„Ég treysti þeim í allt“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 11:30 Amanda Andradóttir kom við sögu í einum leik á EM og hefur leikið átta A-landsleiki, aðeins 18 ára gömul. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. Takist Íslandi að forðast tap hér í Utrecht í kvöld kemst liðið í fyrsta sinn á HM. Annars þarf liðið að fara í umspil í október. Ólíklegt er að Þorsteinn geri miklar breytingar á byrjunarliði sínu frá 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld en helst mætti búast við að hin 18 ára Amanda, sem þó var frábær á föstudaginn, taki sæti á varamannabekknum og Svava Rós Guðmundsdóttir komi inn í hennar stað. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn Hvít-Rússum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Dreymir um að spila svona leiki Áslaug Munda er að taka við vinstri bakvarðarstöðunni sem Hallbera Guðný Gísladóttir sá um í svo mörg ár, en Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem lék sem vinstri kantmaður gegn Hvít-Rússum. Á blaðamannafundi í gær sagðist Þorsteinn treysta þeim Amöndu og Áslaugu Mundu fullkomlega til að byrja stórleikinn í kvöld: „Já, algjörlega. Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og verða góðir, og ég treysti þeim í allt. Ég efast ekkert um það að þær séu tilbúnar að spila þennan leik. Þó að þetta sé stærri leikur en við spiluðum á föstudaginn þá vilja allir leikmenn og dreymir um að spila svona leiki, og það er bara tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er það sem þessir leikmenn elska að gera. Spila svona leiki sem geta gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn sem var spurður sérstaklega út í frammistöðu Amöndu á föstudaginn: „Amanda var bara góð. Við fengum frá henni það sem við óskuðum og vonuðumst eftir. Gæði í sendingum, sem myndu nýtast okkur í föstum leikatriðum. Hún gerði það sem við þurftum á að halda í þeim leik og stóð sig vel.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Takist Íslandi að forðast tap hér í Utrecht í kvöld kemst liðið í fyrsta sinn á HM. Annars þarf liðið að fara í umspil í október. Ólíklegt er að Þorsteinn geri miklar breytingar á byrjunarliði sínu frá 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld en helst mætti búast við að hin 18 ára Amanda, sem þó var frábær á föstudaginn, taki sæti á varamannabekknum og Svava Rós Guðmundsdóttir komi inn í hennar stað. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn Hvít-Rússum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Dreymir um að spila svona leiki Áslaug Munda er að taka við vinstri bakvarðarstöðunni sem Hallbera Guðný Gísladóttir sá um í svo mörg ár, en Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem lék sem vinstri kantmaður gegn Hvít-Rússum. Á blaðamannafundi í gær sagðist Þorsteinn treysta þeim Amöndu og Áslaugu Mundu fullkomlega til að byrja stórleikinn í kvöld: „Já, algjörlega. Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og verða góðir, og ég treysti þeim í allt. Ég efast ekkert um það að þær séu tilbúnar að spila þennan leik. Þó að þetta sé stærri leikur en við spiluðum á föstudaginn þá vilja allir leikmenn og dreymir um að spila svona leiki, og það er bara tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er það sem þessir leikmenn elska að gera. Spila svona leiki sem geta gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn sem var spurður sérstaklega út í frammistöðu Amöndu á föstudaginn: „Amanda var bara góð. Við fengum frá henni það sem við óskuðum og vonuðumst eftir. Gæði í sendingum, sem myndu nýtast okkur í föstum leikatriðum. Hún gerði það sem við þurftum á að halda í þeim leik og stóð sig vel.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira