Sjáðu allar markvörslur hins nær fullkomna Sommer gegn Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 16:31 Yann Sommer átti ótrúlegan leik um helgina. Alexander Hassenstein/Getty Image Yann Sommer átti nær fullkominn leik er Borussia Mönchengladbach var nærri búið að stela öllum þremur stigunum gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München er liðin mættust um helgina. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þökk sé ótrúlegri frammistöðu svissneska markvarðarins. Hinn 33 ára gamli Sommer var einn þeirra markvarða sem orðaður var við Manchester United í sumar. Hann virðist ekki hafa látið þá orðróma á sig fá og bauð upp á eina ótrúlegustu sýningu síðari ára er lið hans náði óvænt í stig gegn ógnarsterku liði Bayern. | A perfect goalkeeping display!Yann Sommer v Bayern München: 19 saves (!!) 11 saved shots from inside the box 4 clearances 2 punches 1 high claim 74 touches 10 SofaScore ratingMost saves in a single match in our ENTIRE database! #FCBBMG pic.twitter.com/ajUHVGAtud— SofaScore (@SofaScoreINT) August 27, 2022 Heimamenn ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik og reyndu aðallega skot af löngu færi. Það var hins vegar töluvert gegn gangi leiksins sem Marcus Thuram kom þeim yfir. Í síðari hálfleik þyngdist sókn Bæjara til muna. Sadio Mané fékk gullið tækifæri til að jafna eftir rúma klukkustund og var í raun byrjaður að fagna áður en hann sá Sommer verja meistaralega með fótunum. Mané fylgdi eftir skoti sínu en aftur var Sommer vel á verði og varði aftur meistaralega. Örskömmu síðar slapp Leroy Sané í gegnum vörn Gladbach en Sommer sá við honum. Sané reyndi svo hörkuskot af löngu færi en Sommer varði auðveldlega líkt og hann gerði í fyrri hálfleik er Bæjarar reyndu skot utan af velli. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks átti Serge Gnabry skot út vítateignum sem Sommer sló í burtu, fimm mínútum síðar reyndi Benjamin Pavard skot af löngu færi sem Sommer varði frábærlega. Sané braut loks ísinn á 83. mínútu og gerðu heimamenn allt sem þeir gátu til að vinna leikinn. Alphonso Davies átti þrumuskot að marki sem Sommer varði vel og miðvörðurinn Matthijs de Ligt fékk svo eflaust besta færið er hann negldi boltanum í átt að marki í upphafi uppbótartíma en Sommer var fljótur niður og varði enn og aftur. Joshua Kimmich átti svo lokatilraunina en það var skot af löngu færi sem fór beint á markvörðinn kná. Alls varði hann 19 skot í leiknum en þau má öll sjá hér að neðan. Yann Sommer broke the Bundesliga record for most saves in a match with 19 @bundesliga_EN pic.twitter.com/aJiL9kTtoq— ESPN FC (@ESPNFC) August 27, 2022 Bayern er áfram á toppi deildarinnar með 10 stig að loknum fjórum umferðum. Union Berlín er í 2. sæti með jafn mörg stig á meðan Freiburg, Hoffenheim og Borussia Dortmund eru öll með níu stig. Þar á eftir kemur Gladbach með sín átta stig. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Sommer var einn þeirra markvarða sem orðaður var við Manchester United í sumar. Hann virðist ekki hafa látið þá orðróma á sig fá og bauð upp á eina ótrúlegustu sýningu síðari ára er lið hans náði óvænt í stig gegn ógnarsterku liði Bayern. | A perfect goalkeeping display!Yann Sommer v Bayern München: 19 saves (!!) 11 saved shots from inside the box 4 clearances 2 punches 1 high claim 74 touches 10 SofaScore ratingMost saves in a single match in our ENTIRE database! #FCBBMG pic.twitter.com/ajUHVGAtud— SofaScore (@SofaScoreINT) August 27, 2022 Heimamenn ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik og reyndu aðallega skot af löngu færi. Það var hins vegar töluvert gegn gangi leiksins sem Marcus Thuram kom þeim yfir. Í síðari hálfleik þyngdist sókn Bæjara til muna. Sadio Mané fékk gullið tækifæri til að jafna eftir rúma klukkustund og var í raun byrjaður að fagna áður en hann sá Sommer verja meistaralega með fótunum. Mané fylgdi eftir skoti sínu en aftur var Sommer vel á verði og varði aftur meistaralega. Örskömmu síðar slapp Leroy Sané í gegnum vörn Gladbach en Sommer sá við honum. Sané reyndi svo hörkuskot af löngu færi en Sommer varði auðveldlega líkt og hann gerði í fyrri hálfleik er Bæjarar reyndu skot utan af velli. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks átti Serge Gnabry skot út vítateignum sem Sommer sló í burtu, fimm mínútum síðar reyndi Benjamin Pavard skot af löngu færi sem Sommer varði frábærlega. Sané braut loks ísinn á 83. mínútu og gerðu heimamenn allt sem þeir gátu til að vinna leikinn. Alphonso Davies átti þrumuskot að marki sem Sommer varði vel og miðvörðurinn Matthijs de Ligt fékk svo eflaust besta færið er hann negldi boltanum í átt að marki í upphafi uppbótartíma en Sommer var fljótur niður og varði enn og aftur. Joshua Kimmich átti svo lokatilraunina en það var skot af löngu færi sem fór beint á markvörðinn kná. Alls varði hann 19 skot í leiknum en þau má öll sjá hér að neðan. Yann Sommer broke the Bundesliga record for most saves in a match with 19 @bundesliga_EN pic.twitter.com/aJiL9kTtoq— ESPN FC (@ESPNFC) August 27, 2022 Bayern er áfram á toppi deildarinnar með 10 stig að loknum fjórum umferðum. Union Berlín er í 2. sæti með jafn mörg stig á meðan Freiburg, Hoffenheim og Borussia Dortmund eru öll með níu stig. Þar á eftir kemur Gladbach með sín átta stig.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Sjá meira
Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46