Kvenprestar mega þola svívirðingar samstarfsmanna og kollega Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. september 2022 16:37 Prestur í Albertslund í Danmörku Ole Jensen/GettyImages Sjötta hver kona í Danmörku sem gegnir prestsembætti hefur orðið fyrir svívirðingum og lítilsvirðingu frá samstarfsmönnum sínum vegna kynferðis síns. Prestar eru eina stéttin í Danmörku þar sem ekki þarf að fara að jafnréttislögum við ráðningar. Konur hafa verið prestar í Danmörku alveg síðan 1948, eða í 74 ár. Fyrir tæplega hálfri öld voru jafnréttislög samþykkt í Danmörku. Þar segir að ekki ekki megi mismuna fólki á vinnumarkaðnum á grundvelli kynferðis. Á þessu er ein undantekning; það má mismuna konum sem vilja verða prestar. Konur eiga að þegja í kirkjunni Og af hverju? Jú, vegna þess að það ku vera hægt að vísa til ritningarstaða í Biblíunni þar sem konum er bókstaflega sagt að þegja í kirkjum. Til að mynda í Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna. Þar segir: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.“ Þessi afstaða Páls kemur víðar fram, til að mynda í fyrra bréfi hans til Tímoteusar. Kvenprestar lítilsvirtir og svívirtir vegna kynferðis Nú hefur úttekt danska ríkissjónvarpsins á stöðu kvenpresta í Danmörku leitt í ljós að konur líða enn undir þessum 2.000 ára sjónarmiðum Biblíunnar. Samkvæmt könnun sem gerð var á meðal presta hafa 16 prósent kvenpresta mátt þola lítilsvirðingu og svívirðingar vegna kynferðis síns. Þessa framkomu hafa þær yfirleitt mátt þola frá meðlimum sóknarnefnda og/eða öðrum prestum. Gott dæmi um slíkan einstakling er Filip Ambrosen, formaður sóknarnefndar Hasle á Borgundarhólmi. Hann segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að málið sé einfalt, verði kona ráðin prestur í hans kirkju, þá hætti hann að mæta í messur og leiti sér annarrar kirkju. Meirihluti presta er konur Nú er til þess að taka að ríflegur meirihluti presta í Danmörku er konur, eða 58 prósent. Það má því segja að það sé tími til þess kominn að láta jafnréttislögin ná yfir þær líka, líkt og alla aðra Dani. Og það er einmitt það sem virðist ætla að verða afrakstur umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins. Hinir 10 biskupar Danmerkur virðast hafa vaknað upp við vondan draum og hafa nú tilkynnt að ráðist verði í það í einum grænum að fjarlægja þessa undantekningu sem, eins og fyrr segir, hefur í hálfa öld verið réttlætt með nokkrum setningum í 2.000 ára gamalli bók. Danmörk Trúmál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Konur hafa verið prestar í Danmörku alveg síðan 1948, eða í 74 ár. Fyrir tæplega hálfri öld voru jafnréttislög samþykkt í Danmörku. Þar segir að ekki ekki megi mismuna fólki á vinnumarkaðnum á grundvelli kynferðis. Á þessu er ein undantekning; það má mismuna konum sem vilja verða prestar. Konur eiga að þegja í kirkjunni Og af hverju? Jú, vegna þess að það ku vera hægt að vísa til ritningarstaða í Biblíunni þar sem konum er bókstaflega sagt að þegja í kirkjum. Til að mynda í Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna. Þar segir: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.“ Þessi afstaða Páls kemur víðar fram, til að mynda í fyrra bréfi hans til Tímoteusar. Kvenprestar lítilsvirtir og svívirtir vegna kynferðis Nú hefur úttekt danska ríkissjónvarpsins á stöðu kvenpresta í Danmörku leitt í ljós að konur líða enn undir þessum 2.000 ára sjónarmiðum Biblíunnar. Samkvæmt könnun sem gerð var á meðal presta hafa 16 prósent kvenpresta mátt þola lítilsvirðingu og svívirðingar vegna kynferðis síns. Þessa framkomu hafa þær yfirleitt mátt þola frá meðlimum sóknarnefnda og/eða öðrum prestum. Gott dæmi um slíkan einstakling er Filip Ambrosen, formaður sóknarnefndar Hasle á Borgundarhólmi. Hann segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að málið sé einfalt, verði kona ráðin prestur í hans kirkju, þá hætti hann að mæta í messur og leiti sér annarrar kirkju. Meirihluti presta er konur Nú er til þess að taka að ríflegur meirihluti presta í Danmörku er konur, eða 58 prósent. Það má því segja að það sé tími til þess kominn að láta jafnréttislögin ná yfir þær líka, líkt og alla aðra Dani. Og það er einmitt það sem virðist ætla að verða afrakstur umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins. Hinir 10 biskupar Danmerkur virðast hafa vaknað upp við vondan draum og hafa nú tilkynnt að ráðist verði í það í einum grænum að fjarlægja þessa undantekningu sem, eins og fyrr segir, hefur í hálfa öld verið réttlætt með nokkrum setningum í 2.000 ára gamalli bók.
Danmörk Trúmál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira