Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2022 23:22 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna sem hún vann fyrir myndina Joker. Getty Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. Kvikmyndinin Tár er leikstýrð af Todd Field og fjallar um tónskáld að nafni Lydia Tár. Stórleikkonan Cate Blanchett fer með hlutverk hennar en með önnur hlutverk fara meðal annars Noémie Merlant, Nina Hoss og Julian Glover. Myndin var frumsýnd í kvöld í Feneyjum og hlutu aðstandendur myndarinnar standandi lófatak frá gestum hátíðarinnar eftir sýninguna. Augu flestra voru á Blanchett og þykir leikur hennar í myndinni afar góður. Talið er að hún gæti unnið sín þriðju Óskarsverðlaun fyrir leik sinn en hún vann verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndirnar The Aviator árið 2005 og Blue Jasmine árið 2014. Tónlistin í myndinni þykir líka afar góð og telur miðillinn Hollywood Reporter að „auðvitað“ sé líklegt að Hildur Guðnadóttir vinni til verðlauna á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir hana. Hildur hlaut Óskarinn árið 2019 fyrir tónlistina í Joker. Önnur kvikmynd sem Hildur samdi tónlistina fyrir, Women Talking, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Telluride á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir myndinni og telur YouTube-rásin The Oscar Expert, þrátt fyrir að myndin hafi ekki verið sýnd, að Hildur gæti fengið Óskarinn fyrir hana líka. Stefnt er á að halda Óskarsverðlaunahátíðina þann 12. mars á næsta ári. Óskarsverðlaunin Hildur Guðnadóttir Tónlist Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Tengdar fréttir Hildur vinnur Grammy-verðlaun fyrir Jókerinn Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 14. mars 2021 20:31 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Kvikmyndinin Tár er leikstýrð af Todd Field og fjallar um tónskáld að nafni Lydia Tár. Stórleikkonan Cate Blanchett fer með hlutverk hennar en með önnur hlutverk fara meðal annars Noémie Merlant, Nina Hoss og Julian Glover. Myndin var frumsýnd í kvöld í Feneyjum og hlutu aðstandendur myndarinnar standandi lófatak frá gestum hátíðarinnar eftir sýninguna. Augu flestra voru á Blanchett og þykir leikur hennar í myndinni afar góður. Talið er að hún gæti unnið sín þriðju Óskarsverðlaun fyrir leik sinn en hún vann verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndirnar The Aviator árið 2005 og Blue Jasmine árið 2014. Tónlistin í myndinni þykir líka afar góð og telur miðillinn Hollywood Reporter að „auðvitað“ sé líklegt að Hildur Guðnadóttir vinni til verðlauna á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir hana. Hildur hlaut Óskarinn árið 2019 fyrir tónlistina í Joker. Önnur kvikmynd sem Hildur samdi tónlistina fyrir, Women Talking, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Telluride á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir myndinni og telur YouTube-rásin The Oscar Expert, þrátt fyrir að myndin hafi ekki verið sýnd, að Hildur gæti fengið Óskarinn fyrir hana líka. Stefnt er á að halda Óskarsverðlaunahátíðina þann 12. mars á næsta ári.
Óskarsverðlaunin Hildur Guðnadóttir Tónlist Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Tengdar fréttir Hildur vinnur Grammy-verðlaun fyrir Jókerinn Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 14. mars 2021 20:31 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Hildur vinnur Grammy-verðlaun fyrir Jókerinn Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 14. mars 2021 20:31
Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43
Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09