Golfdagurinn hefst klukkan 09:00 þegar fyrstu keppendur fara af stað á þriðja degi Aland 100 Ladies Open á LET-móteröðinni á Stöð 2 Sport 3.
Klukkan 11:30 er svo komið að Made in Himmerland mótinu á DP World Tour á Stöð 2 Sport 5 áður en Dana Open lokar golfdeginum á sömu rás frá klukkan 17:00.
Eins og áður segir eru þrír leikir á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og eru það engir smá leikir. Klukkan 12:50 hefst bein útsending frá viðureign Fiorentina og Juventus á Stöð 2 Sport 2, en klukkan 15:50 hefst svo bein útsending frá Mílanóslagnum milli AC Milan og Internazionale á sömu rás.
Að honum loknum, eða klukkan 18:35 er það svo viðureign Lazio og Napoli sem rekur lestina á stórleikjadegi ítalska boltans á Stöð 2 Sport 2.
Að lokum er svo komið að fyrsta leik tímabilsins í íslenska karlahandboltanum þegar Valur tekur á móti KA í Meistarakeppni HSÍ klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport.