Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2022 16:14 Yfirlit FBI yfir hvað hald var lagt á í Mar-a-Lago sýnir að tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg gögn fundust í sveitaklúbbnum. AP/Jon Elswick Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. FBI birti í dag gróft yfirlit yfir hvað þrjátíu og þrír kassar sem hald var lagt á innihéldu. Þar á meðal voru háleynileg gögn sem geymd voru í kössum og skúffum í Mar-a-Lago, með dagblöðum, tímaritum og öðrum munum og gögnum. Yfirlitið má finna hér. Á skrifstofu Trumps var hald lagt á 43 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar „Classified“ og 28 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar á þann veg að Trump hefði átt að skila skjölunum eftir lestur þeirra. Þetta er til viðbótar við minnst tugi leynilegra skjala og mynda sem fundust í skrifstofu forsetans fyrrverandi, auk mikils magns opinberra skjala og mynda sem voru ekki merkt sem leynileg gögn. Önnur opinber og leynileg gögn fundust annars staðar í sveitaklúbbnum og flest í herbergi í kjallaranum en þar fundust einnig tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl. Ekki liggur fyrir hvað varð um skjölin sem eiga að vera í þessum möppum eða hvort skjölin voru í þeim þegar möppurnar voru teknar úr Hvíta húsinu. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber skjöl og gögn sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem þau voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefðu ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfði lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði verið gerð. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu verið falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem gert var þann 8. ágúst. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Á meðal þeirra gagna sem fundust í Mar-a-Lago voru skjöl með einhverjar hæstu leyndarskilgreiningar bandarískra yfirvalda og varða leynilega uppljóstrara ríkisins í öðrum ríkjum. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04 Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
FBI birti í dag gróft yfirlit yfir hvað þrjátíu og þrír kassar sem hald var lagt á innihéldu. Þar á meðal voru háleynileg gögn sem geymd voru í kössum og skúffum í Mar-a-Lago, með dagblöðum, tímaritum og öðrum munum og gögnum. Yfirlitið má finna hér. Á skrifstofu Trumps var hald lagt á 43 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar „Classified“ og 28 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar á þann veg að Trump hefði átt að skila skjölunum eftir lestur þeirra. Þetta er til viðbótar við minnst tugi leynilegra skjala og mynda sem fundust í skrifstofu forsetans fyrrverandi, auk mikils magns opinberra skjala og mynda sem voru ekki merkt sem leynileg gögn. Önnur opinber og leynileg gögn fundust annars staðar í sveitaklúbbnum og flest í herbergi í kjallaranum en þar fundust einnig tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl. Ekki liggur fyrir hvað varð um skjölin sem eiga að vera í þessum möppum eða hvort skjölin voru í þeim þegar möppurnar voru teknar úr Hvíta húsinu. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber skjöl og gögn sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem þau voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefðu ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfði lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði verið gerð. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu verið falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem gert var þann 8. ágúst. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Á meðal þeirra gagna sem fundust í Mar-a-Lago voru skjöl með einhverjar hæstu leyndarskilgreiningar bandarískra yfirvalda og varða leynilega uppljóstrara ríkisins í öðrum ríkjum.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04 Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34
Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04
Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36