„Þeirra leikur er svolítið villtur“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 15:00 Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu báðar gegn Hvíta-Rússlandi þegar liðin mættust í apríl. VÍSIR/VILHELM Þó að Ísland hafi unnið 5-0 stórsigur gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, býr íslenska landsliðið sig undir erfiða rimmu á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Hvít-Rússar sýndu hvað í þeirra lið er spunnið með 2-1 sigri gegn Tékklandi í júní. Tékkar hafa til að mynda gert jafntefli í báðum leikjum sínum gegn Hollendingum, liðið sem Ísland berst við um efsta sætið í riðlinum. Hvít-rússneska liðið er því að mati Þorsteins Halldórssonar sýnd veiði en alls ekki gefin: „Þær eru duglegar og þeirra fremstu menn hlaupa mikið og pressa. Við þurfum að vera tilbúin í smá átök á móti þeim. Þær voru grimmar á móti okkur í fyrri leiknum fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við skoruðum gáfu þær svolítið eftir. Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum í fyrri leiknum gegn þeim og þurfum að nýta það aftur [í dag]. Nýta okkar styrkleika og vera tilbúin í alvöru bardaga. Þær voru grimmar á móti Tékklandi og mjög skeinuhættar,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í gær og vildi ekki gera of mikið úr 5-0 sigrinum í apríl. „Þær eru með senter sem að hleypur endalaust og er hættuleg því hún er að allan leikinn. Þeirra leikur er svolítið villtur á köflum. Villtar í pressu. Tékkarnir áttu í vandræðum með það og við þurfum að vera tilbúnar í það frá fyrstu mínútu. Við þurfum að sýna þeim að þær koma ekkert hingað til að fá nokkuð gefins, en umfram allt að spila á okkar styrkleikum,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Hvít-Rússana Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Sjá meira
Hvít-Rússar sýndu hvað í þeirra lið er spunnið með 2-1 sigri gegn Tékklandi í júní. Tékkar hafa til að mynda gert jafntefli í báðum leikjum sínum gegn Hollendingum, liðið sem Ísland berst við um efsta sætið í riðlinum. Hvít-rússneska liðið er því að mati Þorsteins Halldórssonar sýnd veiði en alls ekki gefin: „Þær eru duglegar og þeirra fremstu menn hlaupa mikið og pressa. Við þurfum að vera tilbúin í smá átök á móti þeim. Þær voru grimmar á móti okkur í fyrri leiknum fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við skoruðum gáfu þær svolítið eftir. Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum í fyrri leiknum gegn þeim og þurfum að nýta það aftur [í dag]. Nýta okkar styrkleika og vera tilbúin í alvöru bardaga. Þær voru grimmar á móti Tékklandi og mjög skeinuhættar,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í gær og vildi ekki gera of mikið úr 5-0 sigrinum í apríl. „Þær eru með senter sem að hleypur endalaust og er hættuleg því hún er að allan leikinn. Þeirra leikur er svolítið villtur á köflum. Villtar í pressu. Tékkarnir áttu í vandræðum með það og við þurfum að vera tilbúnar í það frá fyrstu mínútu. Við þurfum að sýna þeim að þær koma ekkert hingað til að fá nokkuð gefins, en umfram allt að spila á okkar styrkleikum,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Hvít-Rússana Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Sjá meira