Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2022 10:34 Þessi mynd sýnir hluta þeirra gagna sem starfsmenn FBI lögðu hald á í Mar-a-Lago þann 8. ágúst. Háleynileg skjöl fundust í sveitaklúbbnum þar á meðal í skrifborðsskúffum. AP/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. Því hafi ákvörðun verið tekin um að sækja um leitarheimild og senda starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til að leita að opinberum gögnum í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Húsleitin var framkvæmd þann 8. ágúst. Starfsmenn FBI lögðu hald á 33 kassa af gögnum og þar á meðal voru rúmlega hundrað leynileg skjöl, samkvæmt nýopinberuðu dómskjali. Í því skjali má lesa ítarlega tímalínu um atburðina varðandi Mar-a-Lago og gögnin opinberu. Segja greiningu óþarfa Skjalið er andsvar við kröfu Trump-liða um að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögnin sem haldlögð voru í húsleitinni. Sá aðili myndi þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Dómari mun hlusta á málflutning lögmanna Trumps og dómsmálaráðuneytisins varðandi þá kröfu á morgun. Ráðuneytið segir óþarft að slík greining fari fram, þar sem hún hafi þegar verið gerð innan ráðuneytisins. Takmarkað magn óviðkomandi gagna sem féllu undir áðurnefndan trúnað hefði fundist. Saka Trump-liða um lygar AP fréttaveitan segir skjalið sýna að rannsakendur beindu sjónum sínum ekki eingöngu að því af hverju opinber gögn, sem Trump hefði samkvæmt lögum átt að afhenda til Þjóðskjalasafnsins, væru í Flórída, heldur einnig að því hvort Trump og hans fólk væri að vísvitandi sagt ósatt um gögnin til að hindra rannsóknina. Eftir að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins fóru til Flórída í febrúar og sóttu gögn þangað. Eftir að þau gögn voru skoðuð grunaði þá að enn væri mikið magn gagna að finna í Mar-a-Lago. Sjá einnig: Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Í nýja skjali dómsmálaráðuneytisins segir að allar tilraunir til að fá þau gögn sem vantaði afhent hafi misheppnast. Þar kemur einnig fram að fulltrúar Trump afhentu 38 leynileg skjöl til Þjóðskjalasafnsins í júní. Þeir staðhæfðu að eftir það sem þeir kölluðu „ítarlega leit“, væri engin opinber gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Sú „ítarlega leit“ var framkvæmd eftir að Trump barst stefna frá Þjóðskjalasafninu. Þessi 38 leynilegu skjöl voru til viðbótar við 184 leynileg skjöl sem voru meðal gagnanna sem send voru til Þjóðskjalasafnsins í febrúar. Starfsmenn FBI fundu þó í húsleitinni í þessum mánuði nokkuð magn opinberra gagna og þar á meðal leynileg skjöl, eins og áður hefur komið fram. Dómsmálaráðuneytið segir það til marks um að Trump og fulltrúar hans hafi logið um opinber og leynileg gögn í Mar-a-Lago. Háleynileg skjöl fundust í húsleitinni Washington Post segir að eitt það alvarlegasta sem komi fram í nýja skjalinu sé að við húsleitina hafi starfsmenn FBI fundið skjöl merkt „Top Secret“ á skrifstofu Trumps í Mar-a-Lago. Þar á meðal hafi verið skjöl sem voru einnig með merkinguna „HCS“ en þannig eru skjöl sem varða leynilega uppljóstrara Bandaríkjanna í öðrum ríkjum merkt. „HCS“ er ein alvarlegasta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Einnig kemur fram að eftir „ítarlegu leitina“ í júní hafi starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins hitt fulltrúa Trumps í Mar-a-Lago og þeim hafi verið meinað að opna eða skoða kassa sem voru í geymslu í sveitarklúbbnum, til að staðfesta að öll gögn hefðu verið afhent. Það er þvert á orð þessara sömu fulltrúa, lögmannanna Evans Corcoran og Christinu Bobb, um að þau hafi farið yfir það sem var í kössunum með áðurnefndum starfsmönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins. Trump sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og lýst því yfir að hann og fulltrúar hans hafi unnið með Þjóðskjalasafninu og FBI af heillindum. Fulltrúarnir staðhæfðu einnig að öll gögnin hefðu verið geymd í áðurnefndri geymslu í kjallara Mar-a-Lago og þar hefðu þau verið örugg. Nú segir ráðuneytið að grunur leiki á að gögn hafi verið flutt þaðan og þau mögulega falin, til að hindra rannsókn ráðuneytisins. Er það stutt með því að starfsmenn FBI hafi í húsleitinni í þessum mánuði fundið opinber skjöl í öðrum hlutum húsnæðisins og þar á meðal í skrifstofu Trumps. Þar fundust leynileg skjöl í skrifborðsskúffum og í öryggisskáp. Segja gögnin enn hafa verið leynileg Í skjali dómsmálaráðuneytisins er einnig fjallað um þau ummæli Trumps og starfsmanna hans um að hann hafi sem forseti svipt leyndinni af öllum gögnum sem flutt voru til Flórída. Trump hefur að vísu einnig haldið því fram að starfsmenn FBI hafi komið fyrir leynilegum gögnum í Mar-a-Lago til að koma sök á sig. Lögmenn ráðuneytisins segja þær yfirlýsingar um að hann hafi svipt leyndinni af gögnunum ekki halda vatni. Lögmenn Trumps eða fulltrúar hafi á engum tímapunkti fyrir húsleitina haldið því fram. Þá hafi þau komið fram eins og gögnin væru enn leynileg. