Er alltaf best að sigra? Eva María Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 14:31 Við elskum öll íslensku. Við sem höfum hana að móðurmáli og líka þau sem koma til landsins og læra hana sjálfviljug. Að veita því athygli sem maður óskar góðs gengis og gróanda er okkur flestum tamt. Þess vegna dreg ég athygli að íslenskunni sem blasir við framan á nýju blaði Nettó sem stendur fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum um þessar mundir. Fyrirsögn blaðsins er einfaldlega Sigraðu heilsuna! Flest skiljum við þetta eins og það er meint og það er sannarlega vel meint að hvetja okkur öll til að temja okkur heilsusamlegt líferni. Þó eru í orðalaginu ákveðin óþægindi, þversögn. Óþægindin tengjast hugmyndinni um að sigra. Við notum sögnina að sigra iðulega um þann sem hefur betur í viðureign, sá er sigurvegarinn. Hinn tapar. Ef við sjáum fyrir okkur viðureign okkar við eigin heilsu, hvernig væri ákjósanlegt að henni lyktaði? Ef við sigrum heilsuna, liggur hún þá ekki í valnum að viðureign lokinni? Ef hinsvegar heilsan sigrar okkur, væru okkur þá ekki allir vegir færir? Væri mögulega nær lagi að hvetja lesendur Nettóblaðsins til að sigrast á óhollustu eða einfaldlega að láta heilsuna hafa betur. Heilsan sigrar! Orðalagið að sigra þetta og hitt er í tísku núna og það er gaman að tískubylgjum, líka í tungumálinu. Tískan er tilraunakennd og fer oft á skjön við hið gamalgróna. Það er sígilt að nota íslensku á skapandi og tilraunakenndan hátt og væri óskandi að leikurinn að tungumálinu liði aldrei undir lok. Ef menn eru tilbúnir til að ýta málinu út á ystu nöf til að tryggja sér athygli, er það ákveðin aðferð. Þeir sem nota þá aðferð eru sennilega ekki að hugsa um hversu mikið þeir unna tungumálinu. Einnig er mikils virði að gleyma ekki að senda ritmál sem fer í almenna dreifingu til prófarkalesara. Það hefði sennilega komið í veg fyrir að mér birtist þessi dapurlega sýn á heilsuna sem liggur gersigruð og óvíg eftir viðureign okkar. Og ástand mitt hefur aldrei verið verra, því ég hef tapað heilsunni! Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Við elskum öll íslensku. Við sem höfum hana að móðurmáli og líka þau sem koma til landsins og læra hana sjálfviljug. Að veita því athygli sem maður óskar góðs gengis og gróanda er okkur flestum tamt. Þess vegna dreg ég athygli að íslenskunni sem blasir við framan á nýju blaði Nettó sem stendur fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum um þessar mundir. Fyrirsögn blaðsins er einfaldlega Sigraðu heilsuna! Flest skiljum við þetta eins og það er meint og það er sannarlega vel meint að hvetja okkur öll til að temja okkur heilsusamlegt líferni. Þó eru í orðalaginu ákveðin óþægindi, þversögn. Óþægindin tengjast hugmyndinni um að sigra. Við notum sögnina að sigra iðulega um þann sem hefur betur í viðureign, sá er sigurvegarinn. Hinn tapar. Ef við sjáum fyrir okkur viðureign okkar við eigin heilsu, hvernig væri ákjósanlegt að henni lyktaði? Ef við sigrum heilsuna, liggur hún þá ekki í valnum að viðureign lokinni? Ef hinsvegar heilsan sigrar okkur, væru okkur þá ekki allir vegir færir? Væri mögulega nær lagi að hvetja lesendur Nettóblaðsins til að sigrast á óhollustu eða einfaldlega að láta heilsuna hafa betur. Heilsan sigrar! Orðalagið að sigra þetta og hitt er í tísku núna og það er gaman að tískubylgjum, líka í tungumálinu. Tískan er tilraunakennd og fer oft á skjön við hið gamalgróna. Það er sígilt að nota íslensku á skapandi og tilraunakenndan hátt og væri óskandi að leikurinn að tungumálinu liði aldrei undir lok. Ef menn eru tilbúnir til að ýta málinu út á ystu nöf til að tryggja sér athygli, er það ákveðin aðferð. Þeir sem nota þá aðferð eru sennilega ekki að hugsa um hversu mikið þeir unna tungumálinu. Einnig er mikils virði að gleyma ekki að senda ritmál sem fer í almenna dreifingu til prófarkalesara. Það hefði sennilega komið í veg fyrir að mér birtist þessi dapurlega sýn á heilsuna sem liggur gersigruð og óvíg eftir viðureign okkar. Og ástand mitt hefur aldrei verið verra, því ég hef tapað heilsunni! Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun