Ákall til alþingismanna Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. september 2022 09:31 Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins. Staðreynd númer tvö: Flestir flokkar á sveitarstjórnarstiginu eru sammála því að lögbinda eigi rekstur leikskóla en þingflokkar þessara sömu flokka hafa lítið ljáð máls á þessu innan veggja Alþingis. Staðreynd númer þrjú: Það mun lítið breytast fyrr en Alþingi tekur á málefnum barnafjölskyldna með heildstæðum hætti með því að lögfesta leikskóla sem lögbundið hlutverk sveitarfélaga, lengja fæðingarorlof og þar með auka sveigjanleika ungs fjölskyldufólks til þess að sameina starfsferil, fjölskyldulíf og því að koma sér inn á fasteignamarkaðinn. Hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, er að skapa samfélagslega umgjörð sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að blómstra. Það er staðreynd að mikið af ungu og vel menntuðu fólki kýs að stofna heimili og hefja starfsferil sinn erlendis þar sem þau þurfa ekki að velja á milli þess að stofna fjölskyldu og starfsferils. Á meðan ungt fólk þarf að velja á milli starfsferils og því að stofna fjölskyldu er íslenskt samfélag ekki samkeppnishæft um ungt og efnilegt fólk, það mun leita annað. Ein stærsta áskorun samfélagsins er hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Við þurfum að hlúa betur að ungum barnafjölskyldum, það getur ekki verið eingöngu á herðum sveitarfélaga, hér þarf miklu meiri samvinnu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Á meðan þingmenn segja pass í þessum málaflokki mun sama ófremdarástandið halda áfram. Ég vil bjóða þingheimi og þá sér í lagi ríkisstjórninni að vera hluti af lausninni. Flest sveitarfélög hafa ekki fjárhagslega burði til þess að koma til móts við þær auknu kröfur í þessum málaflokki án þess að fá frá ríkinu þar til bæra tekjustofna. Skuldastaða flestra sveitarfélaga er slæm og svigrúm til tekjuöflunar er lítið. Undanfarið hafa ríkisstjórnarflokkarnir verið í meirihluta í mörgum sveitarstjórnum þannig að hæg ættu heimatökin að vera til að ganga í verkin. Við erum búin a masa og þrasa um þennan málflokk nógu lengi. Breytum þessu í vetur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sveitarstjórnarmál Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins. Staðreynd númer tvö: Flestir flokkar á sveitarstjórnarstiginu eru sammála því að lögbinda eigi rekstur leikskóla en þingflokkar þessara sömu flokka hafa lítið ljáð máls á þessu innan veggja Alþingis. Staðreynd númer þrjú: Það mun lítið breytast fyrr en Alþingi tekur á málefnum barnafjölskyldna með heildstæðum hætti með því að lögfesta leikskóla sem lögbundið hlutverk sveitarfélaga, lengja fæðingarorlof og þar með auka sveigjanleika ungs fjölskyldufólks til þess að sameina starfsferil, fjölskyldulíf og því að koma sér inn á fasteignamarkaðinn. Hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, er að skapa samfélagslega umgjörð sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að blómstra. Það er staðreynd að mikið af ungu og vel menntuðu fólki kýs að stofna heimili og hefja starfsferil sinn erlendis þar sem þau þurfa ekki að velja á milli þess að stofna fjölskyldu og starfsferils. Á meðan ungt fólk þarf að velja á milli starfsferils og því að stofna fjölskyldu er íslenskt samfélag ekki samkeppnishæft um ungt og efnilegt fólk, það mun leita annað. Ein stærsta áskorun samfélagsins er hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Við þurfum að hlúa betur að ungum barnafjölskyldum, það getur ekki verið eingöngu á herðum sveitarfélaga, hér þarf miklu meiri samvinnu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Á meðan þingmenn segja pass í þessum málaflokki mun sama ófremdarástandið halda áfram. Ég vil bjóða þingheimi og þá sér í lagi ríkisstjórninni að vera hluti af lausninni. Flest sveitarfélög hafa ekki fjárhagslega burði til þess að koma til móts við þær auknu kröfur í þessum málaflokki án þess að fá frá ríkinu þar til bæra tekjustofna. Skuldastaða flestra sveitarfélaga er slæm og svigrúm til tekjuöflunar er lítið. Undanfarið hafa ríkisstjórnarflokkarnir verið í meirihluta í mörgum sveitarstjórnum þannig að hæg ættu heimatökin að vera til að ganga í verkin. Við erum búin a masa og þrasa um þennan málflokk nógu lengi. Breytum þessu í vetur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun