Íbúafundur í Ráðhúsinu Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. september 2022 13:31 Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál. Þetta fólk var ekki hægt að afgreiða á hefðbundinn hátt borgarstjórnarmeirihlutans með glærusýningu og léttum veitingum. Þau kröfðust svara. Þau kröfðust þess að einhver sýndi ábyrgð. Nýjustu hækjunni í hjálpartækjabanka borgarstjórans var brugðið um stund en tilheyrandi stjórnmálaflokki sem svíkur öll loforð áður en blýið þornar á atkvæðaseðlinum mun hann sjálfsagt jafna sig fyrr en varir. Borgarstjóri brást við með hefðbundnum hætti þegar ekki er hægt að leysa mál með því að skella í góm fyrir framan myndavél. Fór í felur og sendi tindáta á vettvang til að svara erfiðustu spurningunum þangað til vandamálið hverfur. Þetta vandamál er hinsvegar ekki líklegt til að hverfa. Borgarstjórnarmeirihlutinn á engar lausnir. Hann ætlaði sér aldrei að standa við loforðið um leikskólapláss fyrir 12 mánaða og eldri. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar sem tryggja nauðsynlega uppbyggingu og mönnun. Foreldrar eru heldur ekki líklegir til að láta af mótmælum og láta sér nægja froðu í stað framkvæmda. Það er því meira en líklegt að fjölmennt verði í Ráðhús Reykjavíkur á næstunni þar til boðleg niðurstaða er fengin. Klúðrið í leikskólamálum er fráleitt það eina sem stendur uppá borgarstjórnarmeirihlutann. Ástandið í húsnæðismálum er fyrir neðan allar hellur. Auðmönnum og bröskurum hefur verið afhent skipulagsvaldið og þeir tóku glaðir við. Fæst af þeim íbúðum sem nú eru í smíðum í borginni eru á verðlagi við alþýðuskap eða greiðslugetu. Nú er til dæmis verið að byggja á tveim stöðum í Vesturbæ, við Borgartún og Suðurlandsbraut/Grenásveg. Þar er ekki að finna fyrstu kaupa íbúðir eða íbúðir sem falla undir froðu barnamálaráðherrans um hlutdeildarlán. Það er reyndar sjálfstætt rannsóknarefni að komast að því hversu mörg slík lán hafa þegar verið veitt á Höfuðborgarsvæðinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ungt fólk hefur flúið Höfuðborgina vegna skorts á leikskólarýmum og ástandsins í húsnæðismálum. Þau sem eftir sitja reyna að skipuleggja barneignir sínar til að freista þess að börnin komist að á leikskóla í samræmi við loforð meirihlutans. Fólk á leigumarkaði býr einnig við óþolandi óvissu og okurverð fákeppnisleigusala. Það er rétt að hvetja þá sem hafa ekki fengið húsnæði við hæfi til að slást í hópinn og mæta á tröppurnar hjá borgarstjóra og hjálpartækjabanka hans. Þriðji hópurinn sem á sannarlega erindi við borgarráð eru þau sem bíða eftir félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Það er full ástæða fyrir þann hóp að mæta til fundar við borgarstjóra og borgarráð þannig að valdafólkið geti skipst á skoðunum við íbúa öðru vísi en með glærusýningum og léttum veitingum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál. Þetta fólk var ekki hægt að afgreiða á hefðbundinn hátt borgarstjórnarmeirihlutans með glærusýningu og léttum veitingum. Þau kröfðust svara. Þau kröfðust þess að einhver sýndi ábyrgð. Nýjustu hækjunni í hjálpartækjabanka borgarstjórans var brugðið um stund en tilheyrandi stjórnmálaflokki sem svíkur öll loforð áður en blýið þornar á atkvæðaseðlinum mun hann sjálfsagt jafna sig fyrr en varir. Borgarstjóri brást við með hefðbundnum hætti þegar ekki er hægt að leysa mál með því að skella í góm fyrir framan myndavél. Fór í felur og sendi tindáta á vettvang til að svara erfiðustu spurningunum þangað til vandamálið hverfur. Þetta vandamál er hinsvegar ekki líklegt til að hverfa. Borgarstjórnarmeirihlutinn á engar lausnir. Hann ætlaði sér aldrei að standa við loforðið um leikskólapláss fyrir 12 mánaða og eldri. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar sem tryggja nauðsynlega uppbyggingu og mönnun. Foreldrar eru heldur ekki líklegir til að láta af mótmælum og láta sér nægja froðu í stað framkvæmda. Það er því meira en líklegt að fjölmennt verði í Ráðhús Reykjavíkur á næstunni þar til boðleg niðurstaða er fengin. Klúðrið í leikskólamálum er fráleitt það eina sem stendur uppá borgarstjórnarmeirihlutann. Ástandið í húsnæðismálum er fyrir neðan allar hellur. Auðmönnum og bröskurum hefur verið afhent skipulagsvaldið og þeir tóku glaðir við. Fæst af þeim íbúðum sem nú eru í smíðum í borginni eru á verðlagi við alþýðuskap eða greiðslugetu. Nú er til dæmis verið að byggja á tveim stöðum í Vesturbæ, við Borgartún og Suðurlandsbraut/Grenásveg. Þar er ekki að finna fyrstu kaupa íbúðir eða íbúðir sem falla undir froðu barnamálaráðherrans um hlutdeildarlán. Það er reyndar sjálfstætt rannsóknarefni að komast að því hversu mörg slík lán hafa þegar verið veitt á Höfuðborgarsvæðinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ungt fólk hefur flúið Höfuðborgina vegna skorts á leikskólarýmum og ástandsins í húsnæðismálum. Þau sem eftir sitja reyna að skipuleggja barneignir sínar til að freista þess að börnin komist að á leikskóla í samræmi við loforð meirihlutans. Fólk á leigumarkaði býr einnig við óþolandi óvissu og okurverð fákeppnisleigusala. Það er rétt að hvetja þá sem hafa ekki fengið húsnæði við hæfi til að slást í hópinn og mæta á tröppurnar hjá borgarstjóra og hjálpartækjabanka hans. Þriðji hópurinn sem á sannarlega erindi við borgarráð eru þau sem bíða eftir félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Það er full ástæða fyrir þann hóp að mæta til fundar við borgarstjóra og borgarráð þannig að valdafólkið geti skipst á skoðunum við íbúa öðru vísi en með glærusýningum og léttum veitingum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun