„Lögfræðingurinn minn mun hafa nóg að gera“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 16:31 Sarri var áður þjálfari Napoli en þurfti að þola tap fyrir liðinu um helgina. Nicolò Campo/LightRocket via Getty Images Maurizio Sarri, þjálfari Lazio á Ítalíu, er undir rannsókn ítalskra fótboltayfirvalda vegna ummæla í garð dómara um helgina. Lið hans tapaði 2-1 fyrir Napoli. Sarri var æfur eftir tapið og lét bæði dómara leiksins og þá í stöðu myndbandsdómara heyra það. Hann skildi ekkert í því að dómararnir hefðu ekki endurskoðað meint brot innan teigs undir lok leiksins, þar sem Lazio hefði getað jafnað. „Annað hvort eru þeir í VAR-herberginu ekki starfi sínu vaxnir eða eitthvað annað er á seyði sem veldur enn frekari áhyggjum,“ sagði Sarri, sem virðist þá vísa í einhverskonar samsæri gegn hans liði. Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, er með ummæli Sarri til rannsóknar og hann gæti átt yfir höfði sér sekt og leikbann. Aðspurður um það kveðst Sarri hins vegar ekki sjá eftir ummælum sínum. „Allir sáu hvað gerðist í þessum leikjum, ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri á blaðamannafundi í dag í aðdraganda leiks Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni annað kvöld. Lazio hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og þá var tapið fyrir Napoli þeirra fyrsta í deildinni. Liðið sigur í níunda sæti með átta stig. Þeir mæta Verona um helgina en sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport ásamt öllum öðrum leikjum helgarinnar. Leikur Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Sarri var æfur eftir tapið og lét bæði dómara leiksins og þá í stöðu myndbandsdómara heyra það. Hann skildi ekkert í því að dómararnir hefðu ekki endurskoðað meint brot innan teigs undir lok leiksins, þar sem Lazio hefði getað jafnað. „Annað hvort eru þeir í VAR-herberginu ekki starfi sínu vaxnir eða eitthvað annað er á seyði sem veldur enn frekari áhyggjum,“ sagði Sarri, sem virðist þá vísa í einhverskonar samsæri gegn hans liði. Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, er með ummæli Sarri til rannsóknar og hann gæti átt yfir höfði sér sekt og leikbann. Aðspurður um það kveðst Sarri hins vegar ekki sjá eftir ummælum sínum. „Allir sáu hvað gerðist í þessum leikjum, ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri á blaðamannafundi í dag í aðdraganda leiks Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni annað kvöld. Lazio hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og þá var tapið fyrir Napoli þeirra fyrsta í deildinni. Liðið sigur í níunda sæti með átta stig. Þeir mæta Verona um helgina en sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport ásamt öllum öðrum leikjum helgarinnar. Leikur Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira