„Ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 12:00 Þorsteinn Halldórsson vill ekkert vera að hugsa um yfirvofandi úrslitaleik við Holland strax. Getty/Charlotte Tattersall Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta, sá ekki ástæðu til þess að kvarta yfir því að fyrir úrslitaleik Hollands og Íslands um sæti á HM á þriðjudag þyrfti aðeins Ísland að spila annan mikilvægan mótsleik í dag, gegn Hvíta-Rússlandi. Holland á aðeins eftir heimaleikinn við Ísland á þriðjudag en Ísland á tvo leiki eftir, gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í dag og svo leikinn í Utrecht. Ef að Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi á þriðjudag, og því er afar mikilvægt að stelpurnar okkar fari með sigur af hólmi í dag. Sigur í dag gæti jafnframt reynst liðinu mikilvægur tapi það gegn Hollandi, varðandi umspilið sem Ísland færi þá í. Hollendingar leika vináttulandsleik við Skotland í dag og geta nýtt þann leik að vild til þess að hafa sína leikmenn í sem bestu ástandi á þriðjudaginn. Ísland þarf hins vegar nauðsynlega sigur í dag. Þorsteinn lætur þá staðreynd ekki angra sig að leikjaniðurröðun UEFA valdi þessum mismun á milli tveggja bestu liða riðilsins. „Við erum bara í fimm liða riðli svo það er alltaf eitthvað lið sem situr hjá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. Hann þvertók fyrir það að geta leyft sér að stilla upp liði í dag út frá því hvernig hann hygðist stilla upp gegn Hollandi eftir fjóra daga. „Við erum bara að hugsa um leikinn [í dag]. Ég er ekkert að hugsa um uppstillinguna núna með tilliti til Hollandsleiksins. Þessi leikur [við Hvít-Rússa] er leikur sem við verðum að vinna og spila vel í. Ég er ekkert að spá í Holland. Það er bara Hvíta-Rússland og ekkert annað. Það hefur ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn hugsar ekkert um Holland Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01 „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Holland á aðeins eftir heimaleikinn við Ísland á þriðjudag en Ísland á tvo leiki eftir, gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í dag og svo leikinn í Utrecht. Ef að Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi á þriðjudag, og því er afar mikilvægt að stelpurnar okkar fari með sigur af hólmi í dag. Sigur í dag gæti jafnframt reynst liðinu mikilvægur tapi það gegn Hollandi, varðandi umspilið sem Ísland færi þá í. Hollendingar leika vináttulandsleik við Skotland í dag og geta nýtt þann leik að vild til þess að hafa sína leikmenn í sem bestu ástandi á þriðjudaginn. Ísland þarf hins vegar nauðsynlega sigur í dag. Þorsteinn lætur þá staðreynd ekki angra sig að leikjaniðurröðun UEFA valdi þessum mismun á milli tveggja bestu liða riðilsins. „Við erum bara í fimm liða riðli svo það er alltaf eitthvað lið sem situr hjá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. Hann þvertók fyrir það að geta leyft sér að stilla upp liði í dag út frá því hvernig hann hygðist stilla upp gegn Hollandi eftir fjóra daga. „Við erum bara að hugsa um leikinn [í dag]. Ég er ekkert að hugsa um uppstillinguna núna með tilliti til Hollandsleiksins. Þessi leikur [við Hvít-Rússa] er leikur sem við verðum að vinna og spila vel í. Ég er ekkert að spá í Holland. Það er bara Hvíta-Rússland og ekkert annað. Það hefur ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn hugsar ekkert um Holland Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01 „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01
„Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35