Kvenprestar mega þola svívirðingar samstarfsmanna og kollega Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. september 2022 16:37 Prestur í Albertslund í Danmörku Ole Jensen/GettyImages Sjötta hver kona í Danmörku sem gegnir prestsembætti hefur orðið fyrir svívirðingum og lítilsvirðingu frá samstarfsmönnum sínum vegna kynferðis síns. Prestar eru eina stéttin í Danmörku þar sem ekki þarf að fara að jafnréttislögum við ráðningar. Konur hafa verið prestar í Danmörku alveg síðan 1948, eða í 74 ár. Fyrir tæplega hálfri öld voru jafnréttislög samþykkt í Danmörku. Þar segir að ekki ekki megi mismuna fólki á vinnumarkaðnum á grundvelli kynferðis. Á þessu er ein undantekning; það má mismuna konum sem vilja verða prestar. Konur eiga að þegja í kirkjunni Og af hverju? Jú, vegna þess að það ku vera hægt að vísa til ritningarstaða í Biblíunni þar sem konum er bókstaflega sagt að þegja í kirkjum. Til að mynda í Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna. Þar segir: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.“ Þessi afstaða Páls kemur víðar fram, til að mynda í fyrra bréfi hans til Tímoteusar. Kvenprestar lítilsvirtir og svívirtir vegna kynferðis Nú hefur úttekt danska ríkissjónvarpsins á stöðu kvenpresta í Danmörku leitt í ljós að konur líða enn undir þessum 2.000 ára sjónarmiðum Biblíunnar. Samkvæmt könnun sem gerð var á meðal presta hafa 16 prósent kvenpresta mátt þola lítilsvirðingu og svívirðingar vegna kynferðis síns. Þessa framkomu hafa þær yfirleitt mátt þola frá meðlimum sóknarnefnda og/eða öðrum prestum. Gott dæmi um slíkan einstakling er Filip Ambrosen, formaður sóknarnefndar Hasle á Borgundarhólmi. Hann segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að málið sé einfalt, verði kona ráðin prestur í hans kirkju, þá hætti hann að mæta í messur og leiti sér annarrar kirkju. Meirihluti presta er konur Nú er til þess að taka að ríflegur meirihluti presta í Danmörku er konur, eða 58 prósent. Það má því segja að það sé tími til þess kominn að láta jafnréttislögin ná yfir þær líka, líkt og alla aðra Dani. Og það er einmitt það sem virðist ætla að verða afrakstur umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins. Hinir 10 biskupar Danmerkur virðast hafa vaknað upp við vondan draum og hafa nú tilkynnt að ráðist verði í það í einum grænum að fjarlægja þessa undantekningu sem, eins og fyrr segir, hefur í hálfa öld verið réttlætt með nokkrum setningum í 2.000 ára gamalli bók. Danmörk Trúmál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Konur hafa verið prestar í Danmörku alveg síðan 1948, eða í 74 ár. Fyrir tæplega hálfri öld voru jafnréttislög samþykkt í Danmörku. Þar segir að ekki ekki megi mismuna fólki á vinnumarkaðnum á grundvelli kynferðis. Á þessu er ein undantekning; það má mismuna konum sem vilja verða prestar. Konur eiga að þegja í kirkjunni Og af hverju? Jú, vegna þess að það ku vera hægt að vísa til ritningarstaða í Biblíunni þar sem konum er bókstaflega sagt að þegja í kirkjum. Til að mynda í Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna. Þar segir: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.“ Þessi afstaða Páls kemur víðar fram, til að mynda í fyrra bréfi hans til Tímoteusar. Kvenprestar lítilsvirtir og svívirtir vegna kynferðis Nú hefur úttekt danska ríkissjónvarpsins á stöðu kvenpresta í Danmörku leitt í ljós að konur líða enn undir þessum 2.000 ára sjónarmiðum Biblíunnar. Samkvæmt könnun sem gerð var á meðal presta hafa 16 prósent kvenpresta mátt þola lítilsvirðingu og svívirðingar vegna kynferðis síns. Þessa framkomu hafa þær yfirleitt mátt þola frá meðlimum sóknarnefnda og/eða öðrum prestum. Gott dæmi um slíkan einstakling er Filip Ambrosen, formaður sóknarnefndar Hasle á Borgundarhólmi. Hann segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að málið sé einfalt, verði kona ráðin prestur í hans kirkju, þá hætti hann að mæta í messur og leiti sér annarrar kirkju. Meirihluti presta er konur Nú er til þess að taka að ríflegur meirihluti presta í Danmörku er konur, eða 58 prósent. Það má því segja að það sé tími til þess kominn að láta jafnréttislögin ná yfir þær líka, líkt og alla aðra Dani. Og það er einmitt það sem virðist ætla að verða afrakstur umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins. Hinir 10 biskupar Danmerkur virðast hafa vaknað upp við vondan draum og hafa nú tilkynnt að ráðist verði í það í einum grænum að fjarlægja þessa undantekningu sem, eins og fyrr segir, hefur í hálfa öld verið réttlætt með nokkrum setningum í 2.000 ára gamalli bók.
Danmörk Trúmál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira