Leigubremsa er raunhæf og skynsamleg Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 30. ágúst 2022 14:01 Danir ætla að koma á leigubremsu. Á danska þjóðþinginu er meirihluti fyrir því að takmarka hækkun leiguverðs næstu tvö ár. Hækkanir á húsaleigu verða takmarkaðar við 4% á ári næstu tvö árin en undanskildir verða þeir leigusalar sem sýnt geta fram á að kostnaður vegna húsnæðisins hafi hækkað umfram þá upphæð, t.d. vegna viðhalds. Leigubremsan gildir jafnt um núverandi og tilvonandi leigusamninga og nær yfir húsnæði í eigu einkaaðila. Hafi leiga hækkað á síðustu þremur mánuðum mun viðkomandi leigusali þurfa að draga hana til baka. Þetta kjósa Danir að gera, þrátt fyrir að þar sé húsnæðisöryggi leigjenda mun meira en á Íslandi. Stöðugur húsnæðismarkaður er nefnilega grunnur að stöðugu efnahagslífi. Neyðarástand á íslenskum húsnæðismarkaði Ólíkt dönskum leigumarkaði eru réttindi leigjenda á Íslandi lítil. Húsnæðisöryggi er ekkert og raunveruleiki leigjenda er að búa við skammtíma leigusamninga sem gætu við hverja endurnýjun verið sagt upp eða leiga hækkuð. Sveiflur í hagkerfinu lenda beint á leigjendum. Bara það að ferðamönnum fjölgi getur orðið til þess að ógna húsnæðisöryggi, þar sem leigusamningum er sagt upp og íbúðir færðar í skammtímaleigu. Afleiðingin er öllum ljós. Leigjendur eru oftar með íþyngjandi húsnæðiskostnað og staðan er verst hjá þeim tekjulægstu. Ótal sögur berast nú verkalýðshreyfingunni um hækkun leiguverðs langt umfram verðbólgu. Hér er um að ræða verulega, áþreifanlega kjararýrnun fyrir fólk á leigumarkaði. Loforð stjórnvalda ekki efnd Verkalýðshreyfingin krafðist aðgerða á leigumarkaði í aðdraganda Lífskjarasamninga. Í yfirlýsingu stjórnvalda var boðað að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð með það í huga að vernda leigjendur þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar, þ.e. leigubremsa. Þessi loforð stjórnvalda hafa ekki verið efnd á samningstímabilinu. Það hefur ekki einu sinni tekist að ná fram smávægilegum breytingum sem snúa að skylduskráningu leigusamninga í grunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Það mál var ekki afgreitt úr þingnefnd þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar um að það yrði afgreitt fyrir sumar. Afleiðingin er að hækkanir dynja yfir leigjendur um þessar mundir. Danir sýna okkur að það er ekki bara hægt, heldur er afar einfalt að koma á leigubremsu. Þar getur Alþingi sett lög sem takmarka órökstudda hækkun leiguverðs í núverandi neyðarástandi. Þessi loforð er enn hægt að efna áður en kjarasamningar renna út. Á sama tíma þarf að setja stóraukinn kraft í uppbyggingu íbúða Bjargs og Blævar sem langtímalausn á leigumarkaði. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson ASÍ Leigumarkaður Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Danir ætla að koma á leigubremsu. Á danska þjóðþinginu er meirihluti fyrir því að takmarka hækkun leiguverðs næstu tvö ár. Hækkanir á húsaleigu verða takmarkaðar við 4% á ári næstu tvö árin en undanskildir verða þeir leigusalar sem sýnt geta fram á að kostnaður vegna húsnæðisins hafi hækkað umfram þá upphæð, t.d. vegna viðhalds. Leigubremsan gildir jafnt um núverandi og tilvonandi leigusamninga og nær yfir húsnæði í eigu einkaaðila. Hafi leiga hækkað á síðustu þremur mánuðum mun viðkomandi leigusali þurfa að draga hana til baka. Þetta kjósa Danir að gera, þrátt fyrir að þar sé húsnæðisöryggi leigjenda mun meira en á Íslandi. Stöðugur húsnæðismarkaður er nefnilega grunnur að stöðugu efnahagslífi. Neyðarástand á íslenskum húsnæðismarkaði Ólíkt dönskum leigumarkaði eru réttindi leigjenda á Íslandi lítil. Húsnæðisöryggi er ekkert og raunveruleiki leigjenda er að búa við skammtíma leigusamninga sem gætu við hverja endurnýjun verið sagt upp eða leiga hækkuð. Sveiflur í hagkerfinu lenda beint á leigjendum. Bara það að ferðamönnum fjölgi getur orðið til þess að ógna húsnæðisöryggi, þar sem leigusamningum er sagt upp og íbúðir færðar í skammtímaleigu. Afleiðingin er öllum ljós. Leigjendur eru oftar með íþyngjandi húsnæðiskostnað og staðan er verst hjá þeim tekjulægstu. Ótal sögur berast nú verkalýðshreyfingunni um hækkun leiguverðs langt umfram verðbólgu. Hér er um að ræða verulega, áþreifanlega kjararýrnun fyrir fólk á leigumarkaði. Loforð stjórnvalda ekki efnd Verkalýðshreyfingin krafðist aðgerða á leigumarkaði í aðdraganda Lífskjarasamninga. Í yfirlýsingu stjórnvalda var boðað að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð með það í huga að vernda leigjendur þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar, þ.e. leigubremsa. Þessi loforð stjórnvalda hafa ekki verið efnd á samningstímabilinu. Það hefur ekki einu sinni tekist að ná fram smávægilegum breytingum sem snúa að skylduskráningu leigusamninga í grunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Það mál var ekki afgreitt úr þingnefnd þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar um að það yrði afgreitt fyrir sumar. Afleiðingin er að hækkanir dynja yfir leigjendur um þessar mundir. Danir sýna okkur að það er ekki bara hægt, heldur er afar einfalt að koma á leigubremsu. Þar getur Alþingi sett lög sem takmarka órökstudda hækkun leiguverðs í núverandi neyðarástandi. Þessi loforð er enn hægt að efna áður en kjarasamningar renna út. Á sama tíma þarf að setja stóraukinn kraft í uppbyggingu íbúða Bjargs og Blævar sem langtímalausn á leigumarkaði. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun