„Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 15:46 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var að vonum svekkt eftir niðurstöðuna á EM í sumar en nýtir það til að ná meiri árangri. VÍSIR/VILHELM Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. Gunnhildur var í eldlínunni með Íslandi á EM í Englandi í júlí en fór svo beint til Bandaríkjanna til að spila með félagsliði sínu, Orlando Pride. „Það var erfitt að mæta aftur, ég ætla ekkert að neita því. Það tekur andlega á að vera á svona stórmóti, og eins það að hafa ekki komist áfram eða unnið leik á mótinu. Ég þurfti bara að mæta strax á tvær æfingar fyrsta daginn og fara svo beint í útileik. Það tók á. En svona er fótboltinn og maður heldur bara áfram, og gefur sig í öll verkefni sem eru framundan. Ég er því í fullu fjöri,“ segir Gunnhildur fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í gær. Klippa: Gunnhildur Yrsa um leikinn mikilvæga og lífið eftir EM Ísland mætir þar Hvíta-Rússlandi á morgun klukkan 17:30 og heldur svo til Hollands á sunnudag til að spila úrslitaleik við Hollendinga á þriðjudaginn, um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í flókið umspil og endi Ísland þar skiptir máli að hafa unnið Hvíta-Rússland. „Við vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru og við tökum það góða frá EM með okkur. Við erum ótrúlega hungraðar í að ná á HM eftir það sem gerðist á EM. Við stóðum okkur frábærlega þar og ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við töpuðum ekki leik en komumst samt ekki áfram, og við notum það til að mótivera okkur í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. Hvít-Rússar unnu 2-1 sigur gegn Tékklandi í júní og eru sýnd veiði en ekki gefin: „Þær eru með mjög sterkt lið og náðu að stríða Tékkum, sem sýnir hvað þær geta. Við vitum að við þurfum að vera hundrað prósent og ætlum að einbeita okkur að þessum leik. Steini hefur alltaf verið þannig að við tökum bara einn leik í einu og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að vera í núinu og fókusa á einn dag í einu,“ segir Gunnhildur. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Gunnhildur var í eldlínunni með Íslandi á EM í Englandi í júlí en fór svo beint til Bandaríkjanna til að spila með félagsliði sínu, Orlando Pride. „Það var erfitt að mæta aftur, ég ætla ekkert að neita því. Það tekur andlega á að vera á svona stórmóti, og eins það að hafa ekki komist áfram eða unnið leik á mótinu. Ég þurfti bara að mæta strax á tvær æfingar fyrsta daginn og fara svo beint í útileik. Það tók á. En svona er fótboltinn og maður heldur bara áfram, og gefur sig í öll verkefni sem eru framundan. Ég er því í fullu fjöri,“ segir Gunnhildur fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í gær. Klippa: Gunnhildur Yrsa um leikinn mikilvæga og lífið eftir EM Ísland mætir þar Hvíta-Rússlandi á morgun klukkan 17:30 og heldur svo til Hollands á sunnudag til að spila úrslitaleik við Hollendinga á þriðjudaginn, um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í flókið umspil og endi Ísland þar skiptir máli að hafa unnið Hvíta-Rússland. „Við vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru og við tökum það góða frá EM með okkur. Við erum ótrúlega hungraðar í að ná á HM eftir það sem gerðist á EM. Við stóðum okkur frábærlega þar og ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við töpuðum ekki leik en komumst samt ekki áfram, og við notum það til að mótivera okkur í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. Hvít-Rússar unnu 2-1 sigur gegn Tékklandi í júní og eru sýnd veiði en ekki gefin: „Þær eru með mjög sterkt lið og náðu að stríða Tékkum, sem sýnir hvað þær geta. Við vitum að við þurfum að vera hundrað prósent og ætlum að einbeita okkur að þessum leik. Steini hefur alltaf verið þannig að við tökum bara einn leik í einu og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að vera í núinu og fókusa á einn dag í einu,“ segir Gunnhildur. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira