Gistiskýli þurfa að standa öllum sem eru án húsaskjóls til boða, þar sem engum er vísað frá vegna plássleysis. Enginn á að þurfa að bíða til lengdar eftir heimili sem hentar þeim og þeirra þörfum. Þar að auki er nauðsynlegt að geta ávallt boðið börnum og aðstandendum þeirra sem eru með áfengis- og vímuefnavanda ráðgjöf og stuðning. Ekkert af áfengisgjaldinu rennur hinsvegar til sveitarfélaganna sem sinna þessari mikilvægu þjónustu við þau sem verða fyrir skaða af ofneyslu áfengis. Sósíalistar í borgarstjórn hafa því lagt til að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að hefja viðræður við ríkið um að veita 10% af áfengisgjaldi til sveitarfélaganna. Mikilvægt er að unnið verði að því á vettvangi sveitarfélaganna að hluti af þeim fjárhagslega gróða sem hlýst af sölu áfengis, verði varið í félagslega uppbyggingu til að mæta þörfum þeirra sem fara halloka í viðskiptunum. Höfundar eru borgar- og varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Betra líf, mannúð og réttlæti Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi. Markmið tillögunnar var að gjörbylta lífsgæðum þeirra sem þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Margir tóku jákvætt í efni tillögunnar og á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. október 2012 var fjallað um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða á fundinum árið 2012: „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og innanríkisráðuneytið um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn“. Efni tillögunnar fékk mikinn meðbyr á meðal almennings enda hljótum við öll að geta verið sammála um samfélagslegan ávinning okkar allra ef vel er staðið að þessu málefni. Hún fékk þó ekki brautargengi innan stjórnsýslunnar þrátt fyrir mikla yfirlýsingagleði og bókunarvilja embættis- og stjórnmálamanna. Áfengisgjald ætti að nýta í öll þau verkefni sem snúa að því að leysa úr áfengisvandanum ekki aðeins hluta þeirra. Allir sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu greiða áfengisgjald í ríkissjóð. Á síðasta ári jukust þessar tekjur mikið og voru 2 milljörðum hærri en áætlað var, þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir í kringum 20,3 milljörðum í ríkiskassann. Covid setti strik í reikninginn þar sem fólk keypti meira áfengi, fór minna til útlanda og met voru sett í áfengissölu. En hver er helst að kaupa og drekka áfengi hér á landi? Áfengisneysla landsmanna er mismikil. Í könnun sem Gallup gerði fyrir hönd landlæknisembættisins árið 2021 sögðust 35% drekka áfengi í hverri viku og tæpur fjórðungur féll undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Ljóst er að áfengisgjaldinu sem rennur í ríkissjóð er haldið uppi af tiltölulega litlum hópi fólks sem er í mikilli hættu á að glíma við alvarlegar afleiðingar ofneyslu áfengis ef það er ekki nú þegar byrjað að hljóta skaða af. Skaðsemi áfengis getur verið gríðarleg og mjög víðtæk fyrir þau sem falla í ofneyslu þess, sem og fyrir aðstandendur þeirra. Nærsamfélagið hefur ýmis félagsleg bjargráð til handa þeim sem þurfa á stuðningi að halda til skamms eða lengri tíma. Við vitum þó að þörf er á auknu fjármagni til að hægt sé að beita þeim svo sómi sé af. Gistiskýli þurfa að standa öllum sem eru án húsaskjóls til boða, þar sem engum er vísað frá vegna plássleysis. Enginn á að þurfa að bíða til lengdar eftir heimili sem hentar þeim og þeirra þörfum. Þar að auki er nauðsynlegt að geta ávallt boðið börnum og aðstandendum þeirra sem eru með áfengis- og vímuefnavanda ráðgjöf og stuðning. Ekkert af áfengisgjaldinu rennur hinsvegar til sveitarfélaganna sem sinna þessari mikilvægu þjónustu við þau sem verða fyrir skaða af ofneyslu áfengis. Sósíalistar í borgarstjórn hafa því lagt til að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að hefja viðræður við ríkið um að veita 10% af áfengisgjaldi til sveitarfélaganna. Mikilvægt er að unnið verði að því á vettvangi sveitarfélaganna að hluti af þeim fjárhagslega gróða sem hlýst af sölu áfengis, verði varið í félagslega uppbyggingu til að mæta þörfum þeirra sem fara halloka í viðskiptunum. Höfundar eru borgar- og varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun