NPA samningar – jafnaðarmenn knýja fram réttarbót fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 2. september 2022 09:31 Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur sýnt fötluðu fólki fálæti og áhugaleysi undanfarin ár. Með því að fylgja ekki útreikningum NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi NPA samninga, sem byggja á gildandi kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA, hefur meirihlutinn hlunnfarið notendur NPA í Hafnarfirði. Það hefur að sjálfsögðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir notendur NPA í bænum. En við jafnaðarmenn höfum barist gegn þessu óréttlæti meirihlutans frá fyrstu stundu. Og sú barátta hefur loksins borið árangur. Farið á svig við reglugerð ráðherra Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi sig ekki bundinn af útreikningum NPA miðstöðvarinnar og miðaði sína útreikninga ekki við kjarasamninga heldur launavísitölu þrátt fyrir skýr ákvæði í reglugerð félagsmálaráðherra um hið gagnstæða. Niðurstaðan af þessari sérvisku meirihlutans hefur verið notendum NPA í Hafnarfirði dýr. Fatlað fólk í Hafnarfirði, notendur NPA, hafa ekki setið við sama borð og NPA notendur í nágrannasveitarfélögunum og búið við lakari kjör enda hafa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hækkað sitt tímagjald í samræmi við útreikninga NPA miðstöðvarinnar. Samfylkingin hefur bæði lagt fram tillögur í bæjarstjórn og fjölskylduráði til þess að stöðva þetta óréttlæti en meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur staðfastlega hafnað þeim tillögum okkar og komið þannig í veg fyrir þessa réttarbót fyrir fatlað fólk - þar til nú. Meirihlutinn klofnar Líkt og greint var frá í fréttum í síðustu viku þá klofnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í málinu þegar það var afgreitt í fjölskylduráði. Þá var það samþykkt af fulltrúum Samfylkingar og Framsóknar að fylgja útreikningum NPA miðstöðvarinnar við ákvörðun tímagjalds NPA samninga hjá bænum og að sú leiðrétting væri afturvirk til 1. janúar 2022. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði sat hjá við afgreiðsluna. Í bæjarráði og svo bæjarstjórn hefur málið nú verið samþykkt með atkvæðum allra flokka og því ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur beygt Sjálfstæðisflokkinn með því að taka höndum saman við okkur jafnaðarmenn í þessu sjálfsagða réttlætismáli. Við jafnaðarmenn bindum vonir við að Framsóknarflokkurinn haldi áfram að setja félagslegar áherslur á oddinn og að áfram verði þannig mögulegt að koma góðum framfaramálum áleiðis í bæjarstjórn í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Baráttan heldur áfram Þó ánægjulegt sé að barátta Samfylkingarinnar í þessu mikilvæga máli í þágu fatlaðs fólks hafi nú loks borið árangur er það óásættanlegt að fatlað fólk sé sett í þá stöðu að þurfa að berjast fyrir jafn sjálfsögðum réttindum. En baráttunni fyrir réttlæti og jöfnuði lýkur aldrei og jafnaðarmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar munu halda áfram að berjast í þágu fatlaðs fólks þar sem yfirmarkmiðið er að fatlað fólk geti notið sjálfstæðis í lífi sínu til jafns við ófatlað fólk og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé virtur. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Málefni fatlaðs fólks Samfylkingin Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur sýnt fötluðu fólki fálæti og áhugaleysi undanfarin ár. Með því að fylgja ekki útreikningum NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi NPA samninga, sem byggja á gildandi kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA, hefur meirihlutinn hlunnfarið notendur NPA í Hafnarfirði. Það hefur að sjálfsögðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir notendur NPA í bænum. En við jafnaðarmenn höfum barist gegn þessu óréttlæti meirihlutans frá fyrstu stundu. Og sú barátta hefur loksins borið árangur. Farið á svig við reglugerð ráðherra Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi sig ekki bundinn af útreikningum NPA miðstöðvarinnar og miðaði sína útreikninga ekki við kjarasamninga heldur launavísitölu þrátt fyrir skýr ákvæði í reglugerð félagsmálaráðherra um hið gagnstæða. Niðurstaðan af þessari sérvisku meirihlutans hefur verið notendum NPA í Hafnarfirði dýr. Fatlað fólk í Hafnarfirði, notendur NPA, hafa ekki setið við sama borð og NPA notendur í nágrannasveitarfélögunum og búið við lakari kjör enda hafa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hækkað sitt tímagjald í samræmi við útreikninga NPA miðstöðvarinnar. Samfylkingin hefur bæði lagt fram tillögur í bæjarstjórn og fjölskylduráði til þess að stöðva þetta óréttlæti en meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur staðfastlega hafnað þeim tillögum okkar og komið þannig í veg fyrir þessa réttarbót fyrir fatlað fólk - þar til nú. Meirihlutinn klofnar Líkt og greint var frá í fréttum í síðustu viku þá klofnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í málinu þegar það var afgreitt í fjölskylduráði. Þá var það samþykkt af fulltrúum Samfylkingar og Framsóknar að fylgja útreikningum NPA miðstöðvarinnar við ákvörðun tímagjalds NPA samninga hjá bænum og að sú leiðrétting væri afturvirk til 1. janúar 2022. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði sat hjá við afgreiðsluna. Í bæjarráði og svo bæjarstjórn hefur málið nú verið samþykkt með atkvæðum allra flokka og því ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur beygt Sjálfstæðisflokkinn með því að taka höndum saman við okkur jafnaðarmenn í þessu sjálfsagða réttlætismáli. Við jafnaðarmenn bindum vonir við að Framsóknarflokkurinn haldi áfram að setja félagslegar áherslur á oddinn og að áfram verði þannig mögulegt að koma góðum framfaramálum áleiðis í bæjarstjórn í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Baráttan heldur áfram Þó ánægjulegt sé að barátta Samfylkingarinnar í þessu mikilvæga máli í þágu fatlaðs fólks hafi nú loks borið árangur er það óásættanlegt að fatlað fólk sé sett í þá stöðu að þurfa að berjast fyrir jafn sjálfsögðum réttindum. En baráttunni fyrir réttlæti og jöfnuði lýkur aldrei og jafnaðarmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar munu halda áfram að berjast í þágu fatlaðs fólks þar sem yfirmarkmiðið er að fatlað fólk geti notið sjálfstæðis í lífi sínu til jafns við ófatlað fólk og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé virtur. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun