Sjáðu allar markvörslur hins nær fullkomna Sommer gegn Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 16:31 Yann Sommer átti ótrúlegan leik um helgina. Alexander Hassenstein/Getty Image Yann Sommer átti nær fullkominn leik er Borussia Mönchengladbach var nærri búið að stela öllum þremur stigunum gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München er liðin mættust um helgina. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þökk sé ótrúlegri frammistöðu svissneska markvarðarins. Hinn 33 ára gamli Sommer var einn þeirra markvarða sem orðaður var við Manchester United í sumar. Hann virðist ekki hafa látið þá orðróma á sig fá og bauð upp á eina ótrúlegustu sýningu síðari ára er lið hans náði óvænt í stig gegn ógnarsterku liði Bayern. | A perfect goalkeeping display!Yann Sommer v Bayern München: 19 saves (!!) 11 saved shots from inside the box 4 clearances 2 punches 1 high claim 74 touches 10 SofaScore ratingMost saves in a single match in our ENTIRE database! #FCBBMG pic.twitter.com/ajUHVGAtud— SofaScore (@SofaScoreINT) August 27, 2022 Heimamenn ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik og reyndu aðallega skot af löngu færi. Það var hins vegar töluvert gegn gangi leiksins sem Marcus Thuram kom þeim yfir. Í síðari hálfleik þyngdist sókn Bæjara til muna. Sadio Mané fékk gullið tækifæri til að jafna eftir rúma klukkustund og var í raun byrjaður að fagna áður en hann sá Sommer verja meistaralega með fótunum. Mané fylgdi eftir skoti sínu en aftur var Sommer vel á verði og varði aftur meistaralega. Örskömmu síðar slapp Leroy Sané í gegnum vörn Gladbach en Sommer sá við honum. Sané reyndi svo hörkuskot af löngu færi en Sommer varði auðveldlega líkt og hann gerði í fyrri hálfleik er Bæjarar reyndu skot utan af velli. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks átti Serge Gnabry skot út vítateignum sem Sommer sló í burtu, fimm mínútum síðar reyndi Benjamin Pavard skot af löngu færi sem Sommer varði frábærlega. Sané braut loks ísinn á 83. mínútu og gerðu heimamenn allt sem þeir gátu til að vinna leikinn. Alphonso Davies átti þrumuskot að marki sem Sommer varði vel og miðvörðurinn Matthijs de Ligt fékk svo eflaust besta færið er hann negldi boltanum í átt að marki í upphafi uppbótartíma en Sommer var fljótur niður og varði enn og aftur. Joshua Kimmich átti svo lokatilraunina en það var skot af löngu færi sem fór beint á markvörðinn kná. Alls varði hann 19 skot í leiknum en þau má öll sjá hér að neðan. Yann Sommer broke the Bundesliga record for most saves in a match with 19 @bundesliga_EN pic.twitter.com/aJiL9kTtoq— ESPN FC (@ESPNFC) August 27, 2022 Bayern er áfram á toppi deildarinnar með 10 stig að loknum fjórum umferðum. Union Berlín er í 2. sæti með jafn mörg stig á meðan Freiburg, Hoffenheim og Borussia Dortmund eru öll með níu stig. Þar á eftir kemur Gladbach með sín átta stig. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Sommer var einn þeirra markvarða sem orðaður var við Manchester United í sumar. Hann virðist ekki hafa látið þá orðróma á sig fá og bauð upp á eina ótrúlegustu sýningu síðari ára er lið hans náði óvænt í stig gegn ógnarsterku liði Bayern. | A perfect goalkeeping display!Yann Sommer v Bayern München: 19 saves (!!) 11 saved shots from inside the box 4 clearances 2 punches 1 high claim 74 touches 10 SofaScore ratingMost saves in a single match in our ENTIRE database! #FCBBMG pic.twitter.com/ajUHVGAtud— SofaScore (@SofaScoreINT) August 27, 2022 Heimamenn ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik og reyndu aðallega skot af löngu færi. Það var hins vegar töluvert gegn gangi leiksins sem Marcus Thuram kom þeim yfir. Í síðari hálfleik þyngdist sókn Bæjara til muna. Sadio Mané fékk gullið tækifæri til að jafna eftir rúma klukkustund og var í raun byrjaður að fagna áður en hann sá Sommer verja meistaralega með fótunum. Mané fylgdi eftir skoti sínu en aftur var Sommer vel á verði og varði aftur meistaralega. Örskömmu síðar slapp Leroy Sané í gegnum vörn Gladbach en Sommer sá við honum. Sané reyndi svo hörkuskot af löngu færi en Sommer varði auðveldlega líkt og hann gerði í fyrri hálfleik er Bæjarar reyndu skot utan af velli. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks átti Serge Gnabry skot út vítateignum sem Sommer sló í burtu, fimm mínútum síðar reyndi Benjamin Pavard skot af löngu færi sem Sommer varði frábærlega. Sané braut loks ísinn á 83. mínútu og gerðu heimamenn allt sem þeir gátu til að vinna leikinn. Alphonso Davies átti þrumuskot að marki sem Sommer varði vel og miðvörðurinn Matthijs de Ligt fékk svo eflaust besta færið er hann negldi boltanum í átt að marki í upphafi uppbótartíma en Sommer var fljótur niður og varði enn og aftur. Joshua Kimmich átti svo lokatilraunina en það var skot af löngu færi sem fór beint á markvörðinn kná. Alls varði hann 19 skot í leiknum en þau má öll sjá hér að neðan. Yann Sommer broke the Bundesliga record for most saves in a match with 19 @bundesliga_EN pic.twitter.com/aJiL9kTtoq— ESPN FC (@ESPNFC) August 27, 2022 Bayern er áfram á toppi deildarinnar með 10 stig að loknum fjórum umferðum. Union Berlín er í 2. sæti með jafn mörg stig á meðan Freiburg, Hoffenheim og Borussia Dortmund eru öll með níu stig. Þar á eftir kemur Gladbach með sín átta stig.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Þurfti metfjölda markvarsla til að stöðva sigurgöngu Bayern Borussia Mönchengladbach varð í dag fyrsta liðið til að taka stig af Bayern München á þessu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Það þurfti þó stórkostlega frammistöðu frá Yann Sommer, markverði liðsins, til að sækja stigið í 1-1 jafntefli. 27. ágúst 2022 19:46