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Því hafi ákvörðun verið tekin um að sækja um leitarheimild og senda starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til að leita að opinberum gögnum í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Húsleitin var framkvæmd þann 8. ágúst. Starfsmenn FBI lögðu hald á 33 kassa af gögnum og þar á meðal voru rúmlega hundrað leynileg skjöl, samkvæmt nýopinberuðu dómskjali. Í því skjali má lesa ítarlega tímalínu um atburðina varðandi Mar-a-Lago og gögnin opinberu. Segja greiningu óþarfa Skjalið er andsvar við kröfu Trump-liða um að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögnin sem haldlögð voru í húsleitinni. Sá aðili myndi þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Dómari mun hlusta á málflutning lögmanna Trumps og dómsmálaráðuneytisins varðandi þá kröfu á morgun. Ráðuneytið segir óþarft að slík greining fari fram, þar sem hún hafi þegar verið gerð innan ráðuneytisins. Takmarkað magn óviðkomandi gagna sem féllu undir áðurnefndan trúnað hefði fundist. Saka Trump-liða um lygar AP fréttaveitan segir skjalið sýna að rannsakendur beindu sjónum sínum ekki eingöngu að því af hverju opinber gögn, sem Trump hefði samkvæmt lögum átt að afhenda til Þjóðskjalasafnsins, væru í Flórída, heldur einnig að því hvort Trump og hans fólk væri að vísvitandi sagt ósatt um gögnin til að hindra rannsóknina. Eftir að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins fóru til Flórída í febrúar og sóttu gögn þangað. Eftir að þau gögn voru skoðuð grunaði þá að enn væri mikið magn gagna að finna í Mar-a-Lago. Sjá einnig: Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Í nýja skjali dómsmálaráðuneytisins segir að allar tilraunir til að fá þau gögn sem vantaði afhent hafi misheppnast. Þar kemur einnig fram að fulltrúar Trump afhentu 38 leynileg skjöl til Þjóðskjalasafnsins í júní. Þeir staðhæfðu að eftir það sem þeir kölluðu „ítarlega leit“, væri engin opinber gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Sú „ítarlega leit“ var framkvæmd eftir að Trump barst stefna frá Þjóðskjalasafninu. Þessi 38 leynilegu skjöl voru til viðbótar við 184 leynileg skjöl sem voru meðal gagnanna sem send voru til Þjóðskjalasafnsins í febrúar. Starfsmenn FBI fundu þó í húsleitinni í þessum mánuði nokkuð magn opinberra gagna og þar á meðal leynileg skjöl, eins og áður hefur komið fram. Dómsmálaráðuneytið segir það til marks um að Trump og fulltrúar hans hafi logið um opinber og leynileg gögn í Mar-a-Lago. Háleynileg skjöl fundust í húsleitinni Washington Post segir að eitt það alvarlegasta sem komi fram í nýja skjalinu sé að við húsleitina hafi starfsmenn FBI fundið skjöl merkt „Top Secret“ á skrifstofu Trumps í Mar-a-Lago. Þar á meðal hafi verið skjöl sem voru einnig með merkinguna „HCS“ en þannig eru skjöl sem varða leynilega uppljóstrara Bandaríkjanna í öðrum ríkjum merkt. „HCS“ er ein alvarlegasta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Einnig kemur fram að eftir „ítarlegu leitina“ í júní hafi starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins hitt fulltrúa Trumps í Mar-a-Lago og þeim hafi verið meinað að opna eða skoða kassa sem voru í geymslu í sveitarklúbbnum, til að staðfesta að öll gögn hefðu verið afhent. Það er þvert á orð þessara sömu fulltrúa, lögmannanna Evans Corcoran og Christinu Bobb, um að þau hafi farið yfir það sem var í kössunum með áðurnefndum starfsmönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins. Trump sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og lýst því yfir að hann og fulltrúar hans hafi unnið með Þjóðskjalasafninu og FBI af heillindum. Fulltrúarnir staðhæfðu einnig að öll gögnin hefðu verið geymd í áðurnefndri geymslu í kjallara Mar-a-Lago og þar hefðu þau verið örugg. Nú segir ráðuneytið að grunur leiki á að gögn hafi verið flutt þaðan og þau mögulega falin, til að hindra rannsókn ráðuneytisins. Er það stutt með því að starfsmenn FBI hafi í húsleitinni í þessum mánuði fundið opinber skjöl í öðrum hlutum húsnæðisins og þar á meðal í skrifstofu Trumps. Þar fundust leynileg skjöl í skrifborðsskúffum og í öryggisskáp. Segja gögnin enn hafa verið leynileg Í skjali dómsmálaráðuneytisins er einnig fjallað um þau ummæli Trumps og starfsmanna hans um að hann hafi sem forseti svipt leyndinni af öllum gögnum sem flutt voru til Flórída. Trump hefur að vísu einnig haldið því fram að starfsmenn FBI hafi komið fyrir leynilegum gögnum í Mar-a-Lago til að koma sök á sig. Lögmenn ráðuneytisins segja þær yfirlýsingar um að hann hafi svipt leyndinni af gögnunum ekki halda vatni. Lögmenn Trumps eða fulltrúar hafi á engum tímapunkti fyrir húsleitina haldið því fram. Þá hafi þau komið fram eins og gögnin væru enn leynileg.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31
Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01
Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58